Erlent Simbabve: 200 stjórnarandstæðingar fangelsaðir Lögreglan í Simbabve handtók meira en 200 meðlimi stjórnarandstöðunnar sem funduðu um pólitísk mál í höfuðborginni Harare í dag. Nelson Chamisa talsmaður stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins sagði CNN að lögreglan hefði brotist inn með því að brjóta niður hurðar og hefði síðan tekið fólkið höndum. Erlent 26.5.2007 19:51 Herinn settur í viðbragðsstöðu Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, setti hersveitir sínar í viðbragðsstöðu í dag og skipaði þeim að halda til höfuðborgarinnar Kænugarðs. Sáttaumleitanir á milli þeirra Viktors Janukovits forsætisráðherra hafa engan árangur borið. Erlent 26.5.2007 18:58 Jabba og Jóda mættu á svæðið Þrjátíu ár eru um þessar myndir frá því að fyrsta Stjörnustríðskvikmyndin var frumsýnd og af því tilefni komu þúsundir aðdáenda myndanna saman í Los Angeles í Bandaríkjunum. Litríkar persónur úr myndunum létu sig ekki vanta á svæðið og geislasverðum var brugðið á loft. Erlent 26.5.2007 19:02 Ísraelar vissu að sex daga stríðið var ólöglegt Háttsettur lögfræðingur sem varaði ríkisstjórn Ísraels við því að það væri ólöglegt að byggja gyðingabyggð á hernumdum svæðum Palestínumanna eftir sex daga stríðið árið 1967, hefur nú í fyrsta sinn komið fram og sagt að hann trúi að hann hafi haft rétt fyrir sér. Theodor Meron var lagalegur ráðgjafi utanríkisráðherra ísraels á þessum tíma. Hann er í dag einn virtasti dómari á alþjóðavísu. Erlent 26.5.2007 16:58 Kínverjar ögra stefnu um eitt barn Það færist í vöxt í Kína að almenningur komist hjá stefnu stjórnvalda um eitt barn á fjölskyldu með frjósemislyfjum. Stefna stjórnvalda er sú að kona geti aðeins fætt einu sinni. Fjölburafæðingum hefur hins vegar fjölgað mjög síðustu ár, sérstaklega þar sem aðgengi að frjósemislyfjum er auðvelt. Erlent 26.5.2007 14:25 Hvölum sprautað á haf út Líffræðingar hjá bandarísku strandgæslunni brugðu í gær á nýstárlegt ráð til að koma tveimur hnúfubökum sem villst höfðu upp í Sacramento-fljót í Kaliforníu aftur út haf. Þeir sprautuðu einfaldlega vatni á hvalina með kröftugum vatnsdælum og við þær aðfarir hröktust þeir frá bátnum og niður með ánni. Erlent 26.5.2007 12:24 Írska stjórnin líklega fallin Allt bendir til að Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, haldi embætti sínu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í landinu í gær. Slæmu fréttirnar fyrir Ahern eru hins vegar þær að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni þurrkaðist nánast út og stjórnin því að líkindum fallin. Erlent 26.5.2007 12:21 Öðrum ráðherra rænt Að minnsta kosti fimm manns hafa fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza-ströndina það sem af er degi. Þá var einum af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar rænt á Vesturbakkanum í morgun. Erlent 26.5.2007 12:15 Herlið sagt á leið til Kænugarðs Sáttafundur Viktors Jústjenskó, forseta Úkraínu og Viktors Janukovits forsætisráðherra Úkraínu í nótt skilaði engum árangri en áframhaldandi fundir hafa verið boðaðir í dag. Í morgun bárust fregnir af því að sá armur hersveitanna sem væri hliðhollur Jústsjenkó væri á leið til höfuðborgarinnar en á tólfta tímanum fullyrti AFP-fréttastofan að liðsflutningarnir hefðu stöðvast. Erlent 26.5.2007 12:11 Fjórir létust í árásum Ísraela á Gasa Fjórir létu lífið og tíu særðust þegar ísraelskar herþotur héldu áfram loftárásum á Gasa í morgun. Ísraelar segja árásirnar svar við ítrekuðum flugskeytaárásum yfir landamærin. Ísraelskar hersveitir réðust einnig inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa. Erlent 26.5.2007 11:09 Skriðuföll í Kína kosta 21 lífið Að minnsta kosti 21 hefur látið lífið í miklum skriðuföllum í vestanverðu Kína undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar hafa geisað á þessum slóðum og því hefur los komist á jarðveg og heilu fjallshlíðarnar farið af stað. Þannig létust tólf manns þegar aurskriða færði þorp í kaf í Sichuan-héraði. Þrjú þúsund húsum skolaði á brott í skriðunni. Erlent 26.5.2007 10:35 Enn ósamið í kjaradeilu SAS Ekki er útlit fyrir að verkfall flugliða hjá Svíþjóðararmi SAS-flugfélagsins leysist um hádegisbilið eins og vonast hafði verið til og því er útlit fyrir að flug þess liggi áfram niðri að minnsta kosti fram á mánudag. Erlent 26.5.2007 10:03 Bandaríkjamenn á móti tillögum gegn gróðurhúsaáhrifum Bandaríkjamenn eru sagðir leggjast algerlega gegn tillögum sem Þjóðverjar ætla að leggja fyrir fund átta helstu iðnríkja heims um aðgerðir í loftslagsmálum. Á skjali, sem leggja á fyrir fundinn í júní, en Grænfriðungar hafa komist yfir og lekið til fjölmiðla, er að finna ályktunardrög þar sem kveðið er á um að iðnríkin setji sér tímaramma til að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 26.5.2007 10:18 Ráðherra tekinn höndum Ísraelskar hersveitir réðust inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum í morgun og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem Ísraelar handtaka palestínskan ráðherra því í fyrradag var menntamálaráðherrann tekinn höndum ásamt tugum háttsettra liðsmanna Hamas. Erlent 26.5.2007 10:01 Rigning á Spáni Mörg hundruð manns hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum á Mið-Spáni þar sem mikið hefur ringt í vikunni. Vegir hafa farið í sundur í flóðum á svæðinu og vatn flætt yfir lestarteina. 400 íbúar í bænum Alcazar de San Juan urðu að flýja en vatnshæð sumstaðar þar hefur náð einum og hálfum metra að sögn yfirvalda. Erlent 25.5.2007 19:10 Forsætisráðherra í þriðja kjörtímabil í röð Allt útlit er fyrir að Berti Ahern verði forsætisráðherra Íralands þriðja kjörtímabilið í röð. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að fylking undir forystu Fianna Fáil, flokks Aherns, hafi fengið tæp 45% atkvæða en bandalag mið og vinstri flokka tæp 37%. Kosið var í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en í byrjun næstu viku. Erlent 25.5.2007 19:03 Hið brjálæðislega bensínverð í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru farnir að venjast hinu brjálæðislega verði sem er á bensíni þar í landi. Lítrinn er farinn að nálgast heilar fimmtíu krónur. Fyrst þegar bensínið byrjaði að hækka voru viðbrögð neytenda harkaleg. Erlent 25.5.2007 16:02 Nauðlenti eftir býflugnabardaga Boeing farþegaþota nauðlenti í Bournemoth Bretlandi í dag eftir að hafa flogið í gegnum mikinn sverm af býflugum. Níutíu farþegar voru um borð í vélinni sem var á leið til Faros í Portúgal. Vélin var frá flugfélaginu Palmair. Erlent 25.5.2007 14:44 Gleymdu því góði Bandaríkin hafa hafnað tilraunum Þjóðverja til þess að fá átta helstu iðnríki heims til þess að fallast á að draga verulega úr úblæstri kolefna. Bandaríkjamenn gera þetta með nokkru offorsi. Þjóðverjar ætluðu að leggja fram tillögur þess efnis á ráðstefnu iðnríkjanna sem hefst í Þýskalandi 6 júní næstkomandi. Erlent 25.5.2007 14:09 Aung San áfram í fangelsi Herforingjastjórnin í Myanmar hefur framlengt stofufangelsi yfir andófskonunni Aung San Suu Kyi í eitt ár. Aung San er þekktasti pólitíski fangi Myanmars, sem áður hét Burma. Hún hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels og flokkur hennar vann yfirburðasigur í kosningum árið 1990. Herforingjastjórnin neitaði að viðurkenna úrslitin og sat sem fastast. Erlent 25.5.2007 13:51 Verkfall á Nyhedsavisen Blaðamenn á Nyhedsavisen í Danmörku lögðu í dag niður vinnu vegna brottrekstrar átta samstarfsmanna. Það sem helst fer fyrir brjóstið á blaðamönnunum er að útgefendurnir lögðu þagnarskyldu á trúnaðarmenn starfsmanna og neituðu að tjá sig eða semja um uppsagnirnar. Erlent 25.5.2007 11:01 Þungir dómar fyrir Kóka Kóla stuld Þrír fyrrverandi starfsmenn Kóka Kóla verksmiðjanna hafa verið dæmdir í háar fjársektir og til langrar fangelsisvistar fyrir að reyna að selja Pepsí verksmiðjunum uppskriftina af kókinu. Pepsí lét keppinautinn vita af tilboðinu og var alríkislögreglan þá kölluð til. Erlent 25.5.2007 10:55 Lögreglustjórinn rændur Bíræfinn vasaþjófur stal veski lögreglustjórans í Osló síðastliðinn mánudag. Lögreglustjórinn var þá á leið tilm útlanda og var í flugvallarlestinni ásamt eiginkonu sinni. Anstein Gjengedal grunar hóp af fólki sem var um borð í lestinni og virtist vera með farangur út um allt. Erlent 25.5.2007 10:12 Sameiginleg sjálfsmorðstilraun Tvær franskar unglingsstúlkur liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi á Korsíku eftir að hafa stokkið út um glugga á heimilum sínum. Stúlkurnar heita Florence og Christina og eru 14 og 15 ára að aldri. Þær stukku nær samtímis út um gluggana, önnur á annari hæð en hin á þriðju. Erlent 25.5.2007 09:52 N-Kórea skaut eldflaugum á Japanshaf Norður-Kóreumenn skutu allmörgum skammdrægum eldflaugum út á Japanshaf í morgun. Japanska Kyodo fréttastofan hefur þetta eftir bandarískum og japönskum embættismönnum. Japönum er mjög illa við eldflaugatilraunir norðanmanna. Enda er Japan það skotmark sem næst er Norður-Kóreu, að Suður-Kóreu frátaldri. Erlent 25.5.2007 09:43 Fær ekki að vita af andláti föður síns Forráðamenn áströlsku útgáfu sjónvarpsþáttarins Big Brother sæta mikilli gagnrýni eftir að þeir ákváðu að segja ekki keppanda í þættinum að faðir hennar sé látinn. Keppendur í þættinum eru lokaðir inni í húsi í ákveðinn tíma og mega engin samskipti hafa við umheiminn á meðan dvöl þeirra í húsinu stendur. Erlent 25.5.2007 07:28 Abbas krefst vopnahlés Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur krafist þess að herskáir Palestínumenn hætti eldflaugaárásum sínum á Ísrael. Því hafa þeir neitað. Þá fordæmdi Abbas hefndarloftárásir Ísraela en í gærkvöldi gerðu þeir árás nálægt heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu og eins helsta leiðtoga Hamas samtakanna. Erlent 25.5.2007 07:10 Fimmti dagur átaka hefst í Líbanon Enn er barist í flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í útjaðri Trípóli í Líbanon. Hávær skothríð heyrist ennþá koma frá þeim. Þúsundir hafa flúið ástandið og sest að í nærliggjandi búðum. Erfitt hefur verið að koma neyðaraðstoð til þeirra sem á henni þurfa að halda vegna skothríðar. Erlent 25.5.2007 07:09 Bandaríska þingið samþykkir aukafjárveitingu Báðar deildir bandaríska þingsins samþykktu í nótt aukafjárveitingu til hersins án þess að tengja hana við heimkvaðningu hermanna frá Írak. Erlent 25.5.2007 06:55 Bruni í Björgvin Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði. Erlent 24.5.2007 18:02 « ‹ 103 104 105 106 107 108 109 110 111 … 334 ›
Simbabve: 200 stjórnarandstæðingar fangelsaðir Lögreglan í Simbabve handtók meira en 200 meðlimi stjórnarandstöðunnar sem funduðu um pólitísk mál í höfuðborginni Harare í dag. Nelson Chamisa talsmaður stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins sagði CNN að lögreglan hefði brotist inn með því að brjóta niður hurðar og hefði síðan tekið fólkið höndum. Erlent 26.5.2007 19:51
Herinn settur í viðbragðsstöðu Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, setti hersveitir sínar í viðbragðsstöðu í dag og skipaði þeim að halda til höfuðborgarinnar Kænugarðs. Sáttaumleitanir á milli þeirra Viktors Janukovits forsætisráðherra hafa engan árangur borið. Erlent 26.5.2007 18:58
Jabba og Jóda mættu á svæðið Þrjátíu ár eru um þessar myndir frá því að fyrsta Stjörnustríðskvikmyndin var frumsýnd og af því tilefni komu þúsundir aðdáenda myndanna saman í Los Angeles í Bandaríkjunum. Litríkar persónur úr myndunum létu sig ekki vanta á svæðið og geislasverðum var brugðið á loft. Erlent 26.5.2007 19:02
Ísraelar vissu að sex daga stríðið var ólöglegt Háttsettur lögfræðingur sem varaði ríkisstjórn Ísraels við því að það væri ólöglegt að byggja gyðingabyggð á hernumdum svæðum Palestínumanna eftir sex daga stríðið árið 1967, hefur nú í fyrsta sinn komið fram og sagt að hann trúi að hann hafi haft rétt fyrir sér. Theodor Meron var lagalegur ráðgjafi utanríkisráðherra ísraels á þessum tíma. Hann er í dag einn virtasti dómari á alþjóðavísu. Erlent 26.5.2007 16:58
Kínverjar ögra stefnu um eitt barn Það færist í vöxt í Kína að almenningur komist hjá stefnu stjórnvalda um eitt barn á fjölskyldu með frjósemislyfjum. Stefna stjórnvalda er sú að kona geti aðeins fætt einu sinni. Fjölburafæðingum hefur hins vegar fjölgað mjög síðustu ár, sérstaklega þar sem aðgengi að frjósemislyfjum er auðvelt. Erlent 26.5.2007 14:25
Hvölum sprautað á haf út Líffræðingar hjá bandarísku strandgæslunni brugðu í gær á nýstárlegt ráð til að koma tveimur hnúfubökum sem villst höfðu upp í Sacramento-fljót í Kaliforníu aftur út haf. Þeir sprautuðu einfaldlega vatni á hvalina með kröftugum vatnsdælum og við þær aðfarir hröktust þeir frá bátnum og niður með ánni. Erlent 26.5.2007 12:24
Írska stjórnin líklega fallin Allt bendir til að Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, haldi embætti sínu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í landinu í gær. Slæmu fréttirnar fyrir Ahern eru hins vegar þær að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni þurrkaðist nánast út og stjórnin því að líkindum fallin. Erlent 26.5.2007 12:21
Öðrum ráðherra rænt Að minnsta kosti fimm manns hafa fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza-ströndina það sem af er degi. Þá var einum af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar rænt á Vesturbakkanum í morgun. Erlent 26.5.2007 12:15
Herlið sagt á leið til Kænugarðs Sáttafundur Viktors Jústjenskó, forseta Úkraínu og Viktors Janukovits forsætisráðherra Úkraínu í nótt skilaði engum árangri en áframhaldandi fundir hafa verið boðaðir í dag. Í morgun bárust fregnir af því að sá armur hersveitanna sem væri hliðhollur Jústsjenkó væri á leið til höfuðborgarinnar en á tólfta tímanum fullyrti AFP-fréttastofan að liðsflutningarnir hefðu stöðvast. Erlent 26.5.2007 12:11
Fjórir létust í árásum Ísraela á Gasa Fjórir létu lífið og tíu særðust þegar ísraelskar herþotur héldu áfram loftárásum á Gasa í morgun. Ísraelar segja árásirnar svar við ítrekuðum flugskeytaárásum yfir landamærin. Ísraelskar hersveitir réðust einnig inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa. Erlent 26.5.2007 11:09
Skriðuföll í Kína kosta 21 lífið Að minnsta kosti 21 hefur látið lífið í miklum skriðuföllum í vestanverðu Kína undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar hafa geisað á þessum slóðum og því hefur los komist á jarðveg og heilu fjallshlíðarnar farið af stað. Þannig létust tólf manns þegar aurskriða færði þorp í kaf í Sichuan-héraði. Þrjú þúsund húsum skolaði á brott í skriðunni. Erlent 26.5.2007 10:35
Enn ósamið í kjaradeilu SAS Ekki er útlit fyrir að verkfall flugliða hjá Svíþjóðararmi SAS-flugfélagsins leysist um hádegisbilið eins og vonast hafði verið til og því er útlit fyrir að flug þess liggi áfram niðri að minnsta kosti fram á mánudag. Erlent 26.5.2007 10:03
Bandaríkjamenn á móti tillögum gegn gróðurhúsaáhrifum Bandaríkjamenn eru sagðir leggjast algerlega gegn tillögum sem Þjóðverjar ætla að leggja fyrir fund átta helstu iðnríkja heims um aðgerðir í loftslagsmálum. Á skjali, sem leggja á fyrir fundinn í júní, en Grænfriðungar hafa komist yfir og lekið til fjölmiðla, er að finna ályktunardrög þar sem kveðið er á um að iðnríkin setji sér tímaramma til að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 26.5.2007 10:18
Ráðherra tekinn höndum Ísraelskar hersveitir réðust inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum í morgun og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem Ísraelar handtaka palestínskan ráðherra því í fyrradag var menntamálaráðherrann tekinn höndum ásamt tugum háttsettra liðsmanna Hamas. Erlent 26.5.2007 10:01
Rigning á Spáni Mörg hundruð manns hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum á Mið-Spáni þar sem mikið hefur ringt í vikunni. Vegir hafa farið í sundur í flóðum á svæðinu og vatn flætt yfir lestarteina. 400 íbúar í bænum Alcazar de San Juan urðu að flýja en vatnshæð sumstaðar þar hefur náð einum og hálfum metra að sögn yfirvalda. Erlent 25.5.2007 19:10
Forsætisráðherra í þriðja kjörtímabil í röð Allt útlit er fyrir að Berti Ahern verði forsætisráðherra Íralands þriðja kjörtímabilið í röð. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að fylking undir forystu Fianna Fáil, flokks Aherns, hafi fengið tæp 45% atkvæða en bandalag mið og vinstri flokka tæp 37%. Kosið var í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en í byrjun næstu viku. Erlent 25.5.2007 19:03
Hið brjálæðislega bensínverð í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru farnir að venjast hinu brjálæðislega verði sem er á bensíni þar í landi. Lítrinn er farinn að nálgast heilar fimmtíu krónur. Fyrst þegar bensínið byrjaði að hækka voru viðbrögð neytenda harkaleg. Erlent 25.5.2007 16:02
Nauðlenti eftir býflugnabardaga Boeing farþegaþota nauðlenti í Bournemoth Bretlandi í dag eftir að hafa flogið í gegnum mikinn sverm af býflugum. Níutíu farþegar voru um borð í vélinni sem var á leið til Faros í Portúgal. Vélin var frá flugfélaginu Palmair. Erlent 25.5.2007 14:44
Gleymdu því góði Bandaríkin hafa hafnað tilraunum Þjóðverja til þess að fá átta helstu iðnríki heims til þess að fallast á að draga verulega úr úblæstri kolefna. Bandaríkjamenn gera þetta með nokkru offorsi. Þjóðverjar ætluðu að leggja fram tillögur þess efnis á ráðstefnu iðnríkjanna sem hefst í Þýskalandi 6 júní næstkomandi. Erlent 25.5.2007 14:09
Aung San áfram í fangelsi Herforingjastjórnin í Myanmar hefur framlengt stofufangelsi yfir andófskonunni Aung San Suu Kyi í eitt ár. Aung San er þekktasti pólitíski fangi Myanmars, sem áður hét Burma. Hún hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels og flokkur hennar vann yfirburðasigur í kosningum árið 1990. Herforingjastjórnin neitaði að viðurkenna úrslitin og sat sem fastast. Erlent 25.5.2007 13:51
Verkfall á Nyhedsavisen Blaðamenn á Nyhedsavisen í Danmörku lögðu í dag niður vinnu vegna brottrekstrar átta samstarfsmanna. Það sem helst fer fyrir brjóstið á blaðamönnunum er að útgefendurnir lögðu þagnarskyldu á trúnaðarmenn starfsmanna og neituðu að tjá sig eða semja um uppsagnirnar. Erlent 25.5.2007 11:01
Þungir dómar fyrir Kóka Kóla stuld Þrír fyrrverandi starfsmenn Kóka Kóla verksmiðjanna hafa verið dæmdir í háar fjársektir og til langrar fangelsisvistar fyrir að reyna að selja Pepsí verksmiðjunum uppskriftina af kókinu. Pepsí lét keppinautinn vita af tilboðinu og var alríkislögreglan þá kölluð til. Erlent 25.5.2007 10:55
Lögreglustjórinn rændur Bíræfinn vasaþjófur stal veski lögreglustjórans í Osló síðastliðinn mánudag. Lögreglustjórinn var þá á leið tilm útlanda og var í flugvallarlestinni ásamt eiginkonu sinni. Anstein Gjengedal grunar hóp af fólki sem var um borð í lestinni og virtist vera með farangur út um allt. Erlent 25.5.2007 10:12
Sameiginleg sjálfsmorðstilraun Tvær franskar unglingsstúlkur liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi á Korsíku eftir að hafa stokkið út um glugga á heimilum sínum. Stúlkurnar heita Florence og Christina og eru 14 og 15 ára að aldri. Þær stukku nær samtímis út um gluggana, önnur á annari hæð en hin á þriðju. Erlent 25.5.2007 09:52
N-Kórea skaut eldflaugum á Japanshaf Norður-Kóreumenn skutu allmörgum skammdrægum eldflaugum út á Japanshaf í morgun. Japanska Kyodo fréttastofan hefur þetta eftir bandarískum og japönskum embættismönnum. Japönum er mjög illa við eldflaugatilraunir norðanmanna. Enda er Japan það skotmark sem næst er Norður-Kóreu, að Suður-Kóreu frátaldri. Erlent 25.5.2007 09:43
Fær ekki að vita af andláti föður síns Forráðamenn áströlsku útgáfu sjónvarpsþáttarins Big Brother sæta mikilli gagnrýni eftir að þeir ákváðu að segja ekki keppanda í þættinum að faðir hennar sé látinn. Keppendur í þættinum eru lokaðir inni í húsi í ákveðinn tíma og mega engin samskipti hafa við umheiminn á meðan dvöl þeirra í húsinu stendur. Erlent 25.5.2007 07:28
Abbas krefst vopnahlés Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur krafist þess að herskáir Palestínumenn hætti eldflaugaárásum sínum á Ísrael. Því hafa þeir neitað. Þá fordæmdi Abbas hefndarloftárásir Ísraela en í gærkvöldi gerðu þeir árás nálægt heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu og eins helsta leiðtoga Hamas samtakanna. Erlent 25.5.2007 07:10
Fimmti dagur átaka hefst í Líbanon Enn er barist í flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í útjaðri Trípóli í Líbanon. Hávær skothríð heyrist ennþá koma frá þeim. Þúsundir hafa flúið ástandið og sest að í nærliggjandi búðum. Erfitt hefur verið að koma neyðaraðstoð til þeirra sem á henni þurfa að halda vegna skothríðar. Erlent 25.5.2007 07:09
Bandaríska þingið samþykkir aukafjárveitingu Báðar deildir bandaríska þingsins samþykktu í nótt aukafjárveitingu til hersins án þess að tengja hana við heimkvaðningu hermanna frá Írak. Erlent 25.5.2007 06:55
Bruni í Björgvin Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði. Erlent 24.5.2007 18:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent