![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4010.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4075.png)
Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar.
Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur.
Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings.
Þurftu að hætta við lendingu í Dublin.
24 ára gamall karlmaður var handtekinn í Amsterdam fyrr í mánuðinum grunaður um peningaþvætti. Lögregla fann háar fjárhæðir í þvottavél í aðsetri mannsins.
Meirihluti svissneskra kjósenda hafnaði í dag að svissnesk landslög skyldu verða æðri alþjóðalögum og alþjóðasamningum.
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun.
Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar.
Hillary Clinton telur að rekja megi upprisu popúlista í Evrópu og Bandaríkjunum til umræðu um innflytjendur.
Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær.
Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk.
Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá.
Bosnía og Hersegóvína Nýir meðlimir í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu voru settir í embætti í gær.
Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás.
Átti að festa bæinn Kikinda í sessi sem uglubæ en hefur vakið athygli af allt annarri ástæðu.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt í dag til Lettlands í opinbera heimsókn sem standa mun dagana 16. til 18. nóvember.
Rússnesk stjórnvöld voru dæmd til að greiða leiðtoga stjórnarandstöðunnar skaðabætur vegna handtaka í tengslum við fjöldamótmæli í Mannréttindadómstól Evrópu í dag.
Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina.
Rúmenskur karlmaður stakk mann eftir deilur um bifreið, skömmu síðar ók hann sömu bifreið á verslunarmiðstöð í borginni Braila.
Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna.
Þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýna yfirlýsingar Jeremys Corbyn í viðtali við þýska blaðið Spiegel.
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, opinberaði rannsóknina á blaðamannafundi í morgun en hún snýr að 70 ára manni sem nú er sestur í helgan stein frá hernum.
69 ára gamall hollenskur maður hefur höfðað mál í heimalandi sínu svo hann geti breytt fæðingardegi sínum úr 11. mars 1949 í 11. mars 1969.
Umræddir áhafnarmeðlimir þóttust sofa á flugvallargólfi á sviðsettri mynd sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum.
Vatnshæðin í Rínarfljóti er svo lág vegna þurrks að flutningaskip hafa ekki getað siglt fullfermd um nokkurra mánaða skeið.
Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) virðist hafa beðið ósigur í sveitarstjórnarkosningum í Póllandi í gær.
Fimm menn eru í haldi vegna sýruárásarinnar sem átti sér stað í lok júlí.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast.