Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fyrrum fótboltamaðurinn Hilmar Björnsson er nýjasti gestur Gunnlaugs Jónssonar í hlaðvarpinu Návígi þar sem farið er um víðan völl. Hilmar hefur unnið við framleiðslu íþróttaefnis í fjöldamörg ár og er íþróttastjóri RÚV. Eitt verkefni slítur sig frá öðrum á ferli hans. 18.7.2025 09:30
Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði stórglæsilegt mark til að koma Valsmönnum yfir gegn Flora Tallinn í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Valur leiðir 1-0 í leiknum. 17.7.2025 16:36
Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar. 17.7.2025 13:46
Dani og Kínverji leiða á Opna breska Daninn Jacob Skov Olesen og Kínverjinn Li Haotong leiða Opna breska meistaramótið í golfi um miðjan dag. Báðir hafa lokið fyrsta hring á fjórum undir pari vallar. 17.7.2025 13:11
Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í byrjun ágúst. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót og geta tilfinningarnar verið miklar að því loknu. Markmið keppenda eru þá skýr. 17.7.2025 09:33
Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Opna breska meistaramótið í golfi fer fram um helgina og hófst raunar snemma í morgun. Rory McIlroy mun þar leika á heimavelli en hann bognaði undan pressu síðast þegar mótið fór fram á Norður-Írlandi. Gamlir félagar endurnýja kynnin í lýsingu mótsins á Sýn Sport. 17.7.2025 08:02
Liverpool reynir líka við Ekitike Liverpool hefur sett sig í samband við þýska liðið Eintracht Frankfurt vegna mögulegra kaupa á Frakkanum Hugo Ekitike. Sá hefur verið í viðræðum við Newcastle United en Liverpool er einnig á eftir framherja þeirra svarthvítu. 16.7.2025 14:05
Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir svekkjandi að þurfa að aflýsa fyrsta degi Meistaramóts klúbbsins sem átti að átti að hefjast í dag. Grindvíkingar séu þó allir vanir og stefni á að hefja leik á morgun. 16.7.2025 13:25
Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli. 16.7.2025 12:07
Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Áhorf á EM kvenna í fótbolta hefur nærri tvöfaldast í Bandaríkjunum frá því á síðasta móti. Það er þrátt fyrir að heimsmeistaramót félagsliða hafi verið í beinni samkeppni við leiki á Evrópumótinu. 16.7.2025 11:34