Viðskipti Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga. Viðskipti erlent 7.12.2006 11:28 GM dregur úr framleiðslu sportjeppa Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætlanir stóðu til, aukinnar samkeppni frá Japan og hærri eldsneytisverð. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:50 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi Reiknað er með að Englandsbanki muni ákveða að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5 prósent og hafa aldrei verið hærri. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:40 Lufthansa fær vélar frá Boeing og Airbus Hollenska flugfélagið Lufthansa hefur pantað 20 nýjar 747 farþegarflugvélar frá Boeing auk þess að tryggja sér rétt til að kaupa 20 til viðbótar. Þá hefur flugfélagið ennfremur keypt sjö A340 farþegaflugvélar frá Airbus. Samanlagt kaupvirði nemur 6,9 milljörðum bandaríkjadala eða 477 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:20 Lykilstarfsmenn kaupa á hálfvirði Actavis hefur skráð hlutafjáraukningu upp á tæpan milljarð króna að markaðsvirði til að mæta kaupréttarsamningum félagsins við starfsmenn, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Að nafnverði nemur aukningin tæplega 14,8 milljónum króna. Viðskipti innlent 6.12.2006 22:23 Fötin í jólaköttinn Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti. Viðskipti innlent 6.12.2006 22:16 Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði. Viðskipti innlent 6.12.2006 16:55 Grænt ljós á kaup NYSE á Euronext Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext greindi frá því í dag að ráðgjafaþjónusta um góða stjórnarhætti fyrirtækja (ISS) hefði mælt með yfirtökutilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 6.12.2006 15:45 Ryanair framlengir tilboðsfrest í Aer Lingus Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboðsfrest í írska innanlandsflugfélagið Aer Lingus fram til 22. desember næstkomandi í kjölfar þess að innan við 1 prósent hluthafa í Aer Lingus studdi tilboðið. Viðskipti erlent 6.12.2006 15:03 Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra. Viðskipti innlent 6.12.2006 14:04 Fons kaupir hlut Straums Burðaráss í 365 hf. Straumur Burðarás fjárfestingarbanki hefur selt allan hlut sinn í 365 hf., alls 9,23 prósent. Kaupandi er Fons eignarhaldsfélag sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Eftir kaupin á Fons og tengd félög tæp 15 prósent í félaginu sem m.a. rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir.is. Innlent 6.12.2006 10:48 Vöruskipti óhagstæð um 13 milljarða í október Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 13 milljarða krónur í nóvember samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta er 2 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Aukinn vöruskiptajöfnuð má rekja til sveiflna í olíuinnflutningi. Viðskipti innlent 6.12.2006 09:27 Kreditkortavelta jókst um 23 prósent á árinu Kreditkortavelta heimila hérlendis var 23,0% meiri á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði nemur aukningin 22,1% samanborið við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 6,9% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 6.12.2006 09:21 Forstjóraskipti hjá Rio Tinto Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese. Viðskipti erlent 5.12.2006 16:10 Ríkið selur hlut sinn í Alitalia Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja 30,1 prósents hlut sinn í flugfélaginu Alitalia gegn ákveðnum skilyrðum. Franska flugfélagið Air France-KLM hefur haft hug á kaupum og samruna flugfélaganna. Af því geti aðeins orðið verði skuldastaða flugfélagsins bætt verulega. Viðskipti erlent 5.12.2006 15:24 Glitnir opnar skrifstofu í Shanghai Glitnir opnaði í dag skrifstofu í Shanghai í Kína sem hefur það hlutverk að veita almenna fjármálaþjónustu á áherslusviðum bankans á alþjóðavettvangi en það eru meðal annars matvælaiðnaður, sjávarútvegur, sjálfbær orkuframleiðsla og skipaiðnaður. Innlent 5.12.2006 14:25 Næstmesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:59 Sensex í nýjum methæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:52 Erlendir fjárfestar eiga tæp fimm prósent í Icelandair Group Erlendir fagfjárfestar eiga nú tæplega fimm prósenta hlut í Icelandair Group Holding en hlutafjárútboði félagsins lauk í gær. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að í boði hafi verði hlutir að söluvirði nærri fimm milljarðar króna en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð og því var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu. Innlent 5.12.2006 10:51 Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu. Viðskipti innlent 4.12.2006 13:40 Actavis hækkar hlutafé vegna kaupréttarsamninga Stjórn Actavis Group hf. ákvað á föstudag í síðustu viku, 1. desember síðastliðinn, að nýta heimild sína til hækkunar hlutafjár til að mæta skuldbindingum félagsins vegna kaupréttarsamninga við starfsmenn. Viðskipti innlent 4.12.2006 13:35 Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 12:13 Gengi Pfizer féll Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfi. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 09:42 Vogun ver sig Viðskipti innlent 1.12.2006 22:27 Aer Lingus boðar hagræðingu Írska flugfélagið Aer Lingus, sem var einkavætt í septemberlok, hefur boðað hagræðingaraðgerðir á næsta ári til að draga úr útgjöldum og auka hagnað fyrirtækisins. Viðskipti erlent 1.12.2006 15:47 Aldrei fleiri ferðamenn til Írlands Aldrei fleiri ferðmenn hafa sótt Írland heim en á þessu ári. 8,8 milljónir ferðamanna komu landsins það sem af er árs, en það er 8,5 prósenta aukning á milli ára og met, samkvæmt írska blaðinu Tourism Ireland. Viðskipti erlent 1.12.2006 15:13 Seðlabankinn skráir 25 nýja gjaldmiðla Ísraelskur sikill, kínverskt júan, ungversk forinta og pólskt slot er meðal þeirra 25 gjaldmiðla sem Seðlabanki Íslands byrjaði að skrá í dag en skráning miðgengis þeirra er birt á heimasíðu bankans. Gjaldmiðlarnir 25 bætast við þá tíu gjaldmiðla sem hingað til hafa verið skráðir hjá bankanum, en bæði kaup-, sölu- og miðgengi þessarra gjaldmiðla hefur verið skráð. Innlent 1.12.2006 10:52 Minna atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:51 Kaup hindruðu ekki samkeppni Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað að kaup skipaþjónustufyrirtækisins O.W. Bunker og Trading A/S í Danmörku á öllu hlutafé Grupo ABC Atlantic Bunker S.L. hindri ekki virka samkeppni og sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa OW á ABC. Innlent 1.12.2006 10:40 Kerkorian selur meira í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent. Viðskipti erlent 1.12.2006 09:24 « ‹ 97 98 99 100 101 102 103 104 105 … 223 ›
Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga. Viðskipti erlent 7.12.2006 11:28
GM dregur úr framleiðslu sportjeppa Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætlanir stóðu til, aukinnar samkeppni frá Japan og hærri eldsneytisverð. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:50
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi Reiknað er með að Englandsbanki muni ákveða að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5 prósent og hafa aldrei verið hærri. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:40
Lufthansa fær vélar frá Boeing og Airbus Hollenska flugfélagið Lufthansa hefur pantað 20 nýjar 747 farþegarflugvélar frá Boeing auk þess að tryggja sér rétt til að kaupa 20 til viðbótar. Þá hefur flugfélagið ennfremur keypt sjö A340 farþegaflugvélar frá Airbus. Samanlagt kaupvirði nemur 6,9 milljörðum bandaríkjadala eða 477 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:20
Lykilstarfsmenn kaupa á hálfvirði Actavis hefur skráð hlutafjáraukningu upp á tæpan milljarð króna að markaðsvirði til að mæta kaupréttarsamningum félagsins við starfsmenn, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Að nafnverði nemur aukningin tæplega 14,8 milljónum króna. Viðskipti innlent 6.12.2006 22:23
Fötin í jólaköttinn Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti. Viðskipti innlent 6.12.2006 22:16
Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði. Viðskipti innlent 6.12.2006 16:55
Grænt ljós á kaup NYSE á Euronext Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext greindi frá því í dag að ráðgjafaþjónusta um góða stjórnarhætti fyrirtækja (ISS) hefði mælt með yfirtökutilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 6.12.2006 15:45
Ryanair framlengir tilboðsfrest í Aer Lingus Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboðsfrest í írska innanlandsflugfélagið Aer Lingus fram til 22. desember næstkomandi í kjölfar þess að innan við 1 prósent hluthafa í Aer Lingus studdi tilboðið. Viðskipti erlent 6.12.2006 15:03
Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra. Viðskipti innlent 6.12.2006 14:04
Fons kaupir hlut Straums Burðaráss í 365 hf. Straumur Burðarás fjárfestingarbanki hefur selt allan hlut sinn í 365 hf., alls 9,23 prósent. Kaupandi er Fons eignarhaldsfélag sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Eftir kaupin á Fons og tengd félög tæp 15 prósent í félaginu sem m.a. rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir.is. Innlent 6.12.2006 10:48
Vöruskipti óhagstæð um 13 milljarða í október Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 13 milljarða krónur í nóvember samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta er 2 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Aukinn vöruskiptajöfnuð má rekja til sveiflna í olíuinnflutningi. Viðskipti innlent 6.12.2006 09:27
Kreditkortavelta jókst um 23 prósent á árinu Kreditkortavelta heimila hérlendis var 23,0% meiri á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði nemur aukningin 22,1% samanborið við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 6,9% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 6.12.2006 09:21
Forstjóraskipti hjá Rio Tinto Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese. Viðskipti erlent 5.12.2006 16:10
Ríkið selur hlut sinn í Alitalia Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja 30,1 prósents hlut sinn í flugfélaginu Alitalia gegn ákveðnum skilyrðum. Franska flugfélagið Air France-KLM hefur haft hug á kaupum og samruna flugfélaganna. Af því geti aðeins orðið verði skuldastaða flugfélagsins bætt verulega. Viðskipti erlent 5.12.2006 15:24
Glitnir opnar skrifstofu í Shanghai Glitnir opnaði í dag skrifstofu í Shanghai í Kína sem hefur það hlutverk að veita almenna fjármálaþjónustu á áherslusviðum bankans á alþjóðavettvangi en það eru meðal annars matvælaiðnaður, sjávarútvegur, sjálfbær orkuframleiðsla og skipaiðnaður. Innlent 5.12.2006 14:25
Næstmesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:59
Sensex í nýjum methæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:52
Erlendir fjárfestar eiga tæp fimm prósent í Icelandair Group Erlendir fagfjárfestar eiga nú tæplega fimm prósenta hlut í Icelandair Group Holding en hlutafjárútboði félagsins lauk í gær. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að í boði hafi verði hlutir að söluvirði nærri fimm milljarðar króna en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð og því var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu. Innlent 5.12.2006 10:51
Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu. Viðskipti innlent 4.12.2006 13:40
Actavis hækkar hlutafé vegna kaupréttarsamninga Stjórn Actavis Group hf. ákvað á föstudag í síðustu viku, 1. desember síðastliðinn, að nýta heimild sína til hækkunar hlutafjár til að mæta skuldbindingum félagsins vegna kaupréttarsamninga við starfsmenn. Viðskipti innlent 4.12.2006 13:35
Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 12:13
Gengi Pfizer féll Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfi. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 09:42
Aer Lingus boðar hagræðingu Írska flugfélagið Aer Lingus, sem var einkavætt í septemberlok, hefur boðað hagræðingaraðgerðir á næsta ári til að draga úr útgjöldum og auka hagnað fyrirtækisins. Viðskipti erlent 1.12.2006 15:47
Aldrei fleiri ferðamenn til Írlands Aldrei fleiri ferðmenn hafa sótt Írland heim en á þessu ári. 8,8 milljónir ferðamanna komu landsins það sem af er árs, en það er 8,5 prósenta aukning á milli ára og met, samkvæmt írska blaðinu Tourism Ireland. Viðskipti erlent 1.12.2006 15:13
Seðlabankinn skráir 25 nýja gjaldmiðla Ísraelskur sikill, kínverskt júan, ungversk forinta og pólskt slot er meðal þeirra 25 gjaldmiðla sem Seðlabanki Íslands byrjaði að skrá í dag en skráning miðgengis þeirra er birt á heimasíðu bankans. Gjaldmiðlarnir 25 bætast við þá tíu gjaldmiðla sem hingað til hafa verið skráðir hjá bankanum, en bæði kaup-, sölu- og miðgengi þessarra gjaldmiðla hefur verið skráð. Innlent 1.12.2006 10:52
Minna atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:51
Kaup hindruðu ekki samkeppni Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað að kaup skipaþjónustufyrirtækisins O.W. Bunker og Trading A/S í Danmörku á öllu hlutafé Grupo ABC Atlantic Bunker S.L. hindri ekki virka samkeppni og sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa OW á ABC. Innlent 1.12.2006 10:40
Kerkorian selur meira í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent. Viðskipti erlent 1.12.2006 09:24