Fréttir Fólk innlyksa á landamærum Að minnsta kosti nokkur hundruð manns hafa látið lífið í óeirðum í suðurhluta Kirgisistans síðustu daga, að mati Rauða krossins. Æ fleiri fréttir berast af því að ýtt hafi verið undir átökin beinlínis til þess að koma bráðabirgðastjórn landsins frá völdum. Erlent 15.6.2010 22:44 Ætlaði að leita bin Laden uppi Bandaríkjamaður, vopnaður skammbyssu og 102 sentimetra löngu sverði, fannst einn á ferð í skógi í norðvestanverðu Pakistan á sunnudag. Erlent 15.6.2010 22:45 Vilja draga umsókn til baka Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Innlent 14.6.2010 22:32 Barist um bensíndropann Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Innlent 14.6.2010 22:32 Formaður má ekki segja frá Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. Innlent 14.6.2010 22:32 44 verslanir opnar allan sólarhringinn Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Innlent 14.6.2010 22:32 Útikennslustofa gjörónýt eftir bruna Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á útikennslustofu í grenndarskógi Selásskóla við Rauðavatn. Innlent 14.6.2010 22:32 Upprættu öflugan kannabishring Karlmaður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. júní næstkomandi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 14.6.2010 22:32 Tillögur um lúpínu ekki skynsamlegar „Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Innlent 14.6.2010 22:32 Hlutabréf Marels hækka um 1,3 prósent Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 1,3 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Össurar, sem fór upp um 0,82 prósent. Önnur hlutabréf á Aðallista hreyfðust ekki úr stað. Viðskipti innlent 2.6.2010 16:59 Betur horfir í efnahagslífinu Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Almennt var reiknað með þessari ákvörðun bankastjórnarinnar í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 21.5.2010 21:42 Yngstu þjófarnir voru átta ára Yngstu einstaklingarnir sem lögregla hafði afskipti af vegna hnupls á síðustu þremur árum voru átta ára, en hinir elstu 88 ára. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra, sem embættið hefur tekið saman fyrir árin 2007 til 2009. Innlent 21.5.2010 21:42 Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Innlent 21.5.2010 21:42 Leita réttar síns eftir þriggja daga fangelsi Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Innlent 21.5.2010 21:42 Fá vinnu við gosstöðvarnar Um fjörutíu störf verða til við aðstoð við búskap í sveitum við Eyjafjallajökul á næstunni. Samkomulag náðist um þetta í gær. Innlent 21.5.2010 21:42 Viðskipti, tækni og lög eiga heima í HR „Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Innlent 21.5.2010 21:42 Ný hunangsfluga nemur land Ný tegund af hunangsflugu virðist hafa fest rætur hér á landi. Flugan heitir rauðhumla og er ólík þeim hunangsflugum sem fyrir voru á landinu, því hún er rauð en ekki með gulum og svörtum röndum. Innlent 21.5.2010 21:42 Fundur hjá sáttasemjara Ríkissáttasemjari hélt fund í deilu kennara og sveitarfélaganna í gær. Deiluaðilar ná ekki saman um hvaða hækkanir kennurum ber samkvæmt stöðugleikasáttmálanum frá júní í fyrra. Þar var gert ráð fyrir að engar hækkanir yrðu greiddar á launataxta yfir 210.000 krónum. Síðan hefur ríkið samið við sína starfsmenn um hækkanir til þeirra sem eru undir 310.000 krónum. Innlent 21.5.2010 21:42 Urriðafossvirkjun deiluefnið Íbúi í Flóahreppi hefur kært samning sem sveitarfélagið hefur gert við Árborg og Landsvirkjun til samgönguráðherra. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun greiða vatnsveitu úr Árborg samþykki Flóahreppur aðalskipulag með Urriðafossvirkjun. Innlent 21.5.2010 21:42 Margir ná ekki endum saman Tæplega fjörutíu prósent heimila landsins, eða 39 prósent, áttu erfitt með að láta enda ná saman á síðasta ári. Þetta kemur fram í lífskjararannsókn Hagstofunnar. Innlent 21.5.2010 21:42 Tæplega 80% í Þjóðkirkjunni Hlutfall landsmanna átján ára og eldri sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna hækkar lítillega milli ára samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Um 78,8 prósent Íslendinga á kosningaaldri voru skráðir í Þjóðkirkjuna 1. janúar síðastliðinn, en hlutfallið var 78,5 prósent í janúar í fyrra. Innlent 21.5.2010 21:42 Ráðuneyti hefur ekki staðfest Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ekki staðfest umdeilt álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga um að auka megi bókfært eigið fé sveitarfélaga um milljarða með því að verðmeta lönd og leigulóðir í efnahagsreikningi út frá áætluðu söluverði eða framtíðartekjum af lóðaleigu. Innlent 21.5.2010 21:42 Hertar reglur um bankana Öldungadeild Bandaríkjanna samþykkti á fimmtudag nýjar og strangar reglur um fjármálastarfsemi, sem eiga að koma í veg fyrir nýtt hrun. Viðskipti erlent 21.5.2010 21:42 Reiðin vex með degi hverjum Þykk olíuleðja lagðist yfir æ stærra svæði af votlendinu við ósa Missippifljóts. Í heilan mánuð hafa íbúar á svæðinu óttast að þetta gerðist. Erlent 21.5.2010 21:42 Ráðist að rótum talibana Bandaríkjaher hefur sett sér það markmið að ná Zhari í Kandaharhéraði á sitt vald í sumar. Talibanahreyfingin varð til fyrir meira en áratug í Zhari, þar sem leiðtogi hennar, Muhammad Omar, er fæddur og uppalinn. Erlent 21.5.2010 21:42 Fundu þrjú kíló af kannabis og 90 plöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hádegisbil í gær. Innlent 21.5.2010 17:10 Segja Beaty hafa sagt ósatt Ross J. Beaty, forstjóri Magma Energy, er sagður hafa sagt blaðamönnum tímaritsins Reykjavík Grapevine ósatt um fyrirætlanir fyrirtækisins hér á landi. Innlent 20.5.2010 22:18 Var í Hollandi en kemur í dag Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kemur til landsins í dag. Hann hefur dvalið í Hollandi, þar sem hann hefur átt fundi. Hann vildi lítið tjá sig um málið, en sagði þó ekki beinlínis vera í lögregluaðgerðum, heldur snérist ferðin um fundi og skipulagningu. Innlent 20.5.2010 22:18 Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Innlent 20.5.2010 22:34 Ingólfur og Hreiðar sæta áfram farbanni Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð héraðsdóms yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Kvöldið áður staðfesti Hæstiréttur farbann yfir Hreiðari Má Sigurðssyni. Samkvæmt úrskurðunum er þeim óheimilt að yfirgefa landið þangað til 28. maí. Innlent 20.5.2010 22:18 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 334 ›
Fólk innlyksa á landamærum Að minnsta kosti nokkur hundruð manns hafa látið lífið í óeirðum í suðurhluta Kirgisistans síðustu daga, að mati Rauða krossins. Æ fleiri fréttir berast af því að ýtt hafi verið undir átökin beinlínis til þess að koma bráðabirgðastjórn landsins frá völdum. Erlent 15.6.2010 22:44
Ætlaði að leita bin Laden uppi Bandaríkjamaður, vopnaður skammbyssu og 102 sentimetra löngu sverði, fannst einn á ferð í skógi í norðvestanverðu Pakistan á sunnudag. Erlent 15.6.2010 22:45
Vilja draga umsókn til baka Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Innlent 14.6.2010 22:32
Barist um bensíndropann Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Innlent 14.6.2010 22:32
Formaður má ekki segja frá Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. Innlent 14.6.2010 22:32
44 verslanir opnar allan sólarhringinn Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Innlent 14.6.2010 22:32
Útikennslustofa gjörónýt eftir bruna Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á útikennslustofu í grenndarskógi Selásskóla við Rauðavatn. Innlent 14.6.2010 22:32
Upprættu öflugan kannabishring Karlmaður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. júní næstkomandi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 14.6.2010 22:32
Tillögur um lúpínu ekki skynsamlegar „Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Innlent 14.6.2010 22:32
Hlutabréf Marels hækka um 1,3 prósent Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 1,3 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Össurar, sem fór upp um 0,82 prósent. Önnur hlutabréf á Aðallista hreyfðust ekki úr stað. Viðskipti innlent 2.6.2010 16:59
Betur horfir í efnahagslífinu Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Almennt var reiknað með þessari ákvörðun bankastjórnarinnar í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 21.5.2010 21:42
Yngstu þjófarnir voru átta ára Yngstu einstaklingarnir sem lögregla hafði afskipti af vegna hnupls á síðustu þremur árum voru átta ára, en hinir elstu 88 ára. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra, sem embættið hefur tekið saman fyrir árin 2007 til 2009. Innlent 21.5.2010 21:42
Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Innlent 21.5.2010 21:42
Leita réttar síns eftir þriggja daga fangelsi Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Innlent 21.5.2010 21:42
Fá vinnu við gosstöðvarnar Um fjörutíu störf verða til við aðstoð við búskap í sveitum við Eyjafjallajökul á næstunni. Samkomulag náðist um þetta í gær. Innlent 21.5.2010 21:42
Viðskipti, tækni og lög eiga heima í HR „Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Innlent 21.5.2010 21:42
Ný hunangsfluga nemur land Ný tegund af hunangsflugu virðist hafa fest rætur hér á landi. Flugan heitir rauðhumla og er ólík þeim hunangsflugum sem fyrir voru á landinu, því hún er rauð en ekki með gulum og svörtum röndum. Innlent 21.5.2010 21:42
Fundur hjá sáttasemjara Ríkissáttasemjari hélt fund í deilu kennara og sveitarfélaganna í gær. Deiluaðilar ná ekki saman um hvaða hækkanir kennurum ber samkvæmt stöðugleikasáttmálanum frá júní í fyrra. Þar var gert ráð fyrir að engar hækkanir yrðu greiddar á launataxta yfir 210.000 krónum. Síðan hefur ríkið samið við sína starfsmenn um hækkanir til þeirra sem eru undir 310.000 krónum. Innlent 21.5.2010 21:42
Urriðafossvirkjun deiluefnið Íbúi í Flóahreppi hefur kært samning sem sveitarfélagið hefur gert við Árborg og Landsvirkjun til samgönguráðherra. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun greiða vatnsveitu úr Árborg samþykki Flóahreppur aðalskipulag með Urriðafossvirkjun. Innlent 21.5.2010 21:42
Margir ná ekki endum saman Tæplega fjörutíu prósent heimila landsins, eða 39 prósent, áttu erfitt með að láta enda ná saman á síðasta ári. Þetta kemur fram í lífskjararannsókn Hagstofunnar. Innlent 21.5.2010 21:42
Tæplega 80% í Þjóðkirkjunni Hlutfall landsmanna átján ára og eldri sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna hækkar lítillega milli ára samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Um 78,8 prósent Íslendinga á kosningaaldri voru skráðir í Þjóðkirkjuna 1. janúar síðastliðinn, en hlutfallið var 78,5 prósent í janúar í fyrra. Innlent 21.5.2010 21:42
Ráðuneyti hefur ekki staðfest Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ekki staðfest umdeilt álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga um að auka megi bókfært eigið fé sveitarfélaga um milljarða með því að verðmeta lönd og leigulóðir í efnahagsreikningi út frá áætluðu söluverði eða framtíðartekjum af lóðaleigu. Innlent 21.5.2010 21:42
Hertar reglur um bankana Öldungadeild Bandaríkjanna samþykkti á fimmtudag nýjar og strangar reglur um fjármálastarfsemi, sem eiga að koma í veg fyrir nýtt hrun. Viðskipti erlent 21.5.2010 21:42
Reiðin vex með degi hverjum Þykk olíuleðja lagðist yfir æ stærra svæði af votlendinu við ósa Missippifljóts. Í heilan mánuð hafa íbúar á svæðinu óttast að þetta gerðist. Erlent 21.5.2010 21:42
Ráðist að rótum talibana Bandaríkjaher hefur sett sér það markmið að ná Zhari í Kandaharhéraði á sitt vald í sumar. Talibanahreyfingin varð til fyrir meira en áratug í Zhari, þar sem leiðtogi hennar, Muhammad Omar, er fæddur og uppalinn. Erlent 21.5.2010 21:42
Fundu þrjú kíló af kannabis og 90 plöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hádegisbil í gær. Innlent 21.5.2010 17:10
Segja Beaty hafa sagt ósatt Ross J. Beaty, forstjóri Magma Energy, er sagður hafa sagt blaðamönnum tímaritsins Reykjavík Grapevine ósatt um fyrirætlanir fyrirtækisins hér á landi. Innlent 20.5.2010 22:18
Var í Hollandi en kemur í dag Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kemur til landsins í dag. Hann hefur dvalið í Hollandi, þar sem hann hefur átt fundi. Hann vildi lítið tjá sig um málið, en sagði þó ekki beinlínis vera í lögregluaðgerðum, heldur snérist ferðin um fundi og skipulagningu. Innlent 20.5.2010 22:18
Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Innlent 20.5.2010 22:34
Ingólfur og Hreiðar sæta áfram farbanni Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð héraðsdóms yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Kvöldið áður staðfesti Hæstiréttur farbann yfir Hreiðari Má Sigurðssyni. Samkvæmt úrskurðunum er þeim óheimilt að yfirgefa landið þangað til 28. maí. Innlent 20.5.2010 22:18