Viðskipti Deila Finnair og FL Group leyst Skorið hefur verið á hnútinn í deilu stjórnar Finnair og FL Group með þeim hætti að Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, tekur sæti í stjórninni. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, dregur um leið til baka framboð sitt til stjórnar. Aðalfundur Finnair er í dag. Viðskipti innlent 22.3.2007 09:22 Hráolíubirgðir minnkuðu sjöttu vikuna í röð Heildarolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Hráolíubirgðir drógust hins vegar saman meira en greiniendur höfðu gert ráð fyrir, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem kom út í dag.Samdráttur hráolíubirgðanna oll verðhækkunum á olíu á heimsmarkaði. Viðskipti erlent 21.3.2007 17:25 Bankarnir stóðust álagspróf FME Íslensku viðkiptabankarnir og Straumur-Burðarás stóðust allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Með prófinu er gert ráð fyrir því aðað fjármálafyrirtæki standist samtímis margvísleg áföll án þess að eiginfjárhlutfall þeirra fari niður fyrir lögboðið lágmark. Viðskipti innlent 21.3.2007 15:59 Baugur kaupir í Daybreak 365 hf. hefur selt Baugi Group hf. sautján prósent af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited, móðurfélagi Wyndeham Press Group Limited. Fyrir átti 365 36 prósent af atkvæðabæru hlutafé. Viðskipti innlent 21.3.2007 15:55 Landsbankinn spáir 5,1% verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í apríl. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 5,9 prósentum í 5,1 prósent. Til samanburðar birti greiningardeild Kaupþings verðbólguspá sína í gær en deildin gerir ráð fyrir því aðverðbólga fari niður í 5,3 prósent í mánuðinum. Viðskipti innlent 21.3.2007 15:14 Minni hagnaður hjá FedEx Bandaríski póstþjónusturisinn FedEx skilaði hagnaði upp á 420 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 28,2 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er átta milljónum dala, 536,6 milljónum krónum, minna en á sama tíma í fyrra. Afkoman er engu að síður yfir væntingum greinenda. Viðskipti erlent 21.3.2007 14:01 Virgin American fær að fljúga í Bandaríkjunum Flugfélagið Virgin America, sem breska samstæðan Virgin Group á hluta í, hefur fengið flugrekstrarleyfi samgönguyfirvalda í Bandaríkjunum. Félagið hefur fallist á koma til móts við yfirvöld sem meina erlendum aðilum að eiga meira en fjórðung í bandarískum flugfélögum. Viðskipti erlent 21.3.2007 11:45 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum Greinendur í Bandaríkjunum eru sammála um að miklar líkur séu á því að Seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Bankastjórnin fundar um málið í dag og greinir frá ákvörðun sinni síðdegis. Gert er ráð fyrir að markaðsaðilar rýni vel í rökstuðning Ben Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, þegar hann greinir frá vaxtaákvörðuninni. Viðskipti erlent 21.3.2007 11:01 Barclays segist flytja höfuðstöðvar til Hollands Breski bankinn Barclays ætlar að flytja höfuðstöðvar frá Bretlandi til Amsterdam í Hollandi gangi yfirtaka bankans á ABN Amro eftir. Þá hefur bankinn jafnframt sagt að ekki verði gerðar breytingar á æðstu stjórnendastöðum í ABN Amro, sem er stærsti banki Hollands. Viðskipti erlent 21.3.2007 10:21 Hf. Eimskipafélagið tapaði hálfum milljarði Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði tapi upp á 5,6 milljónum evra, jafnvirði tæplega hálfs milljarðs íslenskra króna, á fyrstu rekstrarfjórðungi fyrirtækisins sem lauk í enda janúar. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins á sama tíma í fyrra rúmum 8,3 milljónum evra, 739,8 milljónum króna. Þetta er í takt við væntingar, að sögn Magnúsar Þorsteinssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.3.2007 09:37 Launavísitalan hækkaði um 0,3 prósent Launavísitalan hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8 prósent. Viðskipti innlent 21.3.2007 09:00 Nýbyggingum fjölgar í Bandaríkjunum Byggingu nýrra fasteigna fjölgaði um níu prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýlegum upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta er langtum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og þykir auka líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Viðskipti erlent 20.3.2007 14:49 Kaupþing flaggar í Storebrand Kaupþing jók við hlut sinn í norska trygginga- og fjármálafyrirtækinu Storebrand í morgun og er nú komið með 10,4 prósent hlutabréfa í félaginu. Bankinn fékk heimild hjá norskum yfirvöldum í morgun til að kaupa allt að 20 prósenta hlut í Storebrand. Viðskipti innlent 20.3.2007 13:07 Kaupþing spáir 5,3 prósenta verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,6 prósent í apríl. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,3 prósent í mánuðinum. Til samanburðar mældist 5,9 prósenta verðbólga í þessum mánuði. Greiningardeildin spáir því að verðbólga lækki fram á sumar en telur óvíst að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð. Viðskipti innlent 20.3.2007 11:01 Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma. Viðskipti erlent 20.3.2007 09:45 Kaupþing fær að auka hlut sinn í Storebrand Kaupþing fékk í morgun heimild norska yfirvalda til að fara með 20 prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand. Bankinn á fyrir tæpan tíu prósenta hlut en norsk lög banna erlendum aðilum að eiga meira en það í norsku fjármála- og tryggingafélagi án sérstakrar heimildar. Gengi bréfa í Storebrand hækkaði um 7,5 prósent í kjölfar þess að Kaupþingi var veitt heimild til að auka við hlut sinn. Viðskipti innlent 20.3.2007 10:11 Engeyin ekki seld úr landi HB Grandi hefur fallið frá því að selja Engey RE-1, stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans, til Atlantic Pelagic og gera það út við strendur Afríku. Í stað þess hefur verið samið við Samherja hf um sölu á skipinu. Söluverð nemur 31,4 milljónum evra, jafnvirði rúmra 2,8 milljarða króna. Bókfærður hagnaður af sölunni er í kringum 700 milljónir króna. Viðskipti innlent 20.3.2007 09:20 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í síðasta mánuði en það var önnur stýrivaxtahækkunin í Japan í sex ár. Viðskipti erlent 20.3.2007 08:55 Smáralind tapaði 654 milljónum króna Smáralind ehf tapaði 654 milljónum krónum í fyrra samanborið við 101 milljóna króna tap árið 2005. Gestum Smáralindar fjölgaði um 5,2 prósent á milli ára í fyrra og heildarvelta jókst um 11,7 prósent. Fyrirhugað er að hefja byggingu á 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúsi á þessu ári. Viðskipti innlent 19.3.2007 16:43 Tveir líklega fallnir úr kapphlaupinu um Merck Þýska lyfjafyrirtækið Stada og bandaríska lyfjafyrirtækið Barr verða að öllum líkindum ekki með í kapphlaupinu um yfirtöku á samheitalyfjahluta Merck. Nokkur fyrirtæki eru enn í kauphugleiðingum, þar á meðal Actavis. Viðskipti innlent 19.3.2007 16:32 Lyf AstraZeneca stóðst ekki prófanir Gengi hlutabréfa í evrópska lyfjaframleiðandanum AstraZeneca féll um rétt rúm tvö prósent á markaði í dag eftir að eitt af hjartalyfjum fyrirtækisins stóðst ekki prófanir. Lyfið, sem á að nýtast fólki með kransæðasjúkdóma, var þróað af bandaríska fyrirtækinu Atherogenics. Gengi bréfa í bandaríska fyrirtækinu féll um heil 60 prósent í kjölfar fréttanna. Viðskipti erlent 19.3.2007 15:49 Sala á VGI frá Icelandic Group gengin til baka Sala Icelandic Group á öllu hlutafé í VGI ehf, sem framleiðir umbúðir og rekstrarvörur til matvælafyrirtækja, hefur gengið til baka. Í tilkynningu frá félaginu segir, að kaupum hafi verið rift í kjölfar áreiðanleikakönnunar. Viðskipti innlent 19.3.2007 15:30 Olíuverð undir 57 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór undir 57 bandaríkjadali á tunnu. Ákvörðun Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) að halda framleiðslukvótum aðildarríkjanna óbreyttum á hlut að lækkun á hráolíuverðinu. Greinendur segja enn óvissu um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 19.3.2007 12:42 Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Viðskipti erlent 18.3.2007 23:05 PS3 í verslanir á föstudag PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjavísir 18.3.2007 09:43 Samstarfsmaður Blacks nær sáttum David Radler, einn af fyrrum samstarfsmönnum kanadíska fjölmiðlajöfursins fyrrverandi, Conrad Blacks, sem eitt sinn stýrði einni af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims, sættist á að greiða 28,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, til bandaríska yfirvalda vegna bókhaldssvika. Viðskipti erlent 17.3.2007 11:06 Glitnir eignast meirihluta í FIM Group Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl. Viðskipti innlent 16.3.2007 16:33 Metárhjá MP Fjárfestingarbanka MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.3.2007 10:46 Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 16.3.2007 09:09 Vodafone skrifar undir á Indlandi Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. Viðskipti erlent 15.3.2007 21:31 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 223 ›
Deila Finnair og FL Group leyst Skorið hefur verið á hnútinn í deilu stjórnar Finnair og FL Group með þeim hætti að Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, tekur sæti í stjórninni. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, dregur um leið til baka framboð sitt til stjórnar. Aðalfundur Finnair er í dag. Viðskipti innlent 22.3.2007 09:22
Hráolíubirgðir minnkuðu sjöttu vikuna í röð Heildarolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Hráolíubirgðir drógust hins vegar saman meira en greiniendur höfðu gert ráð fyrir, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem kom út í dag.Samdráttur hráolíubirgðanna oll verðhækkunum á olíu á heimsmarkaði. Viðskipti erlent 21.3.2007 17:25
Bankarnir stóðust álagspróf FME Íslensku viðkiptabankarnir og Straumur-Burðarás stóðust allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Með prófinu er gert ráð fyrir því aðað fjármálafyrirtæki standist samtímis margvísleg áföll án þess að eiginfjárhlutfall þeirra fari niður fyrir lögboðið lágmark. Viðskipti innlent 21.3.2007 15:59
Baugur kaupir í Daybreak 365 hf. hefur selt Baugi Group hf. sautján prósent af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited, móðurfélagi Wyndeham Press Group Limited. Fyrir átti 365 36 prósent af atkvæðabæru hlutafé. Viðskipti innlent 21.3.2007 15:55
Landsbankinn spáir 5,1% verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í apríl. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 5,9 prósentum í 5,1 prósent. Til samanburðar birti greiningardeild Kaupþings verðbólguspá sína í gær en deildin gerir ráð fyrir því aðverðbólga fari niður í 5,3 prósent í mánuðinum. Viðskipti innlent 21.3.2007 15:14
Minni hagnaður hjá FedEx Bandaríski póstþjónusturisinn FedEx skilaði hagnaði upp á 420 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 28,2 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er átta milljónum dala, 536,6 milljónum krónum, minna en á sama tíma í fyrra. Afkoman er engu að síður yfir væntingum greinenda. Viðskipti erlent 21.3.2007 14:01
Virgin American fær að fljúga í Bandaríkjunum Flugfélagið Virgin America, sem breska samstæðan Virgin Group á hluta í, hefur fengið flugrekstrarleyfi samgönguyfirvalda í Bandaríkjunum. Félagið hefur fallist á koma til móts við yfirvöld sem meina erlendum aðilum að eiga meira en fjórðung í bandarískum flugfélögum. Viðskipti erlent 21.3.2007 11:45
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum Greinendur í Bandaríkjunum eru sammála um að miklar líkur séu á því að Seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Bankastjórnin fundar um málið í dag og greinir frá ákvörðun sinni síðdegis. Gert er ráð fyrir að markaðsaðilar rýni vel í rökstuðning Ben Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, þegar hann greinir frá vaxtaákvörðuninni. Viðskipti erlent 21.3.2007 11:01
Barclays segist flytja höfuðstöðvar til Hollands Breski bankinn Barclays ætlar að flytja höfuðstöðvar frá Bretlandi til Amsterdam í Hollandi gangi yfirtaka bankans á ABN Amro eftir. Þá hefur bankinn jafnframt sagt að ekki verði gerðar breytingar á æðstu stjórnendastöðum í ABN Amro, sem er stærsti banki Hollands. Viðskipti erlent 21.3.2007 10:21
Hf. Eimskipafélagið tapaði hálfum milljarði Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði tapi upp á 5,6 milljónum evra, jafnvirði tæplega hálfs milljarðs íslenskra króna, á fyrstu rekstrarfjórðungi fyrirtækisins sem lauk í enda janúar. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins á sama tíma í fyrra rúmum 8,3 milljónum evra, 739,8 milljónum króna. Þetta er í takt við væntingar, að sögn Magnúsar Þorsteinssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.3.2007 09:37
Launavísitalan hækkaði um 0,3 prósent Launavísitalan hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8 prósent. Viðskipti innlent 21.3.2007 09:00
Nýbyggingum fjölgar í Bandaríkjunum Byggingu nýrra fasteigna fjölgaði um níu prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýlegum upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta er langtum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og þykir auka líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Viðskipti erlent 20.3.2007 14:49
Kaupþing flaggar í Storebrand Kaupþing jók við hlut sinn í norska trygginga- og fjármálafyrirtækinu Storebrand í morgun og er nú komið með 10,4 prósent hlutabréfa í félaginu. Bankinn fékk heimild hjá norskum yfirvöldum í morgun til að kaupa allt að 20 prósenta hlut í Storebrand. Viðskipti innlent 20.3.2007 13:07
Kaupþing spáir 5,3 prósenta verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,6 prósent í apríl. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,3 prósent í mánuðinum. Til samanburðar mældist 5,9 prósenta verðbólga í þessum mánuði. Greiningardeildin spáir því að verðbólga lækki fram á sumar en telur óvíst að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð. Viðskipti innlent 20.3.2007 11:01
Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma. Viðskipti erlent 20.3.2007 09:45
Kaupþing fær að auka hlut sinn í Storebrand Kaupþing fékk í morgun heimild norska yfirvalda til að fara með 20 prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand. Bankinn á fyrir tæpan tíu prósenta hlut en norsk lög banna erlendum aðilum að eiga meira en það í norsku fjármála- og tryggingafélagi án sérstakrar heimildar. Gengi bréfa í Storebrand hækkaði um 7,5 prósent í kjölfar þess að Kaupþingi var veitt heimild til að auka við hlut sinn. Viðskipti innlent 20.3.2007 10:11
Engeyin ekki seld úr landi HB Grandi hefur fallið frá því að selja Engey RE-1, stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans, til Atlantic Pelagic og gera það út við strendur Afríku. Í stað þess hefur verið samið við Samherja hf um sölu á skipinu. Söluverð nemur 31,4 milljónum evra, jafnvirði rúmra 2,8 milljarða króna. Bókfærður hagnaður af sölunni er í kringum 700 milljónir króna. Viðskipti innlent 20.3.2007 09:20
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í síðasta mánuði en það var önnur stýrivaxtahækkunin í Japan í sex ár. Viðskipti erlent 20.3.2007 08:55
Smáralind tapaði 654 milljónum króna Smáralind ehf tapaði 654 milljónum krónum í fyrra samanborið við 101 milljóna króna tap árið 2005. Gestum Smáralindar fjölgaði um 5,2 prósent á milli ára í fyrra og heildarvelta jókst um 11,7 prósent. Fyrirhugað er að hefja byggingu á 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúsi á þessu ári. Viðskipti innlent 19.3.2007 16:43
Tveir líklega fallnir úr kapphlaupinu um Merck Þýska lyfjafyrirtækið Stada og bandaríska lyfjafyrirtækið Barr verða að öllum líkindum ekki með í kapphlaupinu um yfirtöku á samheitalyfjahluta Merck. Nokkur fyrirtæki eru enn í kauphugleiðingum, þar á meðal Actavis. Viðskipti innlent 19.3.2007 16:32
Lyf AstraZeneca stóðst ekki prófanir Gengi hlutabréfa í evrópska lyfjaframleiðandanum AstraZeneca féll um rétt rúm tvö prósent á markaði í dag eftir að eitt af hjartalyfjum fyrirtækisins stóðst ekki prófanir. Lyfið, sem á að nýtast fólki með kransæðasjúkdóma, var þróað af bandaríska fyrirtækinu Atherogenics. Gengi bréfa í bandaríska fyrirtækinu féll um heil 60 prósent í kjölfar fréttanna. Viðskipti erlent 19.3.2007 15:49
Sala á VGI frá Icelandic Group gengin til baka Sala Icelandic Group á öllu hlutafé í VGI ehf, sem framleiðir umbúðir og rekstrarvörur til matvælafyrirtækja, hefur gengið til baka. Í tilkynningu frá félaginu segir, að kaupum hafi verið rift í kjölfar áreiðanleikakönnunar. Viðskipti innlent 19.3.2007 15:30
Olíuverð undir 57 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór undir 57 bandaríkjadali á tunnu. Ákvörðun Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) að halda framleiðslukvótum aðildarríkjanna óbreyttum á hlut að lækkun á hráolíuverðinu. Greinendur segja enn óvissu um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 19.3.2007 12:42
Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Viðskipti erlent 18.3.2007 23:05
PS3 í verslanir á föstudag PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjavísir 18.3.2007 09:43
Samstarfsmaður Blacks nær sáttum David Radler, einn af fyrrum samstarfsmönnum kanadíska fjölmiðlajöfursins fyrrverandi, Conrad Blacks, sem eitt sinn stýrði einni af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims, sættist á að greiða 28,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, til bandaríska yfirvalda vegna bókhaldssvika. Viðskipti erlent 17.3.2007 11:06
Glitnir eignast meirihluta í FIM Group Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl. Viðskipti innlent 16.3.2007 16:33
Metárhjá MP Fjárfestingarbanka MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.3.2007 10:46
Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 16.3.2007 09:09
Vodafone skrifar undir á Indlandi Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. Viðskipti erlent 15.3.2007 21:31