Íþróttir Bayern í úrslitin Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði smálið St.Pauli 3-0 í undanúrslitunum. Owen Hargreaves kom Bayern yfir á 15. mínútu leiksins og það var svo Claudio Pizarro sem innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútum undir lok leiksins. Bayern mætir Frankfurt í úrslitaleik keppninnar um mánaðarmótin. Sport 12.4.2006 21:19 Middlesbrough í undanúrslitin Middlesbrough tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska bikarsins þegar liðið lagði Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton 4-2 í skemmtilegum leik á Riverside. Hasselbaink, Viduka, Rochemback og Morrison skoruðu mörk Boro í kvöld, en Hughes skoraði fyrir Charlton en hitt markið var sjálfsmark hjá Gareth Southgate. Boro mætir West Ham í undanúrslitunum. Sport 12.4.2006 21:10 Arsenal tapaði dýrmætum stigum Arsenal tapaði í kvöld tveimur gríðarlega mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið náði aðeins jafntefli 1-1 á útivelli við baráttuglaða Portsmouth-menn á Fratton Park. Portsmouth nældi sér hinsvegar í dýrmætt stig í botnbaráttuni. Thierry Henry skoraði fyrir Arsenal á 37. mínútu, en Lua-Lua jafnaði fyrir heimamenn á 66. mínútu. Sport 12.4.2006 21:03 Hlutur stjórnarinnar má ekki gleymast Fyrrum fyrirliði Tottenham, Gary Mabbutt, segir að menn eigi það til að gleyma hlut stjórnar félagsins þegar rætt er um gott gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur, en liðið er í ágætri stöðu til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. Sport 12.4.2006 20:45 Boro yfir gegn Charlton Middlesbrough hefur yfir 2-1 gegn Charlton í leik liðanna á Riverside um sæti í undanúrslitum enska bikarsins. Fabio Rochemback kom heimamönnum yfir á 10. mínútu en Bryan Hughes jafnaði fyrir Charlton aðeins rúmum tveimur mínútum síðar. Það var svo James Morrison sem kom Boro aftur yfir á 26. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Portsmouth á útivelli í úrvalsdeildinni. Sport 12.4.2006 20:07 Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Hollendingum í æfingaleik þjóðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. Heimamenn komust yfir 1-0 eftir hálftíma leik, en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Sigurmark hollenska liðsins kom svo á 58. mínútu. Sport 12.4.2006 20:01 Hefur mikinn áhuga á John Hartson Milan Mandaric hefur mikinn áhuga á að fá framherjann John Hartson til Portsmouth í sumar, en Hartson fer væntanlega frá skosku meistununum að tímabilinu loknu. Sport 12.4.2006 14:20 Andre Miller rausnarlegur við háskólann sinn Bakvörðurinn Andre Miller hjá Denver Nuggets er ekki búinn að gleyma því hvað háskólaganga hans í Utah reyndist honum vel á sínum tíma og í gær gaf Miller hvorki meira né minna en 500.000 dollara eða 38 milljónir króna til gamla skólans síns. Peningana á meðal annars að nota til að byggja upp íþróttaaðstöðuna við skólann. Sport 12.4.2006 13:32 Rangers sleppur vel Knattspyrnufélagið Glasgow Rangers sleppur með aðeins 9.000 punda sekt eftir ólæti stuðningsmanna félagsins fyrir síðari leikinn gegn Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmenn skoska liðsins köstuðu grjóti í liðsrútu spænska liðsins og voru sakaðir um kynþáttafordóma í garð leikmanna Villareal. Þeir voru hinsvegar sýknaðir af þeim ákærum þar sem ekki fundust nægilegar sannanir fyrir þeim. Sport 12.4.2006 18:36 HBO ætlar að gera Hatton að stórstjörnu Ameríski kapalsjónvarpsrisinn HBO hefur lofað breska hnefaleikaranum Ricky Hatton að gera hann að stórstjörnu í Bandaríkjunum. Hatton hefur lengi dreymt um frægð og frama í Bandaríkjunum og nú hefur HBO lofað honum að gera hann jafn stóran þar í landi og hann er í heimalandinu. Hann berst við Luis Collazo í Bandaríkjunum þann 13. maí. Sport 12.4.2006 08:57 Þjálfarinn rekinn Íslendingalið Stoke City hefur sagt upp samningi hollenska þjálfarans Jan de Koning eftir að hann og knattspyrnustjórinn Johan Boskamp tóku enn eina rimmuna. Þeim félögum hefur komið afar illa saman á síðustu misserum og því hefur félagið afráðið að láta Koning víkja. Hann segist þó alls ekki eiga sökina á deilunum, en hefur óskað félaginu alls hins besta í framtíðinni og er horfinn á braut. Sport 12.4.2006 18:08 Stórsýningin "Þeir allra sterkustu" Nú er verið að leggja síðustu hönd á dagskrá og undirbúning stórsýningarinnar " Þeir allra sterkustu". Aðgöngumiða er verið að selja í versluninni Líflandi og einnig verður selt við innganginn í skautahöllinni á laugardag en húsið opnar kl. 19:00. Sport 12.4.2006 17:45 Fær 100 þúsund pund í skaðabætur Knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney og unnusta hans höfðu í dag betur í málssókn á hendur bresku blöðunum The Sun og News of the World fyrir að birta fréttir af því að Rooney hafi lagt hendur á unnustu sína á næturklúbbi fyrir um ári síðan. Útgáfunni var gert að greiða Rooney 100.000 pund í skaðabætur, en framherjinn ungi ákvað að láta hverja einustu krónu renna til góðgerðarmála. Sport 12.4.2006 16:48 Stórleikur Detroit og Cleveland í beinni Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu úr NBA körfuboltanum á Sýn í kvöld þar sem efsta lið deildarinnar Detroit Pistons tekur á móti LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir að sigur í kvöld þýðir að Detroit setur félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili, en sigur fer líka mjög langt með að tryggja liðinu heimavallarréttin alla leið í úrslitakeppninni sem hefst fljótlega. Sport 12.4.2006 06:29 Maradona er besti knattspyrnumaður allra tíma Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona sem sló í gegn með Manchester United á sínum tíma, segir að Diego Maradona sé bestir knattspyrnumaður allra tíma - betri en sjálfur Pele. Sport 12.4.2006 08:46 Gert að hvíla í þrjá mánuði Austurríska bakverðinum Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough hefur verið sagt að taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun í þrjá mánuði eftir að hann lenti í ljótu samstuði í leik í Evrópukeppninni á dögunum þar sem hann nefbrotnaði og brákaði kinnbein. Læknar hafa ráðlagt honum að hvíla í þennan tíma, ella geti hann átt á hættu að missa sjónina. Sport 12.4.2006 15:33 Middlesbrough - Charlton í beinni á Sýn Síðari leikur Middlesbrough og Charlton í átta liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni á The Valley, en í kvöld verður leikið til þrautar og sigurvegarinn mætir liði West Ham í undanúrslitum keppninnar á Villa Park þann 23. apríl. Sport 12.4.2006 06:24 Vill Campbell í landsliðið Arsene Wenger segir að þó hann hafi um nóg annað að hugsa en enska landsliðið, voni hann sannarlega að varnarmaðurinn Sol Campbell komist í hópinn og spili með Englendingum á HM. Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hefur þegar lofað Campbell sæti í hópnum ef hann nær að vinna sér sæti í byrjunarliði Arsene Wenger áður en leiktíðinni lýkur á Englandi og nú er útlit fyrir að Campbell verði í byrjunarliðinu þegar Arsenal mætir Portsmouth á Fratton Park í kvöld. Sport 12.4.2006 06:43 Espanyol - Zaragoza í beinni á Sýn Extra Úrslitaleikurinn í spænska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 18:30 í kvöld, en það verður viðureign Real Zaragoza og Espanyol. Leikurinn verður svo sýndur á Sýn um leið og bikarleik Middlesbrough og Charlton lýkur. Þjálfarar liðanna eru litlir vinir og hafa sent hvor öðrum sterk skot í fjölmiðlum undanfarna daga. Sport 12.4.2006 12:33 Bygging nýja vallarins staðfest Borgaryfirvöld í Liverpool hafa nú staðfest á ný upphafleg áform knattspyrnufélagsins Liverpool um byggingu á nýjum leikvangi á Stanley Park sem er í næsta nágrenni Anfield, núverandi völl félagsins. Nýja mannvirkið mun taka um 60.000 manns í sæti og reiknað er með að það muni kosta um 160 milljónir punda. Unnið er að því að fjármagna byggingu vallarins sem á að vera lokið innan fjögurra ára. Sport 12.4.2006 06:57 Býr sig undir að Curbishley hætti Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að félagið neyðist til að taka mið af því í sumar að Alan Curbishley knattspyrnustjóri verði ráðinn landsliðsþjálfari Englands og láti af störfum hjá Charlton, þar sem hann hefur starfað í hvorki meira né minna en 15 ár. Sport 12.4.2006 11:28 Jörundur tilkynnir byrjunarliðið Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Hollendingum ytra klukkan 18:00 í kvöld. Hollenska liðið er mjög svipað að styrkleika og það íslenska og því má búast við jöfnum og skemmtilegum leik í kvöld. Sport 12.4.2006 13:10 Slökkvilið kallað út vegna bruna á Old Trafford Slökkviliðið í Manchester var í dag kallað á heimavöll knattspyrnuliðsins Manchester United þar sem eldur hafði kviknað í norð-austurhluta stúkunnar. Vel gekk að slökkva eldinn og var málið úr sögunni á 40 mínútum. Eldurinn kom upp þar sem verkamenn höfðu unnið að endurbótum í stúkunni en ekki hefur verið greint frá því hvernig stóð á því að eldurinn kom upp. Sport 12.4.2006 13:05 Bjartsýnn á að Keane verði áfram Gordon Strachan, stjóri Glasgow Celtic, segist bjartsýnn á að miðjumaðurinn Roy Keane spili með liðinu á næstu leiktíð í stað þess að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Sport 12.4.2006 12:54 Við höfum þaggað niður í gagnrýnendum okkar Sir Alex Ferguson er í skýjunum yfir árangri Manchester United á síðustu misserum og segir að gengi liðsins síðan það vann deildarbikarinn á dögunum hafi sannarlega nægt til að þagga niður í gagnrýnisröddunum sem gengu svo langt að vilja reka Ferguson á sínum tíma. Sport 12.4.2006 08:08 Chelsea-leikmenn í meirihluta Sex knattspyrnumenn hafa nú verið tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins á Englandi af samtökum atvinnuknattspyrnumanna þar í landi, en þrír af leikmönnunum sex leika með Englandsmeisturum Chelsea. Þetta eru þeir Frank Lampard, Joe Cole og handhafi verðlaunanna, John Terry. Þá eru Wayne Rooney hjá Manchester United og Steven Gerrard hjá Liverpool einnig tilnefndir og Thierry Henry hjá Arsenal er eini útlendingurinn á listanum. Sport 12.4.2006 12:09 Áfall ef McClaren fer frá Middlesbrough Colin Cooper, fyrrum leikmaður Middlesbrough segir að það yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið ef Steve McClaren verður ráðinn til að taka við enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson, en reiknar fastlega með því að forráðamenn Boro séu með varaáætlun ef af því verður. Sport 12.4.2006 11:16 Meistaradeild VÍS staðan eftir fimm greinar af átta Með góðum sigri í Gæðingafiminni á hestagullinu Ormi frá Dallandi hefur Alti Guðmundsson færst í hóp fremstu knapanna og ljóst að hann mun blanda sér í baráttu um meistaratitlinn. Í úrslitum Gæðingafiminnar fékk Sigurður Sigurðarson 7, 93 í einkunn en Þorvaldur Árni 7,92. Þetta brot 1/100 réð úrslitum um það hvor þeirra leiðir stigasöfnunina að lokinni Gæðingafiminni. Sport 12.4.2006 09:18 Tiger Woods er heimskur Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Sport 12.4.2006 07:10 Meistararnir halda sínu striki San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Sport 12.4.2006 05:52 « ‹ 231 232 233 234 235 236 237 238 239 … 334 ›
Bayern í úrslitin Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði smálið St.Pauli 3-0 í undanúrslitunum. Owen Hargreaves kom Bayern yfir á 15. mínútu leiksins og það var svo Claudio Pizarro sem innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútum undir lok leiksins. Bayern mætir Frankfurt í úrslitaleik keppninnar um mánaðarmótin. Sport 12.4.2006 21:19
Middlesbrough í undanúrslitin Middlesbrough tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska bikarsins þegar liðið lagði Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton 4-2 í skemmtilegum leik á Riverside. Hasselbaink, Viduka, Rochemback og Morrison skoruðu mörk Boro í kvöld, en Hughes skoraði fyrir Charlton en hitt markið var sjálfsmark hjá Gareth Southgate. Boro mætir West Ham í undanúrslitunum. Sport 12.4.2006 21:10
Arsenal tapaði dýrmætum stigum Arsenal tapaði í kvöld tveimur gríðarlega mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið náði aðeins jafntefli 1-1 á útivelli við baráttuglaða Portsmouth-menn á Fratton Park. Portsmouth nældi sér hinsvegar í dýrmætt stig í botnbaráttuni. Thierry Henry skoraði fyrir Arsenal á 37. mínútu, en Lua-Lua jafnaði fyrir heimamenn á 66. mínútu. Sport 12.4.2006 21:03
Hlutur stjórnarinnar má ekki gleymast Fyrrum fyrirliði Tottenham, Gary Mabbutt, segir að menn eigi það til að gleyma hlut stjórnar félagsins þegar rætt er um gott gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur, en liðið er í ágætri stöðu til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. Sport 12.4.2006 20:45
Boro yfir gegn Charlton Middlesbrough hefur yfir 2-1 gegn Charlton í leik liðanna á Riverside um sæti í undanúrslitum enska bikarsins. Fabio Rochemback kom heimamönnum yfir á 10. mínútu en Bryan Hughes jafnaði fyrir Charlton aðeins rúmum tveimur mínútum síðar. Það var svo James Morrison sem kom Boro aftur yfir á 26. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Portsmouth á útivelli í úrvalsdeildinni. Sport 12.4.2006 20:07
Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Hollendingum í æfingaleik þjóðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. Heimamenn komust yfir 1-0 eftir hálftíma leik, en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Sigurmark hollenska liðsins kom svo á 58. mínútu. Sport 12.4.2006 20:01
Hefur mikinn áhuga á John Hartson Milan Mandaric hefur mikinn áhuga á að fá framherjann John Hartson til Portsmouth í sumar, en Hartson fer væntanlega frá skosku meistununum að tímabilinu loknu. Sport 12.4.2006 14:20
Andre Miller rausnarlegur við háskólann sinn Bakvörðurinn Andre Miller hjá Denver Nuggets er ekki búinn að gleyma því hvað háskólaganga hans í Utah reyndist honum vel á sínum tíma og í gær gaf Miller hvorki meira né minna en 500.000 dollara eða 38 milljónir króna til gamla skólans síns. Peningana á meðal annars að nota til að byggja upp íþróttaaðstöðuna við skólann. Sport 12.4.2006 13:32
Rangers sleppur vel Knattspyrnufélagið Glasgow Rangers sleppur með aðeins 9.000 punda sekt eftir ólæti stuðningsmanna félagsins fyrir síðari leikinn gegn Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmenn skoska liðsins köstuðu grjóti í liðsrútu spænska liðsins og voru sakaðir um kynþáttafordóma í garð leikmanna Villareal. Þeir voru hinsvegar sýknaðir af þeim ákærum þar sem ekki fundust nægilegar sannanir fyrir þeim. Sport 12.4.2006 18:36
HBO ætlar að gera Hatton að stórstjörnu Ameríski kapalsjónvarpsrisinn HBO hefur lofað breska hnefaleikaranum Ricky Hatton að gera hann að stórstjörnu í Bandaríkjunum. Hatton hefur lengi dreymt um frægð og frama í Bandaríkjunum og nú hefur HBO lofað honum að gera hann jafn stóran þar í landi og hann er í heimalandinu. Hann berst við Luis Collazo í Bandaríkjunum þann 13. maí. Sport 12.4.2006 08:57
Þjálfarinn rekinn Íslendingalið Stoke City hefur sagt upp samningi hollenska þjálfarans Jan de Koning eftir að hann og knattspyrnustjórinn Johan Boskamp tóku enn eina rimmuna. Þeim félögum hefur komið afar illa saman á síðustu misserum og því hefur félagið afráðið að láta Koning víkja. Hann segist þó alls ekki eiga sökina á deilunum, en hefur óskað félaginu alls hins besta í framtíðinni og er horfinn á braut. Sport 12.4.2006 18:08
Stórsýningin "Þeir allra sterkustu" Nú er verið að leggja síðustu hönd á dagskrá og undirbúning stórsýningarinnar " Þeir allra sterkustu". Aðgöngumiða er verið að selja í versluninni Líflandi og einnig verður selt við innganginn í skautahöllinni á laugardag en húsið opnar kl. 19:00. Sport 12.4.2006 17:45
Fær 100 þúsund pund í skaðabætur Knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney og unnusta hans höfðu í dag betur í málssókn á hendur bresku blöðunum The Sun og News of the World fyrir að birta fréttir af því að Rooney hafi lagt hendur á unnustu sína á næturklúbbi fyrir um ári síðan. Útgáfunni var gert að greiða Rooney 100.000 pund í skaðabætur, en framherjinn ungi ákvað að láta hverja einustu krónu renna til góðgerðarmála. Sport 12.4.2006 16:48
Stórleikur Detroit og Cleveland í beinni Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu úr NBA körfuboltanum á Sýn í kvöld þar sem efsta lið deildarinnar Detroit Pistons tekur á móti LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir að sigur í kvöld þýðir að Detroit setur félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili, en sigur fer líka mjög langt með að tryggja liðinu heimavallarréttin alla leið í úrslitakeppninni sem hefst fljótlega. Sport 12.4.2006 06:29
Maradona er besti knattspyrnumaður allra tíma Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona sem sló í gegn með Manchester United á sínum tíma, segir að Diego Maradona sé bestir knattspyrnumaður allra tíma - betri en sjálfur Pele. Sport 12.4.2006 08:46
Gert að hvíla í þrjá mánuði Austurríska bakverðinum Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough hefur verið sagt að taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun í þrjá mánuði eftir að hann lenti í ljótu samstuði í leik í Evrópukeppninni á dögunum þar sem hann nefbrotnaði og brákaði kinnbein. Læknar hafa ráðlagt honum að hvíla í þennan tíma, ella geti hann átt á hættu að missa sjónina. Sport 12.4.2006 15:33
Middlesbrough - Charlton í beinni á Sýn Síðari leikur Middlesbrough og Charlton í átta liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni á The Valley, en í kvöld verður leikið til þrautar og sigurvegarinn mætir liði West Ham í undanúrslitum keppninnar á Villa Park þann 23. apríl. Sport 12.4.2006 06:24
Vill Campbell í landsliðið Arsene Wenger segir að þó hann hafi um nóg annað að hugsa en enska landsliðið, voni hann sannarlega að varnarmaðurinn Sol Campbell komist í hópinn og spili með Englendingum á HM. Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hefur þegar lofað Campbell sæti í hópnum ef hann nær að vinna sér sæti í byrjunarliði Arsene Wenger áður en leiktíðinni lýkur á Englandi og nú er útlit fyrir að Campbell verði í byrjunarliðinu þegar Arsenal mætir Portsmouth á Fratton Park í kvöld. Sport 12.4.2006 06:43
Espanyol - Zaragoza í beinni á Sýn Extra Úrslitaleikurinn í spænska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 18:30 í kvöld, en það verður viðureign Real Zaragoza og Espanyol. Leikurinn verður svo sýndur á Sýn um leið og bikarleik Middlesbrough og Charlton lýkur. Þjálfarar liðanna eru litlir vinir og hafa sent hvor öðrum sterk skot í fjölmiðlum undanfarna daga. Sport 12.4.2006 12:33
Bygging nýja vallarins staðfest Borgaryfirvöld í Liverpool hafa nú staðfest á ný upphafleg áform knattspyrnufélagsins Liverpool um byggingu á nýjum leikvangi á Stanley Park sem er í næsta nágrenni Anfield, núverandi völl félagsins. Nýja mannvirkið mun taka um 60.000 manns í sæti og reiknað er með að það muni kosta um 160 milljónir punda. Unnið er að því að fjármagna byggingu vallarins sem á að vera lokið innan fjögurra ára. Sport 12.4.2006 06:57
Býr sig undir að Curbishley hætti Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að félagið neyðist til að taka mið af því í sumar að Alan Curbishley knattspyrnustjóri verði ráðinn landsliðsþjálfari Englands og láti af störfum hjá Charlton, þar sem hann hefur starfað í hvorki meira né minna en 15 ár. Sport 12.4.2006 11:28
Jörundur tilkynnir byrjunarliðið Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Hollendingum ytra klukkan 18:00 í kvöld. Hollenska liðið er mjög svipað að styrkleika og það íslenska og því má búast við jöfnum og skemmtilegum leik í kvöld. Sport 12.4.2006 13:10
Slökkvilið kallað út vegna bruna á Old Trafford Slökkviliðið í Manchester var í dag kallað á heimavöll knattspyrnuliðsins Manchester United þar sem eldur hafði kviknað í norð-austurhluta stúkunnar. Vel gekk að slökkva eldinn og var málið úr sögunni á 40 mínútum. Eldurinn kom upp þar sem verkamenn höfðu unnið að endurbótum í stúkunni en ekki hefur verið greint frá því hvernig stóð á því að eldurinn kom upp. Sport 12.4.2006 13:05
Bjartsýnn á að Keane verði áfram Gordon Strachan, stjóri Glasgow Celtic, segist bjartsýnn á að miðjumaðurinn Roy Keane spili með liðinu á næstu leiktíð í stað þess að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Sport 12.4.2006 12:54
Við höfum þaggað niður í gagnrýnendum okkar Sir Alex Ferguson er í skýjunum yfir árangri Manchester United á síðustu misserum og segir að gengi liðsins síðan það vann deildarbikarinn á dögunum hafi sannarlega nægt til að þagga niður í gagnrýnisröddunum sem gengu svo langt að vilja reka Ferguson á sínum tíma. Sport 12.4.2006 08:08
Chelsea-leikmenn í meirihluta Sex knattspyrnumenn hafa nú verið tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins á Englandi af samtökum atvinnuknattspyrnumanna þar í landi, en þrír af leikmönnunum sex leika með Englandsmeisturum Chelsea. Þetta eru þeir Frank Lampard, Joe Cole og handhafi verðlaunanna, John Terry. Þá eru Wayne Rooney hjá Manchester United og Steven Gerrard hjá Liverpool einnig tilnefndir og Thierry Henry hjá Arsenal er eini útlendingurinn á listanum. Sport 12.4.2006 12:09
Áfall ef McClaren fer frá Middlesbrough Colin Cooper, fyrrum leikmaður Middlesbrough segir að það yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið ef Steve McClaren verður ráðinn til að taka við enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson, en reiknar fastlega með því að forráðamenn Boro séu með varaáætlun ef af því verður. Sport 12.4.2006 11:16
Meistaradeild VÍS staðan eftir fimm greinar af átta Með góðum sigri í Gæðingafiminni á hestagullinu Ormi frá Dallandi hefur Alti Guðmundsson færst í hóp fremstu knapanna og ljóst að hann mun blanda sér í baráttu um meistaratitlinn. Í úrslitum Gæðingafiminnar fékk Sigurður Sigurðarson 7, 93 í einkunn en Þorvaldur Árni 7,92. Þetta brot 1/100 réð úrslitum um það hvor þeirra leiðir stigasöfnunina að lokinni Gæðingafiminni. Sport 12.4.2006 09:18
Tiger Woods er heimskur Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Sport 12.4.2006 07:10
Meistararnir halda sínu striki San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Sport 12.4.2006 05:52