Viðskipti Skipulagsbreyting hjá Promens Promens hf., sem er í eigu Atorku Group, hefur ákveðið nýtt skipurit fyrir samstæðuna sem tekur gildi í næsta mánuði. Markmiðið með breytingunni er að gera félagið skilvirkara og betur í stakk búið að stækka enn frekar á alþjóðavettvangi. Viðskipti innlent 20.6.2007 14:51 Føroya Banki í Kauphöllina á morgun Føroya Banki verður skráður í Kauphöll Íslands á morgun. Umframeftirspurn var eftir bréfum í bankanum bæði hér á landi, í Danmörku, Færeyjum og víða í Evrópu í almennu hlutafjárútboði og er þak sett á það sem hver hluthafi getur fengið. Viðskipti innlent 20.6.2007 12:43 Eik banki skráður í Kauphöllina Danski bankinn Eik Banki verður tvíhliða skráðu í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn 11. júlí næstkomandi. Áður mun hlutafé bankans verða aukið. Stefnt var að skráningunni fyrr á þessu ári. Viðskipti innlent 20.6.2007 11:27 Sala hjá Sainsbury undir væntingum Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta. Viðskipti erlent 20.6.2007 11:13 Hunter bætir á sig garðvörubréfum Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana. Viðskipti erlent 20.6.2007 10:47 MySpace selt til Yahoo? Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo. Viðskipti erlent 20.6.2007 09:35 Íslendingar frekar áhættusæknir Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Viðskipti innlent 19.6.2007 16:19 Nýbyggingum fækkar í Bandaríkjunum 1,47 milljón nýjar fasteignir voru reistar í Bandaríkjunum í maí, samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Þetta er samdráttur upp á 2,1 prósentustig á milli mánaða og talsvert undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Staðan hefur ekki verið verri í sextán ár. Viðskipti erlent 19.6.2007 16:20 Yfirtökutilboð í Stork Evrópska fjárfestingafélagið Candover hefur gert yfirtökutilboð í hollensku samstæðuna Stork NV upp á tæpar 47 evrur á hlut en boðið hljóðar upp á 1,47 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 123 milljarða íslenskra króna. Hollenska félagið LME Holding, sem Marel á 20 prósenta hlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, flaggaði 11 prósenta hlut í Stork í síðustu viku. Viðskipti innlent 19.6.2007 15:50 Beðið eftir Boeing Annar dagur flugvélasýningarinnar í Le Brouget í Frakklandi stendur nú yfir. Airbus stal senunni í gær með tilkynningu um stóra sölusamninga fyrir jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Þar á meðal var sala á nokkrum A380 risaþotum frá flugvélaframleiðandanum. Reiknað er með fréttum af stórum sölusamningum Boeing á sýningunni í dag. Viðskipti erlent 19.6.2007 09:38 Olíufundur við strendur Ghana Breska olíufélagið Tullow Oil greindi frá því í dag að það hefði fundið geysistórar olíulindir á svokölluðu Mahogany-svæði undir ströndum Afríkuríkisins Ghana. Talið er að lindirnar geti gefið af sér 600 milljónir tonna af hráolíu, sem er rúmlega tvöfalt meira en olíufélagið hafði gert ráð fyrir. Viðskipti erlent 18.6.2007 19:30 Metvelta á fasteignamarkaði Greiningardeild Landsbankans segir fasteignaviðskipti hafa verið með líflegasta móti undanfarnar vikur. Hafi velta aldrei verið meiri og gildi þá einu hvort litið er til meðaltals síðustu 12 vikna eða sex mánaða. Viðskipti innlent 18.6.2007 15:40 Kínverjar refsa fyrir ólögmætar lántökur Kínverska fjármálaeftirlitið hefur sektað og refsað með öðrum hætti 18 starfsmönnum í átta kínverskum bönkum fyrir að lána tveimur ríkisfyrirtækjum nokkra milljarða júana, sem notaðir voru til hlutabréfa- og fasteignakaupa. Ekki var heimild fyrir lánveitingum til kaupanna. Viðskipti erlent 18.6.2007 14:41 Marel sækir inn á Kínamarkað Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Viðskipti innlent 18.6.2007 11:46 Orðrómur um yfirtöku á Alcoa Gengi hlutabréfa í bandaríska álrisanum Alcoa, sem meðal annars rekur álver á Reyðarfirði, hækkaði um 2,8 prósent í kauphöllinni í Franfurt í Þýskalandi í dag eftir að breska blaðið Times greindi frá því að ástralska náma- og álfyrirtækiðBHP Billiton sé að íhuga að gera 40 milljarða dala, tæplega 2.500 milljarða króna, yfirtökutilboð í álrisann. Viðskipti erlent 18.6.2007 11:42 Nefndin aðhefst ekkert í 365 Yfirtökunefnd hyggst ekkert aðhafast vegna viðskipta Baugs Group á hlutabréfum í 365 hf., útgáfufélagi Fréttablaðsins. „Ég á ekki von á því að við teljum að það þurfi að athuga þetta sérstaklega miðað við þær upplýsingar sem við fengum fyrir og um það leyti sem kaupin voru gerð,“ segir Viðar Már Matthíasson, formaður nefndarinnar. Viðskipti innlent 15.6.2007 22:21 Hljóðlátt fimmtíu milljarða hlutabréfasafn Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 15.6.2007 22:21 Kaupa Intersport Allir hluthafar Intersport A/S í Danmörku hafa samþykkt yfirtökutilboð fjárfestingafélagsins Arevs og Straums-Burðaráss í keðjuna. Þá hafa 96 prósent hluthafa verslana Intersport samþykkt tilboðið. Áreiðanleikakönnun fer nú fram en allt bendir til þess að af kaupunum verði. Viðskipti innlent 15.6.2007 22:21 Virkja í Bosníu-Hersegóvínu Íslenska orkufyrirtækið Iceland Energy Group og Serbneska lýðveldið hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu þriggja vatnsaflsvirkjana á svæðinu. Serbneska lýðveldið er önnur tveggja stjórnunareininga Bosníu-Hersegóvínu. Forsætisráðherra Serbneska lýðveldisins var staddur hér á landi í gær af þessu tilefni. Viðskipti innlent 15.6.2007 22:21 Velta jókst aukast á fasteignamarkaði Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins. Viðskipti erlent 15.6.2007 17:10 Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar lokagildi hennar stóð í 8.179 stigum, sem er einu stigi hærra en hæsta lokagildi hennar 29. maí síðastliðinn. Vísitalan hækkaði lítillega í dag, eða um 0,14 prósentustig. Viðskipti innlent 15.6.2007 16:56 Straumur selur í Betson Straumur-Burðarás ætlar að selja hlut sinn í sænska leikja- og fjárhættuspilafyrirtækinu Betsson. Hluturinn er nú þegar í sölumeðferð hjá Carnegie og SEB Enskilda bank í Svíþjóð en markaðsvirði hans nemur 4,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.6.2007 16:23 Berlínarborg selur í banka Borgaryfirvöld í Berlín ætla að selja 81 prósents hlut sinn í þýska bankanum Landesbank Berlin til þýska bankans DSGV. Verðmæti hlutarins nemur um 5,35 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 453 milljörðum íslenskra króna. DSGV ætlar í kjölfarið að kaupa allt útistandandi hlutafé bankans. Viðskipti erlent 15.6.2007 12:39 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagðist reikna með hóflegum hagvexti á árinu en gaf ekki í skyn hvort vextirnir verði hækkaðir frekar á árinu. Viðskipti erlent 15.6.2007 11:25 Ebay slítur viðskiptum við Google Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google. Viðskipti erlent 15.6.2007 10:52 Tekjuafgangur ríkissjóðs jókst um 4,6 milljarða Heildartekjur ríkissjóðs námu 109,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 16,6 milljarða í fyrra. Heildarútgjöld námu 92,5 milljörðum króna og er tekjujöfnuður því 16,8 milljarðar króna. Þetta er 4,6 milljörðum betri afkoma en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 15.6.2007 09:30 Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Viðskipti erlent 15.6.2007 09:16 Vísitala neysluverðs ekki lægri í rúmt ár Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent innan EES-ríkjanna á milli mánaða í maí. Hækkunin hér á landi nemur á sama tíma 1,0 prósenti. Tólf mánaða breyting vísitölunnar mælist 2,1 prósent í EES-ríkjunum en 4,0 prósent hér á landi. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra. Viðskipti innlent 14.6.2007 17:09 JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan. Bankinn hefur gert leigusamning til næstu 92 ára. Viðskipti erlent 14.6.2007 16:49 Iceland Foods fær rúmlega 43 milljarða lán Breska lágvörukeðjan Iceland Foods hefur tekið 370 milljóna punda endurfjármögnunarlán í samstarfi við Landsbanka Íslands og Deutsche Bank. Þetta jafngildir 43,6 milljörðum íslenskra króna. Lánið verður meðal annars notað til að standa undir arðgreiðslum til hluthafa matvörukeðjunnar. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:49 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 223 ›
Skipulagsbreyting hjá Promens Promens hf., sem er í eigu Atorku Group, hefur ákveðið nýtt skipurit fyrir samstæðuna sem tekur gildi í næsta mánuði. Markmiðið með breytingunni er að gera félagið skilvirkara og betur í stakk búið að stækka enn frekar á alþjóðavettvangi. Viðskipti innlent 20.6.2007 14:51
Føroya Banki í Kauphöllina á morgun Føroya Banki verður skráður í Kauphöll Íslands á morgun. Umframeftirspurn var eftir bréfum í bankanum bæði hér á landi, í Danmörku, Færeyjum og víða í Evrópu í almennu hlutafjárútboði og er þak sett á það sem hver hluthafi getur fengið. Viðskipti innlent 20.6.2007 12:43
Eik banki skráður í Kauphöllina Danski bankinn Eik Banki verður tvíhliða skráðu í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn 11. júlí næstkomandi. Áður mun hlutafé bankans verða aukið. Stefnt var að skráningunni fyrr á þessu ári. Viðskipti innlent 20.6.2007 11:27
Sala hjá Sainsbury undir væntingum Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta. Viðskipti erlent 20.6.2007 11:13
Hunter bætir á sig garðvörubréfum Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana. Viðskipti erlent 20.6.2007 10:47
MySpace selt til Yahoo? Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo. Viðskipti erlent 20.6.2007 09:35
Íslendingar frekar áhættusæknir Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Viðskipti innlent 19.6.2007 16:19
Nýbyggingum fækkar í Bandaríkjunum 1,47 milljón nýjar fasteignir voru reistar í Bandaríkjunum í maí, samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Þetta er samdráttur upp á 2,1 prósentustig á milli mánaða og talsvert undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Staðan hefur ekki verið verri í sextán ár. Viðskipti erlent 19.6.2007 16:20
Yfirtökutilboð í Stork Evrópska fjárfestingafélagið Candover hefur gert yfirtökutilboð í hollensku samstæðuna Stork NV upp á tæpar 47 evrur á hlut en boðið hljóðar upp á 1,47 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 123 milljarða íslenskra króna. Hollenska félagið LME Holding, sem Marel á 20 prósenta hlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, flaggaði 11 prósenta hlut í Stork í síðustu viku. Viðskipti innlent 19.6.2007 15:50
Beðið eftir Boeing Annar dagur flugvélasýningarinnar í Le Brouget í Frakklandi stendur nú yfir. Airbus stal senunni í gær með tilkynningu um stóra sölusamninga fyrir jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Þar á meðal var sala á nokkrum A380 risaþotum frá flugvélaframleiðandanum. Reiknað er með fréttum af stórum sölusamningum Boeing á sýningunni í dag. Viðskipti erlent 19.6.2007 09:38
Olíufundur við strendur Ghana Breska olíufélagið Tullow Oil greindi frá því í dag að það hefði fundið geysistórar olíulindir á svokölluðu Mahogany-svæði undir ströndum Afríkuríkisins Ghana. Talið er að lindirnar geti gefið af sér 600 milljónir tonna af hráolíu, sem er rúmlega tvöfalt meira en olíufélagið hafði gert ráð fyrir. Viðskipti erlent 18.6.2007 19:30
Metvelta á fasteignamarkaði Greiningardeild Landsbankans segir fasteignaviðskipti hafa verið með líflegasta móti undanfarnar vikur. Hafi velta aldrei verið meiri og gildi þá einu hvort litið er til meðaltals síðustu 12 vikna eða sex mánaða. Viðskipti innlent 18.6.2007 15:40
Kínverjar refsa fyrir ólögmætar lántökur Kínverska fjármálaeftirlitið hefur sektað og refsað með öðrum hætti 18 starfsmönnum í átta kínverskum bönkum fyrir að lána tveimur ríkisfyrirtækjum nokkra milljarða júana, sem notaðir voru til hlutabréfa- og fasteignakaupa. Ekki var heimild fyrir lánveitingum til kaupanna. Viðskipti erlent 18.6.2007 14:41
Marel sækir inn á Kínamarkað Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Viðskipti innlent 18.6.2007 11:46
Orðrómur um yfirtöku á Alcoa Gengi hlutabréfa í bandaríska álrisanum Alcoa, sem meðal annars rekur álver á Reyðarfirði, hækkaði um 2,8 prósent í kauphöllinni í Franfurt í Þýskalandi í dag eftir að breska blaðið Times greindi frá því að ástralska náma- og álfyrirtækiðBHP Billiton sé að íhuga að gera 40 milljarða dala, tæplega 2.500 milljarða króna, yfirtökutilboð í álrisann. Viðskipti erlent 18.6.2007 11:42
Nefndin aðhefst ekkert í 365 Yfirtökunefnd hyggst ekkert aðhafast vegna viðskipta Baugs Group á hlutabréfum í 365 hf., útgáfufélagi Fréttablaðsins. „Ég á ekki von á því að við teljum að það þurfi að athuga þetta sérstaklega miðað við þær upplýsingar sem við fengum fyrir og um það leyti sem kaupin voru gerð,“ segir Viðar Már Matthíasson, formaður nefndarinnar. Viðskipti innlent 15.6.2007 22:21
Hljóðlátt fimmtíu milljarða hlutabréfasafn Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 15.6.2007 22:21
Kaupa Intersport Allir hluthafar Intersport A/S í Danmörku hafa samþykkt yfirtökutilboð fjárfestingafélagsins Arevs og Straums-Burðaráss í keðjuna. Þá hafa 96 prósent hluthafa verslana Intersport samþykkt tilboðið. Áreiðanleikakönnun fer nú fram en allt bendir til þess að af kaupunum verði. Viðskipti innlent 15.6.2007 22:21
Virkja í Bosníu-Hersegóvínu Íslenska orkufyrirtækið Iceland Energy Group og Serbneska lýðveldið hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu þriggja vatnsaflsvirkjana á svæðinu. Serbneska lýðveldið er önnur tveggja stjórnunareininga Bosníu-Hersegóvínu. Forsætisráðherra Serbneska lýðveldisins var staddur hér á landi í gær af þessu tilefni. Viðskipti innlent 15.6.2007 22:21
Velta jókst aukast á fasteignamarkaði Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins. Viðskipti erlent 15.6.2007 17:10
Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar lokagildi hennar stóð í 8.179 stigum, sem er einu stigi hærra en hæsta lokagildi hennar 29. maí síðastliðinn. Vísitalan hækkaði lítillega í dag, eða um 0,14 prósentustig. Viðskipti innlent 15.6.2007 16:56
Straumur selur í Betson Straumur-Burðarás ætlar að selja hlut sinn í sænska leikja- og fjárhættuspilafyrirtækinu Betsson. Hluturinn er nú þegar í sölumeðferð hjá Carnegie og SEB Enskilda bank í Svíþjóð en markaðsvirði hans nemur 4,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.6.2007 16:23
Berlínarborg selur í banka Borgaryfirvöld í Berlín ætla að selja 81 prósents hlut sinn í þýska bankanum Landesbank Berlin til þýska bankans DSGV. Verðmæti hlutarins nemur um 5,35 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 453 milljörðum íslenskra króna. DSGV ætlar í kjölfarið að kaupa allt útistandandi hlutafé bankans. Viðskipti erlent 15.6.2007 12:39
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagðist reikna með hóflegum hagvexti á árinu en gaf ekki í skyn hvort vextirnir verði hækkaðir frekar á árinu. Viðskipti erlent 15.6.2007 11:25
Ebay slítur viðskiptum við Google Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google. Viðskipti erlent 15.6.2007 10:52
Tekjuafgangur ríkissjóðs jókst um 4,6 milljarða Heildartekjur ríkissjóðs námu 109,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 16,6 milljarða í fyrra. Heildarútgjöld námu 92,5 milljörðum króna og er tekjujöfnuður því 16,8 milljarðar króna. Þetta er 4,6 milljörðum betri afkoma en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 15.6.2007 09:30
Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Viðskipti erlent 15.6.2007 09:16
Vísitala neysluverðs ekki lægri í rúmt ár Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent innan EES-ríkjanna á milli mánaða í maí. Hækkunin hér á landi nemur á sama tíma 1,0 prósenti. Tólf mánaða breyting vísitölunnar mælist 2,1 prósent í EES-ríkjunum en 4,0 prósent hér á landi. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra. Viðskipti innlent 14.6.2007 17:09
JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan. Bankinn hefur gert leigusamning til næstu 92 ára. Viðskipti erlent 14.6.2007 16:49
Iceland Foods fær rúmlega 43 milljarða lán Breska lágvörukeðjan Iceland Foods hefur tekið 370 milljóna punda endurfjármögnunarlán í samstarfi við Landsbanka Íslands og Deutsche Bank. Þetta jafngildir 43,6 milljörðum íslenskra króna. Lánið verður meðal annars notað til að standa undir arðgreiðslum til hluthafa matvörukeðjunnar. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:49