Íþróttir

Fréttamynd

Nýtt heimsmet í spjótkasti kvenna

Eitt heimsmet féll á síðasta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Helsinki í Finnlandi í gær. Osleidys Mendez frá Kúbu kastaði spjótinu 71,70 metra og bætti eigið heimsmet um 16 sentímetra. Bandaríkjamenn unnu flest verðlaun á mótinu, 25, þar af 14 gullverðlaun.

Sport
Fréttamynd

Clijsters sigraði í Los Angeles

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters sigraði Danielu Hantuchovu frá Slóvakíu 6-4 og 6-1 í úrslitum á tennismóti í Los Angeles í gærkvöldi. Clijsters hefur spilað 32 leiki á mótum í Bandaríkjunum og unnið 31 þeirra. Síðast tapaði hún fyrir löndu sinni Justine Henin Hardenne í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu 2003.

Sport
Fréttamynd

Arnar meistari í níunda sinn

Arnar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópavogs, varð um helgina Íslandsmeistari í tennis í níunda sinn í röð þegar hann sigraði Raj Bonifacius, Víkingi, í úrslitum í tveimur settum. Iris Staub sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum í einliðaleik kvenna í tveimur settum. Þær Íris og Sigurlaug eru báðar í Tennisfélagi Kópavogs.

Sport
Fréttamynd

Sparkassen Cup

Íslenskir handknattleiksmenn hafa komið mikið við sögu á Sparkassen Cup í Þýskalandi. Lemgo sigraði Dusseldorf í undanúrslitum, 36 - 25 en Markús Máni Micaelson skoraði 4. mörk fyrir Dusseldorf í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Íris Staub Íslandsmeistari

Íris Staub vann í gær Íslandsmeistaratitilinn í tennis þegar hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í tveimur settum, 6 - 0 , og 6 - 0. Arnar Sigurðsson og Raj Bonifacius mætast í úrslitum í karlaflokki í dag.

Sport
Fréttamynd

Valur burstaði Parnú

Íslandsmeistarar Vals í kvennaknattspyrnu unnu öruggan 8 - 1 sigur á eistneska liðinu Parnú í lokaleiknum í undanriðli Evrópubikarkeppninnar í Finnlandi. Dóra María Lárusdóttir skoraði þrennu og þær Laufey Óalfsdóttir , Guðný Óðinsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir eitt mark hver. Valur vann alla leiki sína í Finnlandi og lauk keppni með níu stig.

Sport
Fréttamynd

Enn eitt heimsmet Isinbayevu

Rússneska stúlkan Yelena Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið í stangarstökki þegar hún sigraði á heimsmeistaramótinu í frjálsum - íþróttum í Helsinki í gær. Isinbayeva stökk 5.01 metra og bætti eigið heimsmet sem hún setti fyrir þremur vikum um einn sentimetra. Þetta er 18. heimsmetið sem Isinbayeva setur.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan vann landslið Katar

Stjarnan úr Garðabæ vann landslið Katar 28 - 23 á Sparkassen Cup í Þýskalandi í gær. David Kekelia var markahæstur í liði Stjörnunnar með 6. mörk.

Sport
Fréttamynd

Sbrle og Dvorak í vondum málum

Finnska dagblaðið Helsingin Sanomat gerinir frá því í dag, að tékknesku tugþrautarmennirnir Roman Sebrle og Thomas Dvorak séu grunaðir um brot á lyfjalögum á heimsmeistaramótinu í Helsinki, þar sem þeir hafi verið sprautaðir með þrúgusykursupplausn fyrir l1.500 metra hlaupið lokagreinina í þrautinni. Málið er sagt í athugun hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu.

Sport
Fréttamynd

U21 landsliðið

Nú um helgina fer U-21 árs landslið pilta til Ungverjalands til að taka þátt í Heimsmeistaramótinu í handbolta en það fer fram daganna 15-28. ágúst.

Sport
Fréttamynd

Búið að velja skíðalandsliðið

Skíðasamband Íslands hefur tilkynnt um val á landsliðinu. Í alpagreinalandsliðinu eru Dalvíkingarnir Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Valsson, Ólafsfirðingurinn Kristján Uni Óskarsson, Víkingurinn Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, Akureyringurinn Dagný Linda Kristjánsdóttir og Sindri Már Pálsson úr skíðadeild Breiðabliks.

Sport
Fréttamynd

Allt stopp í Helsinki

Vegna gífurlegs úrhellis í Helsinki í Finnlandi hefur ekki verið hægt að hefja keppni á HM í frjálsum íþróttum nú síðdegis. Keppni hefst um leið og veðrinu slotar.

Sport
Fréttamynd

Jólaboð hjá Shaq og Kobe

Vinirnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant mætast annað árið í röð á jóladag. Í fyrra áttust þeir við í Staples Center heimavelli Kobe og Los Angeles Lakkers en í ár fer leikurinn fram í American Airlines höllinni, heimavelli Shaqs og félaga í Miami Heat. Síðast hafði Shaq betur en Kobe er eflaust staðráðinn í að ná fram hefndum.

Sport
Fréttamynd

Vésteinn til Svíþjóðar

Vésteinn Hafsteinsson frjáls - íþróttaþjálfari sem þjálfað hefur landslið Dana í kastgreinum hefur sagt starfi sínu lausu og hefur ákveðið að starfa í Helsingborg í Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Högmo til Rosenborgar

Per Matthías Högmo fyrrum þjálfari Tromsö var í dag ráðinn þjálfari Rosenborgar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann stjórnar liðinu í sínum fyrsta leik gegn Steaua gegn Búkarest í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistarmótið í frjálsum

Justin Gatlin frá Bandaríkjum sigraði í 100 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Helsinki í gærkvöld. Hann kom í mark á 9.88 sekúndum. Virgílíus Alekna frá Litháen varði titil sinn í kringlukasti þegar hann kastaði 70.17 metra og setti meistaramótsmet.

Sport
Fréttamynd

Þrír heimsmeistaratitlar

Jóhann R. Skúlason krækti í þriðja heimsmeistaratitil sinn í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Íslendingar hömpuðu þremur heimsmeistaratitlum á mótinu: í tölti, fjórgangi og fimmgangi.

Sport
Fréttamynd

Nelson heimsmeistari í kúluvarpi

Bandaríkjamaðurinn Adam Nelson varð í gær heimsmeistari í kúluvarpi þegar hann kastaði 21,73 metra í Helsinki. Elegayehu Dibaba frá Eþíópíu sigraði í 10 þúsund metra hlaupi en eldri systir hennar varð í þriðja sæsti. Jefferson Perez frá Ekvador sigraði í 20 kílómetra göngu karla. Í morgun sigraði síðan Olimpiada Ivanova frá Rússlandi í 20 kílómetra göngu kvenna á nýju heimsmeti, gekk vegalengdina á einni klukkustund, 25 mínútum og 41 sekúndu.

Sport
Fréttamynd

Grönholm sigraði í Finnlandsralli

Finninn Markus Grönholm sigraði í Finnlandsrallinu sem lauk í morgun. Grönholm varð einni mínútu og 6 sekúndum á undan Frakkanum Sebastian Loeb. Grönholm kom þar með í veg fyrir að Loeb næði að sigra sjö sinnum í röð. Marrko Martin frá Eistlandi varð þriðji og Norðmaðurinn Petter Solberg fjórði. Sigur Grönholms í dag var fimmti sigur hans í Finnlandsrallinu.

Sport
Fréttamynd

HM í frjálsum hafið í Helsinki

Tíunda heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í Helsinki í morgun. Fjölmargir kunnir frjálsíþróttakappar missa af mótinu vegna meiðsla en 32 ólympíumeistarar eru skráðir til keppni. Þrefaldur heimsmeistari í kúluvarpi, Bandaríkjamaðurinn John Godina, komst ekki í úrslit í kúlunni, kastaði aðeins 19,54 metra og varð áttundi í sínum riðli.

Sport
Fréttamynd

Grönholm með forystu á heimavelli

Finnski ökuþórinn Markus Grönholm á Peugeot hefur forystu í Finnlandsrallinu þegar 14 sérleiðir eru búnar. Grönholm er 21,6 sekúndum á undan Frakkanum Sebastian Loeb og mínútu á undan Eistanum Marrko Martin.

Sport
Fréttamynd

Fundu stera hjá þjálfara

Finnska lögreglan fann umtalsvert magn af sterum og öðrum ólöglegum lyfjum hjá finnska kringlukastsþjálfaranum Kari Mattila. Það er ólöglegt í Finnlandi að geyma þess konar lyf. Mattila var þjálfari finnska kringlukastarans Timo Tompuri þar til í okóber í fyrra. Talsmaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins segir að Mattila eigi yfir höfði sér bann.

Sport
Fréttamynd

Start með fjögurra stiga forystu

Start hefur fjögurra stiga forystu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins en Start og Lyn skildu jöfn, 1-1. Jóhannes Harðarson var í liði Start en var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleik vegna meiðsla. Stefán Gíslason lék allan leikinn með Lyn.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Írum í U17

Íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði í gær fyrir Írum, 2-0, á Norðurlandamótinu sem fram fer hér á landi. Íslendingar eru neðstir í A-riðli.

Sport
Fréttamynd

Valur - Fylkir í kvöld

Í kvöld mætast Valur og Fylkir í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þá ræðst það hvort liðið mætir Fram í úrslitum. Valsmenn hafa í tvígang unnið Fylki í Landsbankadeildinni en Fylkismenn eru sýnd veiði en ekki gefin.

Sport
Fréttamynd

Stefán á skotskónum

Stefán Þórðarson var á skotskónum þegar Norrköping sigraði Aseryska í framlengdum leik og vítaspyrnukeppni í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Staðan að lokinni framlengingu var 2-2.

Sport
Fréttamynd

Blak: Nýr framkvæmdastjóri ráðinn

Blaksamband Íslands réð í dag nýjan framkvæmdarstjóra, Sævar Má Guðmundsson. Sævar sem hefur verið dómari í blakinu hefur áður leikið með KA og Þrótti. Sævar hóf störf formlega 1. ágúst sl. og tekur við starfinu af Páli Leó Jónssyni. Hann er 26 ára að aldri.

Sport
Fréttamynd

Ísland sigraði Pólverja í körfunni

Íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik sigraði Pólverja, 68-66, í milliriðli Evrópukeppninnar á Spáni í gær. Í dag mæta Íslendingar Slóvenum um hvort liðið heldur sæti sínu í A-riðli Evrópukeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Valencia komið áfram

Roda frá Hollandi og Valencia gerðu markalaust jafntefli í Intertoto keppninni í gær en Valencia vann samanlagt 4-0.

Sport