Erlent Blair ræðir ekki við Haniyeh Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, eru báðir tilbúnir til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Tony Blair, forsætisráðherra, hefur á tæpum sólarhring fundað með helstu leiðtogum Ísraela og Palestínumanna og reynt að miðla málum. Hann mun þó ekki funda með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas-liða. Erlent 10.9.2006 18:20 Óttast árásir á Bandaríkin Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Erlent 10.9.2006 18:26 Viðræðum þokar áfram Javier Solana, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins, og Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segja fundi sína í Vínarborg í dag og í gær hafa skilað nokkrum árangri. Stjórnmálaskýrendur segja þessa fundaröð síðasta tækifæri Írana til að koma í veg fyrir refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Erlent 10.9.2006 15:05 Kosið í Svartfjallalandi Kjósendur í Svartfjallalandi, nýjasta ríki heims, ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér þing. Það er í fyrsta sinn frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Serbíu fyrr á þessu ári. Erlent 10.9.2006 10:59 Páfi messar í München Hópur fólks safnaðist saman í útjaðri München í morgun til að hlýða á messu Benedikts páfa sextánda úti undir berum himni. Páfi er nú í heimsókn í Þýskalandi, nánar tiltekið á heimaslóðum í Bæjaralandi. Erlent 10.9.2006 10:18 Ekki fleirum bjargað úr gullnámu í Síberíu 25 námamenn hafa nú fundist látnir í gullnámu í Síberíu. Eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn og við það losnuðu eiturgufur. Eldurinn var slökktur nokkrum klukkustundum eftir að hann kviknaði en þá sátu 33 námamenn fastir í námunni. 8 var bjargað í gær. Erlent 10.9.2006 10:14 Blair hittir Olmert og Abbas Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er í Jerúsalem til viðræðan um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann átt í gærkvöldi fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og í morgun ræddi hann við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert segist tilbúinn til viðræðna við Abbas jafnvel þótt ísraelskur hermaður, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan snemma í sumar, verði ekki látinn laus. fyrir þann tíma. Erlent 10.9.2006 10:06 Farmurinn vegur 17,5 tonn Geimskutlunni Atlantis var loksins skotið á loft í gær með sex geimfara innanborðs. Leiðangurinn heldur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en þetta er fyrsta geimskotið þangað frá því að geimskutlan Columbia fórst á leið þaðan til jarðar í febrúar árið 2003. Sjö geimfarar fórust í slysinu sem átti sér stað sextán mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Erlent 9.9.2006 22:06 Barði konu með dauðum hundi Kona á fertugsaldri hefur verið fundin sek um að slá aðra konu ítrekað í höfuðið með dauðum chihuahua-hundi. Konan, Lisa Hopfer, gæti átt yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsisdóm fyrir árásina. Þetta kemur fram á vef bandaríska dagblaðsins St. Lois Today. Erlent 9.9.2006 22:06 Hræðsla við íslamska trú Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárárunum á Bandaríkin þann 11. september árið 2001 að sögn Mohammads Khatami, fyrrverandi Íransforseta. Þúsundir almennra borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar. Erlent 9.9.2006 22:06 Kjarnakljúfi lokað í Noregi Loka þurfti litlum kjarnakljúfi í Noregi aðfaranótt laugardags, þegar aðvörunarbjöllur fóru í gang vegna leka. Vart varð við aukna geislun í klefa sem kjarnakljúfurinn, sem notaður er til rannsókna, er í og slokknaði þá sjálfkrafa á honum. Erlent 9.9.2006 22:06 Olmert vill fund með Abbas Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert tilkynnti þetta að loknum fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem fór fram í Jerúsalem í gær. Erlent 9.9.2006 22:06 Prestur hótar Madonnu Hollenskur prestur hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir sprengjugabbi í síma í tilraun til að koma í veg fyrir tónleika bandarísku söngkonunnar Madonnu. Presturinn notaði heimilissímann og var því handtekinn fljótlega. Erlent 9.9.2006 22:06 Var minnst í skriðdýragarði Jarðarför krókódílafangarans Steves Irwin, sem lést eftir að hafa fengið brodd úr hala stingskötu í hjartastað á mánudaginn, verður haldin í kyrrþey á næstu dögum að sögn umboðsmanns Irwins. Erlent 9.9.2006 22:06 Fleiri einhleypa ferðamenn Ferðamálaráð Kaupmannahafnar hyggst hrinda af stað átaki til að fjölga einhleypum ferðamönnum í borginni. Segir talsmaður ráðsins í viðtali við Politiken í gær að einhleypt fólk ferðist minna en þeir sem eru lofaðir, þar sem þeir hafi engan til að upplifa ferðalagið með. Erlent 9.9.2006 22:06 Stal sokkum af konu í hjólastól Sænskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa veist að konu í hjólastól og haft á brott með sér skó hennar og sokka. Hann er grunaður um að hafa ráðist á fleiri fatlaðar konur og stolið af þeim sokkunum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Erlent 9.9.2006 22:06 Útgáfu seinkað fram í mars Útgáfu leikjatölvunnar PlayStation 3 í Evrópu hefur verið frestað fram í mars á næsta ári. Tölvan verður gefin út í Bandaríkjunum og Japan í nóvember, en þá átti hún líka að koma út í Evrópu. Sony kennir vandræðum í fjöldaframleiðslu Blu-Ray geisladrifanna um seinkunina. Leikjavísir 9.9.2006 22:06 Fundu ekki eistu í stúlku Læknir í Umeå í Svíþjóð gerði þau hrapallegu mistök nýlega að skera upp fjórtán ára stúlku til að fjarlægja eistu hennar. Í uppskurðinum fundust engin eistu í líkamanum. Sjúklingurinn reyndist ósköp venjuleg stúlka, að sögn vefútgáfu Dagens Nyheter. Erlent 9.9.2006 22:06 Þrjátíu fórust í sprengjuárás Tvær sprengjur sprungu á fjölfarinni götu í bænum Malegaon á vestanverðu Indlandi í fyrrakvöld. Rúmlega þrjátíu manns fórust og hundrað særðust. Erlent 9.9.2006 22:06 Tveir glæpir framdir 11. september 2001 Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin þann 11. september 2001. Mörg þúsund almennir borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar. Þetta segir Mohammad Khatami, fyrrverandi Íransforseti, sem er í heimsókn í Bandaríkjunum. Erlent 9.9.2006 18:27 Kjarnakljúf í Noregi lokað vegna leka Loka þurfti litlum kjarnakljúf í Noregi vegna leka sem vart varð við í dag. Kjarnakljúfurinn er notaður til rannsókna og því ekki bannaður samkvæmt lögum. Erlent 9.9.2006 18:23 Fjögurra námamanna enn saknað Átta rússneskir námamenn voru fegnir frelsinu þegar þeim var bjargað úr prísund sinni, tæplega fimm hundruð metrum ofan í gullnámu í Síberíu. Þar festust þeir þegar eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn. Tuttugu og einn vinnufélagi þeirra eru látinn og fjögurra er enn saknað. Erlent 9.9.2006 18:17 Olmert vill ræða við Abbas Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, er tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Ísraelskir fjölmiðlar segja Olmert hafa greint frá þessu á fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Jerúsalem síðdegis. Erlent 9.9.2006 18:08 Blair í Ísrael Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Erlent 9.9.2006 18:02 Atlantis skotið á loft Geimferjunni Atlantis var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hafði frestað geimskotinu nokkrum sinnum. Hefði ekki verið hægt að skjóta Atlantis á loft í dag hefði þurft að bíða fram í október. Erlent 9.9.2006 15:32 Blair hvetur til einingar Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan fundarstað í Lundúnum í morgun. Þar inni flutti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sína fyrstu ræðu eftir að hann tilkynnti fyrir helgi að hann myndi víkja sem formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra innan árs. Erlent 9.9.2006 11:59 Ringulreið í Írak Töluverð ringulreið skapaðist þegar bílsprengja sprakk nálægt mosku sjía í Haswan, fimmtíu kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Engan sakaði í sprengingunni sjálfri en þegar vegfarendur þustu að skall sprengja úr sprengjuvörpu nærri mannfjöldanum. Erlent 9.9.2006 10:11 Varð sem lömuð þegar hún reyndi að flýja Tvær og hálf vika eru nú liðnar frá því Natascha Kampusch strauk frá ræningja sínum, Wolfgang Priklopil, eftir átta og hálft ár í nánast algerri einangrun. Viðtölin sem birtust nú í vikunni, bæði í austurríska ríkissjónvarpinu og tveimur austurrískum blöðum, hafa vakið gríðarmikla athygli um heim allan. Erlent 8.9.2006 22:36 Sjálfsmorðssprenging í Kabúl Ökumaður keyrði að bílalest hermanna í íbúðahverfi í Kabúl í gær og sprengdi sjálfan sig í loft upp með þeim afleiðingum að minnst sextán aðrir létu lífið og 29 særðust. Þetta er skæðasta sjálfsmorðsárás í Kabúl síðan talibönum var komið frá völdum árið 2001. Hershöfðingi Breta í Afganistan sagði í gær að átökin í landinu væru orðin ofsafengnari en í Írak. Erlent 8.9.2006 22:36 Birtir skírnarnöfn homma Dagblað í Úganda er byrjað að birta lista með skírnarnöfnum og starfsheitum meintra homma í landinu. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Úganda og Mannréttindavaktin í New York óttast að stjórnvöld sjái sér leik á borði með áframhaldandi birtingu nafna og hrindi herferð gegn hommum í framkvæmd. Nú þegar hafa nöfn 45 manna verið birt. Erlent 8.9.2006 22:36 « ‹ 279 280 281 282 283 284 285 286 287 … 334 ›
Blair ræðir ekki við Haniyeh Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, eru báðir tilbúnir til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Tony Blair, forsætisráðherra, hefur á tæpum sólarhring fundað með helstu leiðtogum Ísraela og Palestínumanna og reynt að miðla málum. Hann mun þó ekki funda með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas-liða. Erlent 10.9.2006 18:20
Óttast árásir á Bandaríkin Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Erlent 10.9.2006 18:26
Viðræðum þokar áfram Javier Solana, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins, og Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segja fundi sína í Vínarborg í dag og í gær hafa skilað nokkrum árangri. Stjórnmálaskýrendur segja þessa fundaröð síðasta tækifæri Írana til að koma í veg fyrir refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Erlent 10.9.2006 15:05
Kosið í Svartfjallalandi Kjósendur í Svartfjallalandi, nýjasta ríki heims, ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér þing. Það er í fyrsta sinn frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Serbíu fyrr á þessu ári. Erlent 10.9.2006 10:59
Páfi messar í München Hópur fólks safnaðist saman í útjaðri München í morgun til að hlýða á messu Benedikts páfa sextánda úti undir berum himni. Páfi er nú í heimsókn í Þýskalandi, nánar tiltekið á heimaslóðum í Bæjaralandi. Erlent 10.9.2006 10:18
Ekki fleirum bjargað úr gullnámu í Síberíu 25 námamenn hafa nú fundist látnir í gullnámu í Síberíu. Eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn og við það losnuðu eiturgufur. Eldurinn var slökktur nokkrum klukkustundum eftir að hann kviknaði en þá sátu 33 námamenn fastir í námunni. 8 var bjargað í gær. Erlent 10.9.2006 10:14
Blair hittir Olmert og Abbas Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er í Jerúsalem til viðræðan um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann átt í gærkvöldi fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og í morgun ræddi hann við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert segist tilbúinn til viðræðna við Abbas jafnvel þótt ísraelskur hermaður, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan snemma í sumar, verði ekki látinn laus. fyrir þann tíma. Erlent 10.9.2006 10:06
Farmurinn vegur 17,5 tonn Geimskutlunni Atlantis var loksins skotið á loft í gær með sex geimfara innanborðs. Leiðangurinn heldur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en þetta er fyrsta geimskotið þangað frá því að geimskutlan Columbia fórst á leið þaðan til jarðar í febrúar árið 2003. Sjö geimfarar fórust í slysinu sem átti sér stað sextán mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Erlent 9.9.2006 22:06
Barði konu með dauðum hundi Kona á fertugsaldri hefur verið fundin sek um að slá aðra konu ítrekað í höfuðið með dauðum chihuahua-hundi. Konan, Lisa Hopfer, gæti átt yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsisdóm fyrir árásina. Þetta kemur fram á vef bandaríska dagblaðsins St. Lois Today. Erlent 9.9.2006 22:06
Hræðsla við íslamska trú Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárárunum á Bandaríkin þann 11. september árið 2001 að sögn Mohammads Khatami, fyrrverandi Íransforseta. Þúsundir almennra borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar. Erlent 9.9.2006 22:06
Kjarnakljúfi lokað í Noregi Loka þurfti litlum kjarnakljúfi í Noregi aðfaranótt laugardags, þegar aðvörunarbjöllur fóru í gang vegna leka. Vart varð við aukna geislun í klefa sem kjarnakljúfurinn, sem notaður er til rannsókna, er í og slokknaði þá sjálfkrafa á honum. Erlent 9.9.2006 22:06
Olmert vill fund með Abbas Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert tilkynnti þetta að loknum fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem fór fram í Jerúsalem í gær. Erlent 9.9.2006 22:06
Prestur hótar Madonnu Hollenskur prestur hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir sprengjugabbi í síma í tilraun til að koma í veg fyrir tónleika bandarísku söngkonunnar Madonnu. Presturinn notaði heimilissímann og var því handtekinn fljótlega. Erlent 9.9.2006 22:06
Var minnst í skriðdýragarði Jarðarför krókódílafangarans Steves Irwin, sem lést eftir að hafa fengið brodd úr hala stingskötu í hjartastað á mánudaginn, verður haldin í kyrrþey á næstu dögum að sögn umboðsmanns Irwins. Erlent 9.9.2006 22:06
Fleiri einhleypa ferðamenn Ferðamálaráð Kaupmannahafnar hyggst hrinda af stað átaki til að fjölga einhleypum ferðamönnum í borginni. Segir talsmaður ráðsins í viðtali við Politiken í gær að einhleypt fólk ferðist minna en þeir sem eru lofaðir, þar sem þeir hafi engan til að upplifa ferðalagið með. Erlent 9.9.2006 22:06
Stal sokkum af konu í hjólastól Sænskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa veist að konu í hjólastól og haft á brott með sér skó hennar og sokka. Hann er grunaður um að hafa ráðist á fleiri fatlaðar konur og stolið af þeim sokkunum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Erlent 9.9.2006 22:06
Útgáfu seinkað fram í mars Útgáfu leikjatölvunnar PlayStation 3 í Evrópu hefur verið frestað fram í mars á næsta ári. Tölvan verður gefin út í Bandaríkjunum og Japan í nóvember, en þá átti hún líka að koma út í Evrópu. Sony kennir vandræðum í fjöldaframleiðslu Blu-Ray geisladrifanna um seinkunina. Leikjavísir 9.9.2006 22:06
Fundu ekki eistu í stúlku Læknir í Umeå í Svíþjóð gerði þau hrapallegu mistök nýlega að skera upp fjórtán ára stúlku til að fjarlægja eistu hennar. Í uppskurðinum fundust engin eistu í líkamanum. Sjúklingurinn reyndist ósköp venjuleg stúlka, að sögn vefútgáfu Dagens Nyheter. Erlent 9.9.2006 22:06
Þrjátíu fórust í sprengjuárás Tvær sprengjur sprungu á fjölfarinni götu í bænum Malegaon á vestanverðu Indlandi í fyrrakvöld. Rúmlega þrjátíu manns fórust og hundrað særðust. Erlent 9.9.2006 22:06
Tveir glæpir framdir 11. september 2001 Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin þann 11. september 2001. Mörg þúsund almennir borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar. Þetta segir Mohammad Khatami, fyrrverandi Íransforseti, sem er í heimsókn í Bandaríkjunum. Erlent 9.9.2006 18:27
Kjarnakljúf í Noregi lokað vegna leka Loka þurfti litlum kjarnakljúf í Noregi vegna leka sem vart varð við í dag. Kjarnakljúfurinn er notaður til rannsókna og því ekki bannaður samkvæmt lögum. Erlent 9.9.2006 18:23
Fjögurra námamanna enn saknað Átta rússneskir námamenn voru fegnir frelsinu þegar þeim var bjargað úr prísund sinni, tæplega fimm hundruð metrum ofan í gullnámu í Síberíu. Þar festust þeir þegar eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn. Tuttugu og einn vinnufélagi þeirra eru látinn og fjögurra er enn saknað. Erlent 9.9.2006 18:17
Olmert vill ræða við Abbas Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, er tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Ísraelskir fjölmiðlar segja Olmert hafa greint frá þessu á fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Jerúsalem síðdegis. Erlent 9.9.2006 18:08
Blair í Ísrael Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Erlent 9.9.2006 18:02
Atlantis skotið á loft Geimferjunni Atlantis var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hafði frestað geimskotinu nokkrum sinnum. Hefði ekki verið hægt að skjóta Atlantis á loft í dag hefði þurft að bíða fram í október. Erlent 9.9.2006 15:32
Blair hvetur til einingar Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan fundarstað í Lundúnum í morgun. Þar inni flutti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sína fyrstu ræðu eftir að hann tilkynnti fyrir helgi að hann myndi víkja sem formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra innan árs. Erlent 9.9.2006 11:59
Ringulreið í Írak Töluverð ringulreið skapaðist þegar bílsprengja sprakk nálægt mosku sjía í Haswan, fimmtíu kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Engan sakaði í sprengingunni sjálfri en þegar vegfarendur þustu að skall sprengja úr sprengjuvörpu nærri mannfjöldanum. Erlent 9.9.2006 10:11
Varð sem lömuð þegar hún reyndi að flýja Tvær og hálf vika eru nú liðnar frá því Natascha Kampusch strauk frá ræningja sínum, Wolfgang Priklopil, eftir átta og hálft ár í nánast algerri einangrun. Viðtölin sem birtust nú í vikunni, bæði í austurríska ríkissjónvarpinu og tveimur austurrískum blöðum, hafa vakið gríðarmikla athygli um heim allan. Erlent 8.9.2006 22:36
Sjálfsmorðssprenging í Kabúl Ökumaður keyrði að bílalest hermanna í íbúðahverfi í Kabúl í gær og sprengdi sjálfan sig í loft upp með þeim afleiðingum að minnst sextán aðrir létu lífið og 29 særðust. Þetta er skæðasta sjálfsmorðsárás í Kabúl síðan talibönum var komið frá völdum árið 2001. Hershöfðingi Breta í Afganistan sagði í gær að átökin í landinu væru orðin ofsafengnari en í Írak. Erlent 8.9.2006 22:36
Birtir skírnarnöfn homma Dagblað í Úganda er byrjað að birta lista með skírnarnöfnum og starfsheitum meintra homma í landinu. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Úganda og Mannréttindavaktin í New York óttast að stjórnvöld sjái sér leik á borði með áframhaldandi birtingu nafna og hrindi herferð gegn hommum í framkvæmd. Nú þegar hafa nöfn 45 manna verið birt. Erlent 8.9.2006 22:36