Vísindi Íslaust Norðurheimskaut árið 2040 Vísindamenn búast við því að magn íss á norðurheimskautinu muni ná metlægðum í lok þessa sumars. Mælingar sem Snjó og ís rannsóknarstofnun Bandaríkjanna gerði benda til þess að um þrjátíu prósent minna sé af sjóís nú en í meðalári. Þar sem ís heldur áfram að bráðna fram í miðjan september reikna vísindamennirnir með því að þá verði minna af ís en nokkru sinni áður. Þeir spá því að norðurheimskautið verði orðið íslaust með öllu á sumrin árið 2040. Erlent 14.8.2007 08:58 Kalashnikov riffillinn 60 ára Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi. Erlent 13.8.2007 19:19 Kínverjar nota genameðferð við krabbameini Læknar í Kína hafa notað genameðferð við krabbameini og segja árangurinn góðann. Vestræn ríki hafa hikað við að fara þá leið. Erlent 13.8.2007 19:14 Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. Erlent 13.8.2007 16:44 Sjónvarpsgláp á unga aldri Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington. Erlent 13.8.2007 00:34 Dogster og Catster Bestu vinir mannsins eru líka með heimasíður. Á vefsíðunum dogster.com og catster.com geta hundar (eða öllu heldur eigendur þeirra) skráð veflýsingu á sjálfum sér. Til dæmis gæti hvutti sagst dýrka strendur, garða og að elta bolta, en kisa að hún uni sér best í sólinni og líki vel að tæta niður klósettpappír í frítímum. Síðan er kannski ekki ósvipuð barnalandi.is sem flestir þekkja. Erlent 13.8.2007 00:26 Skíðakerra smábarnsins Nú er ekki lengur vandamál að fara í göngutúr með kerruna þó úti sé alltaf að snjóa. Margir foreldrar hérlendis kannast við það að brölta með barnavagninn á snjóþungum vetrum. En það þarf ekki að vera svo erfitt. Með því að smella þessum skemmtilegu skíðum undir hjól kerrunnar, er hægt að ferðast um í snjónum en líka á ströndinni. Erlent 13.8.2007 00:23 Skemmdirnar á Endeavour minniháttar Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag. Erlent 12.8.2007 16:49 Óttast um geimferjuna Endeavour Erlent 11.8.2007 11:26 Dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkóhóls Yfirvöld ættu að íhuga að bæta folínsýru í brauð eða korn til að auka neyslu þess meðal Íslendinga segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum. Nýleg rannsókn sýnir að neysla fólinsýru minnkar líkur á krabbameini og dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkahóls. Erlent 10.8.2007 18:55 Geimhótel opnar árið 2012 Fyrsta hótelið sem fyrirhugað er að opna í geimnum, "Galactic Suite", áætlar að vera búið að opna fyrir viðskipti árið 2012. Arkitektarnir sem að eru að hanna hótelið segja að það verði það dýrasta í heiminum, en þriggja daga dvöl þar mun kosta 4 milljón dollara eða um 265 milljónir íslenskra króna. Erlent 10.8.2007 18:09 Kortleggja allt yfirborð tunglsins Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins. Ouyang Ziyuan yfirmaður fyrstu tunglkönnunar áætlunar landsins tilkynnti þetta í dag. Hann sagði Kína ætla að skjóta á loft tunglfarinu Chang'e One seinnipart árs 2007, en því er ætlað að taka þrívíddar myndir af tunglinu. Einnig áætla þeir að vera búnir að lenda ómönnuðu fari á tunglinu fyrir árið 2010. Erlent 10.8.2007 14:42 Stærstur í heimi Stærsti maður í heimi ku vera Úkraínumaðurinn Leonid Stadnik en hann mælist 2 metrar og 57 sentimetrar á hæð. Sakvæmt heimsmetabók Guiness þá er Stadnik rúmlega 22 sentimetrum hærri en fyrirrennari hans, Baó Tjintjún en hann er ekki nema tveir metrar og 36 sentimetrar á hæð. Erlent 9.8.2007 18:44 Sex nýjar dýradegundir fundnar Í rannsóknarleiðangri um afskekkt svæði í frumskógum Kongó fundu vísindamenn sex áður óþekktar dýrategundir. Um er að ræða eina tegund leðurblaka, eina rottutegund, tvær tengdir snjáldurmúsa og tvær froskategundir. Erlent 8.8.2007 18:55 Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. Erlent 9.8.2007 14:30 Sléttumýs skekja Spán Sístækkandi stofn sléttumúsa, sem herja á Mið-Spán og skemma stærðarinnar ræktarlönd, er orðinn að þvílíkri plágu að þarlend stjórnvöld hyggjast grípa til þess neyðarúrræðis að leggja eld að stórum svæðum til að vinna bug á kvikindunum. Erlent 9.8.2007 13:34 Getur gosið á hverri stundu Vísindamenn hafa fundið tvö gömul rekbelti og eldfjall á hafsbotni á Reykjaneshrygg sem er hið eina sinnar tegundar í heiminum. Þessar merku uppgötvanir eru niðurstöður rannsóknarleiðangurs sem fræðimenn frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Hawaii héldu í í sumar á rannsóknarskipinu Knorr. Erlent 8.8.2007 22:25 Framkvæmdir hafnar í Bæjaralandi Í gær hófust framkvæmdir við fyrstu jarðvarmavirkjun íslenska fyrirtækisins Enex í Geretsried í Þýskalandi. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var viðstaddur athöfnina og tók fyrstu skóflustunguna. Erlent 8.8.2007 22:25 Stærsta þekkta reikistjarna í heimi Stjörnuathugunarfólk hefur uppgötvað stærstu reikistjörnu af þeim sem hingað til eru þekktar í Alheiminum. Gripurinn er tuttugu sinnum stærri en jörðin og 1,7 sinnum stærri en Júpíter. Erlent 8.8.2007 16:41 Allt um höfrunga Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru algengastir í grunnum sjó eða við yfirborð sjávar en stunda ekki mikla djúpköfun líkt og reyðarhvalir eða aðrir hópar tannhvala. Erlent 8.8.2007 16:34 Höfrungategund aldauða Tegund sérstæðra ferskvatns höfrunga er útdauð, eða svo telja vísindamenn sem lögðu í leiðangur til að rannsaka höfrungana. Þeir fundu ekki eina skepnu. Höfrungarnir lifðu eingöngu í Kína þar sem þeir voru þekktir sem Baijis. Erlent 8.8.2007 15:08 Slökkt á sónar til verndar hvölum Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009. Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. Erlent 7.8.2007 16:06 Risapanda elur sinn fjórða hún Hin 16 ára risapanda Bai Yun ól sinn fjórða hún í dýragarði í San Diego á föstudaginn. Ekki er vitað að hvaða kyni húnninn er en það kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Húnninn, sem nú er einn þúsundasti af stærð fullvaxta pöndu, grét sama og ekkert þegar hann var kominn í heiminn og þykir það vera til marks um lagni móðurinnar. Erlent 5.8.2007 14:27 Enn leitað að lífi á Mars Ómannað könnunarfar á vegum Nasa, Phoenix, tókst á loft frá Flórída í dag og heldur nú í níu mánaða ferðalag til reikistjörnunnar Mars. Þar er fyrirhuguð leit að mögulegu lífi á plánetunni, nú eða áður. Enn er allt á huldu hvort líf þrífist eða hafi þrifist á Mars. Erlent 3.8.2007 14:17 Kjósa aðrar aðgerðir gegn mengun Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að láta kolefnisjafna þær bifreiðir sem sveitarfélagið rekur. Fulltrúar annarra sveitarfélaga hyggjast ekki fylgja fordæmi Garðbæinga. Erlent 3.8.2007 20:25 Skipt um óþéttan loka í Endeavour Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti á miðvikudaginn að skipta ætti um óþéttan loka í geimferjunni Endeavour. Áætlað er að skjóta ferjunni á loft næsta þriðjudag. Erlent 2.8.2007 15:31 Tengsl milli tekna og offitu barna Ný rannsókn bendir til þess að börn ríkra foreldra og vinnandi mæðra séu í meiri hættu á að verða of feit. Vísindamenn hjá „The Institute of Child Health“ í London fylgdu eftir þrettán þúsund börnum frá fæðingu til þriggja ára aldurs. Erlent 1.8.2007 16:32 Leysisprentarar skaðlegir heilsunni Það getur ógnað heilsu fólk að umgangast leysisprentara. Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað örsmár skaðlegar agnir sem leysisprentarar gefa frá sér í talsverðum mæli. Erlent 31.7.2007 18:18 Átta miljón ára kýprustré finnast Nokkrar afar heillegar leifar af átta miljón ára gömlum kýprustrjám uppgötvuðust í Ungverjalandi á dögunum. Fundurinn þykir merkilegur því upprunalegi viður trjánna hefur varðveist að stóru leyti, en ekki steingerst. Trén gætu því svarað mörgum spurningum um loftslag á nýlífsöld. Erlent 31.7.2007 16:29 Óhollara lungum að reykja kannabis en tóbak Það er jafn óhollt að reykja eina kannabissjónu og fimm sígarettur. Þetta er niðurstaða vísindamanna á Nýja-Sjálandi sem skoðuðu 339 reykingamenn beggja efna. Samkvæmt rannsókninni hefur kannabisreykur mun víðtækari og meira eyðileggjandi áhrif á lungun. Erlent 31.7.2007 15:30 « ‹ 42 43 44 45 46 47 48 49 50 … 53 ›
Íslaust Norðurheimskaut árið 2040 Vísindamenn búast við því að magn íss á norðurheimskautinu muni ná metlægðum í lok þessa sumars. Mælingar sem Snjó og ís rannsóknarstofnun Bandaríkjanna gerði benda til þess að um þrjátíu prósent minna sé af sjóís nú en í meðalári. Þar sem ís heldur áfram að bráðna fram í miðjan september reikna vísindamennirnir með því að þá verði minna af ís en nokkru sinni áður. Þeir spá því að norðurheimskautið verði orðið íslaust með öllu á sumrin árið 2040. Erlent 14.8.2007 08:58
Kalashnikov riffillinn 60 ára Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi. Erlent 13.8.2007 19:19
Kínverjar nota genameðferð við krabbameini Læknar í Kína hafa notað genameðferð við krabbameini og segja árangurinn góðann. Vestræn ríki hafa hikað við að fara þá leið. Erlent 13.8.2007 19:14
Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. Erlent 13.8.2007 16:44
Sjónvarpsgláp á unga aldri Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington. Erlent 13.8.2007 00:34
Dogster og Catster Bestu vinir mannsins eru líka með heimasíður. Á vefsíðunum dogster.com og catster.com geta hundar (eða öllu heldur eigendur þeirra) skráð veflýsingu á sjálfum sér. Til dæmis gæti hvutti sagst dýrka strendur, garða og að elta bolta, en kisa að hún uni sér best í sólinni og líki vel að tæta niður klósettpappír í frítímum. Síðan er kannski ekki ósvipuð barnalandi.is sem flestir þekkja. Erlent 13.8.2007 00:26
Skíðakerra smábarnsins Nú er ekki lengur vandamál að fara í göngutúr með kerruna þó úti sé alltaf að snjóa. Margir foreldrar hérlendis kannast við það að brölta með barnavagninn á snjóþungum vetrum. En það þarf ekki að vera svo erfitt. Með því að smella þessum skemmtilegu skíðum undir hjól kerrunnar, er hægt að ferðast um í snjónum en líka á ströndinni. Erlent 13.8.2007 00:23
Skemmdirnar á Endeavour minniháttar Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag. Erlent 12.8.2007 16:49
Dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkóhóls Yfirvöld ættu að íhuga að bæta folínsýru í brauð eða korn til að auka neyslu þess meðal Íslendinga segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum. Nýleg rannsókn sýnir að neysla fólinsýru minnkar líkur á krabbameini og dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkahóls. Erlent 10.8.2007 18:55
Geimhótel opnar árið 2012 Fyrsta hótelið sem fyrirhugað er að opna í geimnum, "Galactic Suite", áætlar að vera búið að opna fyrir viðskipti árið 2012. Arkitektarnir sem að eru að hanna hótelið segja að það verði það dýrasta í heiminum, en þriggja daga dvöl þar mun kosta 4 milljón dollara eða um 265 milljónir íslenskra króna. Erlent 10.8.2007 18:09
Kortleggja allt yfirborð tunglsins Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins. Ouyang Ziyuan yfirmaður fyrstu tunglkönnunar áætlunar landsins tilkynnti þetta í dag. Hann sagði Kína ætla að skjóta á loft tunglfarinu Chang'e One seinnipart árs 2007, en því er ætlað að taka þrívíddar myndir af tunglinu. Einnig áætla þeir að vera búnir að lenda ómönnuðu fari á tunglinu fyrir árið 2010. Erlent 10.8.2007 14:42
Stærstur í heimi Stærsti maður í heimi ku vera Úkraínumaðurinn Leonid Stadnik en hann mælist 2 metrar og 57 sentimetrar á hæð. Sakvæmt heimsmetabók Guiness þá er Stadnik rúmlega 22 sentimetrum hærri en fyrirrennari hans, Baó Tjintjún en hann er ekki nema tveir metrar og 36 sentimetrar á hæð. Erlent 9.8.2007 18:44
Sex nýjar dýradegundir fundnar Í rannsóknarleiðangri um afskekkt svæði í frumskógum Kongó fundu vísindamenn sex áður óþekktar dýrategundir. Um er að ræða eina tegund leðurblaka, eina rottutegund, tvær tengdir snjáldurmúsa og tvær froskategundir. Erlent 8.8.2007 18:55
Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. Erlent 9.8.2007 14:30
Sléttumýs skekja Spán Sístækkandi stofn sléttumúsa, sem herja á Mið-Spán og skemma stærðarinnar ræktarlönd, er orðinn að þvílíkri plágu að þarlend stjórnvöld hyggjast grípa til þess neyðarúrræðis að leggja eld að stórum svæðum til að vinna bug á kvikindunum. Erlent 9.8.2007 13:34
Getur gosið á hverri stundu Vísindamenn hafa fundið tvö gömul rekbelti og eldfjall á hafsbotni á Reykjaneshrygg sem er hið eina sinnar tegundar í heiminum. Þessar merku uppgötvanir eru niðurstöður rannsóknarleiðangurs sem fræðimenn frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Hawaii héldu í í sumar á rannsóknarskipinu Knorr. Erlent 8.8.2007 22:25
Framkvæmdir hafnar í Bæjaralandi Í gær hófust framkvæmdir við fyrstu jarðvarmavirkjun íslenska fyrirtækisins Enex í Geretsried í Þýskalandi. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var viðstaddur athöfnina og tók fyrstu skóflustunguna. Erlent 8.8.2007 22:25
Stærsta þekkta reikistjarna í heimi Stjörnuathugunarfólk hefur uppgötvað stærstu reikistjörnu af þeim sem hingað til eru þekktar í Alheiminum. Gripurinn er tuttugu sinnum stærri en jörðin og 1,7 sinnum stærri en Júpíter. Erlent 8.8.2007 16:41
Allt um höfrunga Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru algengastir í grunnum sjó eða við yfirborð sjávar en stunda ekki mikla djúpköfun líkt og reyðarhvalir eða aðrir hópar tannhvala. Erlent 8.8.2007 16:34
Höfrungategund aldauða Tegund sérstæðra ferskvatns höfrunga er útdauð, eða svo telja vísindamenn sem lögðu í leiðangur til að rannsaka höfrungana. Þeir fundu ekki eina skepnu. Höfrungarnir lifðu eingöngu í Kína þar sem þeir voru þekktir sem Baijis. Erlent 8.8.2007 15:08
Slökkt á sónar til verndar hvölum Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009. Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. Erlent 7.8.2007 16:06
Risapanda elur sinn fjórða hún Hin 16 ára risapanda Bai Yun ól sinn fjórða hún í dýragarði í San Diego á föstudaginn. Ekki er vitað að hvaða kyni húnninn er en það kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Húnninn, sem nú er einn þúsundasti af stærð fullvaxta pöndu, grét sama og ekkert þegar hann var kominn í heiminn og þykir það vera til marks um lagni móðurinnar. Erlent 5.8.2007 14:27
Enn leitað að lífi á Mars Ómannað könnunarfar á vegum Nasa, Phoenix, tókst á loft frá Flórída í dag og heldur nú í níu mánaða ferðalag til reikistjörnunnar Mars. Þar er fyrirhuguð leit að mögulegu lífi á plánetunni, nú eða áður. Enn er allt á huldu hvort líf þrífist eða hafi þrifist á Mars. Erlent 3.8.2007 14:17
Kjósa aðrar aðgerðir gegn mengun Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að láta kolefnisjafna þær bifreiðir sem sveitarfélagið rekur. Fulltrúar annarra sveitarfélaga hyggjast ekki fylgja fordæmi Garðbæinga. Erlent 3.8.2007 20:25
Skipt um óþéttan loka í Endeavour Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti á miðvikudaginn að skipta ætti um óþéttan loka í geimferjunni Endeavour. Áætlað er að skjóta ferjunni á loft næsta þriðjudag. Erlent 2.8.2007 15:31
Tengsl milli tekna og offitu barna Ný rannsókn bendir til þess að börn ríkra foreldra og vinnandi mæðra séu í meiri hættu á að verða of feit. Vísindamenn hjá „The Institute of Child Health“ í London fylgdu eftir þrettán þúsund börnum frá fæðingu til þriggja ára aldurs. Erlent 1.8.2007 16:32
Leysisprentarar skaðlegir heilsunni Það getur ógnað heilsu fólk að umgangast leysisprentara. Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað örsmár skaðlegar agnir sem leysisprentarar gefa frá sér í talsverðum mæli. Erlent 31.7.2007 18:18
Átta miljón ára kýprustré finnast Nokkrar afar heillegar leifar af átta miljón ára gömlum kýprustrjám uppgötvuðust í Ungverjalandi á dögunum. Fundurinn þykir merkilegur því upprunalegi viður trjánna hefur varðveist að stóru leyti, en ekki steingerst. Trén gætu því svarað mörgum spurningum um loftslag á nýlífsöld. Erlent 31.7.2007 16:29
Óhollara lungum að reykja kannabis en tóbak Það er jafn óhollt að reykja eina kannabissjónu og fimm sígarettur. Þetta er niðurstaða vísindamanna á Nýja-Sjálandi sem skoðuðu 339 reykingamenn beggja efna. Samkvæmt rannsókninni hefur kannabisreykur mun víðtækari og meira eyðileggjandi áhrif á lungun. Erlent 31.7.2007 15:30