
Hryðjuverk í London

Guðni sendir samúðarkveðju til Breta
Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi.

May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina
Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars.

Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market
Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir.

Sex látnir og árásarmennirnir skotnir til bana í hryðjuverkaárás í London
Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu.

Gerðu húsleit á nokkrum stöðum í London og Kent
Kona skotin af lögreglu en aðgerðir lögreglu tengjast handtöku á manni sem er sagður hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk í Whitehall í gær.

Segja samfélagsmiðla þurfa að gera meira gegn öfgum
„Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“

Tveir enn í haldi vegna árásarinnar í London
Níu af þeim ellefu sem hafa verið handtekin hefur verið sleppt.

Hver eru fórnarlömbin í London?
Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi.

ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í London
Fréttaveita hryðjuverkasamtakanna, Amaq, segir árásarmanninn hafa verið "hermann“ ISIS.

Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Lundúnum
Réttarhöld yfir sex öfgasinnuðum múslímum, sem sakaðir eru um að skipuleggja sjálfsmorðsárásir í Lundúnum í júlí árið 2005, hófust í borginni í morgun.

Lundúnabúar óttast ekki að taka neðanjarðarlestir
Yfirmaður lögreglunnar í London segir aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkaárásir verði gerðar aftur í London. Þrátt yfirlýsingar eins og þessa óttast Lundúnarbúar ekki hryðjuverk.
Tíu menn handteknir
Breska lögreglan framkvæmdi á laugardaginn húsleit í Derby, Wolverhampton og Croydon
Einn árásarmannanna framseldur
Hússein Osman, einn mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London tuttugasta og fyrsta júlí, mun á næstu dögum fara í fyrsta sinn fyrir rétt í Bretlandi. Hann var framseldur frá Ítalíu í gær en þar hafði lögregla uppi á honum eftir árásirnar.

Londonárás: Æfðu aðgerðirnar
Mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í London sjöunda júlí æfðu aðgerðirnar í neðanjarðarlestum rétt rúmri viku fyrir árásirnar. Breska lögreglan telur mögulegt að þær upplýsingar varpi ljósi á hver var höfuðpaurinn á bak við árásirnar sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið.

Könnuðu aðstæður 2 vikum áður
Breska lögreglan birti í morgun myndir úr eftirlitsmyndavélum sem sýna þrjá þeirra sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásirnar mannskæðu í Lundúnum sjöunda júlí vera að kanna aðstæður í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar.

Fórnarlamba minnst
Fyrsti varanlegi minnisvarðinn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Lundúnum í síðasta mánuði var afhjúpaður við látlausa athöfn síðdegis. Minnisvarðinn er einfaldur skjöldur í garði skammt frá Thames, en í þessum garði varð til einskonar bráðabirgðaminnisvarði strax í kjölfar hryðjuverkanna. Þúsundir lögðu þar blóm og smámuni til að votta virðingu sína.

Brasilísk stjórnvöld vilja svör
Ian Blair kveðst nú ekki hafa vitað að brasilíumaðurinn Jean Charles De Menezes hefði verið blásaklaus fyrr en sólarhring eftir að hann var skotinn á neðanjarðarlestarstöð í misgripum fyrir hryðjuverkamann.

Ian Blair segir ekki af sér
Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, ætlar ekki að segja upp starfi sínu þrátt fyrir háværar kröfur þess efnis. Ástæðan eru rangfærslur hans eftir að brasilískur karlmaður var skotinn til bana í misgripum á neðanjarðarlestarstöð í borginni.

Vilja ferðamenn á ný
Yfirvöld í Lundúnum ætla að eyða milljónum punda í auglýsingaherferð sem miðar að því að fá ferðamenn til borgarinnar en þeim hefur fækkað mikið í borginni síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í lestum og strætisvagni borgarinnar þann 7. júlí síðastliðinn.

Krefjast afsagnar Ian Blair
Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, verður að segja af sér, segja ættingjar Brasilíumannsins Jeans Charles de Menezes, sem skotinn var í misgripum í neðanjarðarlestarstöð í borginni í síðasta mánuði.

Tímabundið framsal á Hussain
Dómstóll á Ítalíu fjallar sem stendur um framsalsbeiðni Breta sem vilja að Osman Hussain, sem einnig er þekktur sem Hamdi Isaac, verði sendur til Bretlands. Yfirvöld þar vilja yfirheyra og ákæra hann fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkaárásum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn.

Menezes skotinn vegna mistaka
Mistök leiddu til þess að breskir lögreglumenn skutu til bana brasilískan mann sem þeir töldu hryðjuverkamann, í Lundúnum fyrir nokkru. Lögreglumennirnir skutu Jean Charles de Menezes átta sinnum á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum þann tuttugasta og annan júlí síðastliðinn, daginn eftir seinni hrinu árása í borginni.
Engin höfuðpaur bak við hryðjuverk
Engin tengsl voru á milli árásarmannanna sem bönuðu 52 þann sjöunda júlí og þeirra sem gerðu tilraun til hryðjuverkaárása 21. júlí. Þetta eru frumniðurstöður hryðjuverkarannsóknar breskra löggæslustofnana sem The Independent greindi frá í gær.
Spurning um hvenær en ekki hvort
"Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort hryðjuverkaárás verði gerð í fjármálahverfi Lundúna," sagði James Hart lögreglustjóri. Hann segir fjármálahverfið áberandi skotmark og að árás þar geti haft miklar afleiðingar. Hann sagði þó að engar haldbærar vísbendingar hefðu borist.

Gæsluvarðhald framlengt
Þrír þeirra sem talið er víst að hafi gert misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn voru úrskurðaðir í lengra gæsluvarðhald í dag.

Búa sig undir frekari árásir
Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma.

Ákærður fyrir tilræðin 21.júlí
Bresk yfirvöld hafa ákært Yasin Omar, einn fjórmenninganna sem stóðu að misheppnuðum sprengjutilræðum í þremur jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí síðastliðinn. Omar var handtekinn viku eftir árásirnar í Birmingham og er sá fyrsti af mönnunum fjórum sem ákærður er fyrir tilræðin.

Hótar frekari hryðjuverkum
Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað.
Viðvaranir mannréttindahópa
Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað.

Vill aukin úrræði fyrir ráðherra
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vill að völd heimavarnaráðherra landsins verði aukin. Þetta kemur í kjölfar hótana eins æðsta yfirmanns al-Qaida samtakanna um frekari hryðjuverkaárásir á London. Blair vill að heimavarnaráðherrann fái aukin völd til að vísa erlendum mönnum, sem ekki eru taldir vinna að þjóðarhag, úr landi. Blair mun halda fréttamannafund í dag um málið áður en hann heldur i sumarfrí.