Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti. 23.9.2025 08:00
„Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Eftir meiðslahrjáðan feril hefur Emil Ásmundsson sett fótboltaskóna upp á hillu aðeins þrítugur að aldri. Fimmta hnéaðgerðin á rúmum áratug gerði útslagið. 18.9.2025 08:00
Ágúst hættir hjá Leikni Ágúst Þór Gylfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Leiknis Reykjavík. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og hélt því uppi í Lengjudeildinni. 17.9.2025 15:07
„Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Alls konar tilfinningar hafa bærst innra með Patrick Pedersen undanfarnar vikur eftir að hann sleit hásin í bikarúrslitaleik Vals við Vestra. 13.9.2025 07:00
Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Formaður HSÍ segir fjárhagsstöðu sambandsins grafalvarlega. Sambandinu refsist fyrir góðan árangur landsliða sinna sem taki á rekstur þess. Leitað er nýrra leiða til að rétta fjárhaginn af. 12.9.2025 10:02
Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Botnlið ÍA hélt vonum sínum um áframhaldandi veru í Bestu deild karla á lífi með frábærum 3-0 sigri á Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. 12.9.2025 09:32
„Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Lára Kristín Pedersen lagði á dögunum fótboltaskóna upp í hillu vegna bakmeiðsla. Hún skilur sátt við en hefði þó viljað beita rödd sinni betur á meðan ferlinum stóð og átti þá til að ganga fram af sér er hún glímdi við fíknisjúkdóm. Önnur verkefni taka nú við, þar á meðal að aðstoða aðra í fíknivanda. 12.9.2025 09:00
„Menn þurfa að fara að átta sig á því“ „Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. 11.9.2025 12:03
Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Stjarnan þurfti að þola sérlega svekkjandi tap fyrir rúmenska liðinu Baia Mare í Evrópukeppni í handbola um helgina. Að auki meiddist fyrirliði liðsins og spilar ekki meir á tímabilinu. Þjálfari liðsins er þó bjartsýnn fyrir framhaldið. 11.9.2025 09:30
Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Daníel Tristan Guðjohnsen byrjar sinn fyrsta landsleik er Ísland sækir Frakkland heim á Parc de Princes í undankeppni HM klukkan 18:45 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar frá 5-0 sigri á Aserum á föstudagskvöld. 9.9.2025 17:33