Fréttir Hlaut 15 mánaða dóm fyrir smygl Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að skipuleggja og fjármagna smygl á tæplega 500 grömmum af kókaíni til landsins. Tvö burðardýr, sem hún útvegaði til verksins, voru dæmd í tíu og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Efnið sem þau fluttu til landsins var sterkt og hefði mátt framleiða úr því rúmlega tvö kíló af kókaíni, að því er fram kemur í dómnum. Innlent 24.10.2011 22:03 Skoðað hvort ákvæðum sé fylgt Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á öllum bindandi þjónustusamningum ráðuneytanna, sem eru rúmlega 140 talsins. Búið er að kalla eftir frekari upplýsingum og svörum frá fimm ráðuneytum og hafa þrjú svarað: mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og forsætisráðuneyti. Innlent 24.10.2011 22:04 Reglur settar um siglingar við Ísland Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur ásamt átta þingmönnum úr fjórum flokkum lagt fram tillögu um að Alþingi feli innanríkisráðherra að semja reglur um siglingaleiðir við norðan- og vestanvert landið. Verkið verði unnið í samvinnu við umhverfisráðherra og utanríkisráðherra. Innlent 24.10.2011 22:03 Noregur aðstoði við innheimtu Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Viðskipti erlent 24.10.2011 22:03 Gaddafí var líklega ríkasti maður heims Þeir þrír menn sem taldir hafa verið ríkastir í heimi, Carlos Slim Helu, Bill Gates og Warren Buffett, eiga samkvæmt tímaritinu Forbes samtals 180 milljarða dala. Viðskipti erlent 24.10.2011 22:04 Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Erlent 24.10.2011 22:04 Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Innlent 13.10.2011 22:13 Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Erlent 13.10.2011 22:13 Fjárheimildir hækka um 14 milljarða Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum. Innlent 13.10.2011 22:13 Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. Innlent 13.10.2011 22:13 Hefja strax vinnu við áætlunargerð Íslensk stjórnvöld munu á næstu mánuðum vinna að aðgerðaáætlun þar sem væntanleg framkvæmd stefnu ESB í byggðamálum og stjórnsýsla henni tengd verður skýrð. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Innlent 13.10.2011 22:13 Svipað og í janúar 2009 Atvinnulausum fækkaði um 0,1 prósentustig í september frá fyrra mánuði. Alls voru að meðaltali 10.759 atvinnulausir í september og hafði þeim fækkað um 535 frá ágúst. Atvinnuleysi er hið sama og það var í júlí, eða 6,6 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2011 22:13 Helmingur nefnda uppfyllir kynjakvóta Konur voru aðeins fjórðungur fulltrúa í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Hlutfall kvenna var lakast í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Innlent 13.10.2011 22:13 Sprengja reyndist gjöf frá forseta Stjórnarbyggingar í Stokkhólmi voru rýmdar um tíma í gærmorgun vegna sprengjuhættu. Tveir pakkar fundust sem talið var að gætu innihaldið sprengjur. Erlent 13.10.2011 22:13 Bönkum meinað að greiða arð og bónus Bankar eiga hvorki að greiða út arð né kaupauka fyrr en varasjóðir þeirra eru orðnir nógu digrir til að standast þær nýju kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til þeirra. Erlent 13.10.2011 22:13 Líknardeild lokað á LSH Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Innlent 12.10.2011 22:16 Hæstaréttardómari tjáir sig ekki um kæru „Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Innlent 12.10.2011 22:16 Tölvan segir nei við móður í fjárhagsklípu „Ég er auðvitað ekki sátt við þetta. Það er farið að líða á mánuðinn og mínir peningar farnir að minnka verulega. Mig nauðsynlega vantar þennan pening sem þau höfðu engan rétt til að taka af mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Innlent 12.10.2011 22:16 Kallar eftir rökstuðningi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir mjög óheppilegt ef ekki ríkir traust og friður um ráðningar í lykilembætti í stjórnsýslunni. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun, þar sem Steingrímur var spurður um afstöðu sína til ráðningar Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins. Innlent 12.10.2011 22:15 Um 90 manns missa vinnuna Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. Innlent 12.10.2011 22:16 Hélt ræðu um norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu á ráðstefnu um framtíð norðurslóða í Brussel í gær. Innlent 12.10.2011 22:15 Olíuslys kveikja að kvenfatalínu Hörmulegar afleiðingar olíumengunarslysa urðu kveikjan að nýrri fatalínu Kolbrúnar Ýrar Gunnarsdóttur. Útkoman er svartir kjólar sem minna á olíublauta fugla. Innlent 12.10.2011 22:15 Ferðamönnum fjölgar vegna Hörpu Tilkoma tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu mun fjölga ferðamönnum sem koma til Íslands á hverju ári. Innlent 12.10.2011 22:15 Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Innlent 12.10.2011 22:16 Lögmenn Eimskips fara yfir stefnuna Fulltrúar Eimskips eru nú að skoða stefnu frá Samskipum, sem er löng og mikil, og fara yfir stöðu mála, að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Samskip krefjast 3,7 milljarða króna auk vaxta í skaðabætur vegna samkeppnisbrota Eimskipafélags Íslands á árunum 1999 til 2002. Innlent 12.10.2011 22:16 Erlingur Halldórsson látinn Erlingur E. Halldórsson rithöfundur er látinn, 81 árs að aldri. Erlingur fæddist 26. mars 1930 á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson, bóndi þar, og eiginkona hans, Steinunn Jónsdóttir. Innlent 12.10.2011 22:15 Segja afkomu batna jafnt og þétt Afkoma MP banka hefur batnað stórum frá því að nýir eigendur tóku við í aprílmánuði síðastliðnum og er stefnt að því að afkoman muni enn batna jafnt og þétt og verði jákvæð á síðasta ársfjórðungi. Viðskipti innlent 12.10.2011 22:15 Jákvæð þróun í stuttum skrefum milli ára Önnur framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðildarferli Íslands var gefin var út í gær. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna og sagði við það tilefni að ferlið gengi vel fyrir sig og skýrslan undirstrikaði jákvæða þróun mála. Ekki kemur á óvart að Ísland er talið uppfylla mörg aðildarskilyrði, þá sérstaklega þau sem lúta að málum sem heyra undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið. Innlent 12.10.2011 22:16 Áfram siglt til Þorlákshafnar Herjólfur heldur áfram að sigla til Þorlákshafnar að minnsta kosti fram í næstu viku. Tekin verður ákvörðun um breytingar á siglingaleiðinni næsta mánudag. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta. Innlent 12.10.2011 22:15 Deilt um forsendur fjárlaga Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sat fyrir svörum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þar var farið yfir forsendur tekjuhliðar fjárlaga. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þær og einnig ýmsar aðgerðir sem grípa á til, svo sem hækkun skattþrepa. Innlent 12.10.2011 22:15 « ‹ 36 37 38 39 40 41 42 43 44 … 334 ›
Hlaut 15 mánaða dóm fyrir smygl Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að skipuleggja og fjármagna smygl á tæplega 500 grömmum af kókaíni til landsins. Tvö burðardýr, sem hún útvegaði til verksins, voru dæmd í tíu og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Efnið sem þau fluttu til landsins var sterkt og hefði mátt framleiða úr því rúmlega tvö kíló af kókaíni, að því er fram kemur í dómnum. Innlent 24.10.2011 22:03
Skoðað hvort ákvæðum sé fylgt Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á öllum bindandi þjónustusamningum ráðuneytanna, sem eru rúmlega 140 talsins. Búið er að kalla eftir frekari upplýsingum og svörum frá fimm ráðuneytum og hafa þrjú svarað: mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og forsætisráðuneyti. Innlent 24.10.2011 22:04
Reglur settar um siglingar við Ísland Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur ásamt átta þingmönnum úr fjórum flokkum lagt fram tillögu um að Alþingi feli innanríkisráðherra að semja reglur um siglingaleiðir við norðan- og vestanvert landið. Verkið verði unnið í samvinnu við umhverfisráðherra og utanríkisráðherra. Innlent 24.10.2011 22:03
Noregur aðstoði við innheimtu Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Viðskipti erlent 24.10.2011 22:03
Gaddafí var líklega ríkasti maður heims Þeir þrír menn sem taldir hafa verið ríkastir í heimi, Carlos Slim Helu, Bill Gates og Warren Buffett, eiga samkvæmt tímaritinu Forbes samtals 180 milljarða dala. Viðskipti erlent 24.10.2011 22:04
Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Erlent 24.10.2011 22:04
Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Innlent 13.10.2011 22:13
Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Erlent 13.10.2011 22:13
Fjárheimildir hækka um 14 milljarða Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum. Innlent 13.10.2011 22:13
Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. Innlent 13.10.2011 22:13
Hefja strax vinnu við áætlunargerð Íslensk stjórnvöld munu á næstu mánuðum vinna að aðgerðaáætlun þar sem væntanleg framkvæmd stefnu ESB í byggðamálum og stjórnsýsla henni tengd verður skýrð. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Innlent 13.10.2011 22:13
Svipað og í janúar 2009 Atvinnulausum fækkaði um 0,1 prósentustig í september frá fyrra mánuði. Alls voru að meðaltali 10.759 atvinnulausir í september og hafði þeim fækkað um 535 frá ágúst. Atvinnuleysi er hið sama og það var í júlí, eða 6,6 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2011 22:13
Helmingur nefnda uppfyllir kynjakvóta Konur voru aðeins fjórðungur fulltrúa í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Hlutfall kvenna var lakast í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Innlent 13.10.2011 22:13
Sprengja reyndist gjöf frá forseta Stjórnarbyggingar í Stokkhólmi voru rýmdar um tíma í gærmorgun vegna sprengjuhættu. Tveir pakkar fundust sem talið var að gætu innihaldið sprengjur. Erlent 13.10.2011 22:13
Bönkum meinað að greiða arð og bónus Bankar eiga hvorki að greiða út arð né kaupauka fyrr en varasjóðir þeirra eru orðnir nógu digrir til að standast þær nýju kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til þeirra. Erlent 13.10.2011 22:13
Líknardeild lokað á LSH Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Innlent 12.10.2011 22:16
Hæstaréttardómari tjáir sig ekki um kæru „Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Innlent 12.10.2011 22:16
Tölvan segir nei við móður í fjárhagsklípu „Ég er auðvitað ekki sátt við þetta. Það er farið að líða á mánuðinn og mínir peningar farnir að minnka verulega. Mig nauðsynlega vantar þennan pening sem þau höfðu engan rétt til að taka af mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Innlent 12.10.2011 22:16
Kallar eftir rökstuðningi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir mjög óheppilegt ef ekki ríkir traust og friður um ráðningar í lykilembætti í stjórnsýslunni. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun, þar sem Steingrímur var spurður um afstöðu sína til ráðningar Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins. Innlent 12.10.2011 22:15
Um 90 manns missa vinnuna Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. Innlent 12.10.2011 22:16
Hélt ræðu um norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu á ráðstefnu um framtíð norðurslóða í Brussel í gær. Innlent 12.10.2011 22:15
Olíuslys kveikja að kvenfatalínu Hörmulegar afleiðingar olíumengunarslysa urðu kveikjan að nýrri fatalínu Kolbrúnar Ýrar Gunnarsdóttur. Útkoman er svartir kjólar sem minna á olíublauta fugla. Innlent 12.10.2011 22:15
Ferðamönnum fjölgar vegna Hörpu Tilkoma tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu mun fjölga ferðamönnum sem koma til Íslands á hverju ári. Innlent 12.10.2011 22:15
Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Innlent 12.10.2011 22:16
Lögmenn Eimskips fara yfir stefnuna Fulltrúar Eimskips eru nú að skoða stefnu frá Samskipum, sem er löng og mikil, og fara yfir stöðu mála, að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Samskip krefjast 3,7 milljarða króna auk vaxta í skaðabætur vegna samkeppnisbrota Eimskipafélags Íslands á árunum 1999 til 2002. Innlent 12.10.2011 22:16
Erlingur Halldórsson látinn Erlingur E. Halldórsson rithöfundur er látinn, 81 árs að aldri. Erlingur fæddist 26. mars 1930 á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson, bóndi þar, og eiginkona hans, Steinunn Jónsdóttir. Innlent 12.10.2011 22:15
Segja afkomu batna jafnt og þétt Afkoma MP banka hefur batnað stórum frá því að nýir eigendur tóku við í aprílmánuði síðastliðnum og er stefnt að því að afkoman muni enn batna jafnt og þétt og verði jákvæð á síðasta ársfjórðungi. Viðskipti innlent 12.10.2011 22:15
Jákvæð þróun í stuttum skrefum milli ára Önnur framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðildarferli Íslands var gefin var út í gær. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna og sagði við það tilefni að ferlið gengi vel fyrir sig og skýrslan undirstrikaði jákvæða þróun mála. Ekki kemur á óvart að Ísland er talið uppfylla mörg aðildarskilyrði, þá sérstaklega þau sem lúta að málum sem heyra undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið. Innlent 12.10.2011 22:16
Áfram siglt til Þorlákshafnar Herjólfur heldur áfram að sigla til Þorlákshafnar að minnsta kosti fram í næstu viku. Tekin verður ákvörðun um breytingar á siglingaleiðinni næsta mánudag. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta. Innlent 12.10.2011 22:15
Deilt um forsendur fjárlaga Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sat fyrir svörum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þar var farið yfir forsendur tekjuhliðar fjárlaga. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þær og einnig ýmsar aðgerðir sem grípa á til, svo sem hækkun skattþrepa. Innlent 12.10.2011 22:15