Spilar ekki í deildinni fyrr en í nóvember Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, fer í þriggja leikja bann vegna brots á James Maddison í 3-0 tapi Rauðu djöflanna fyrir Tottenham á Old Trafford í gær. Vera má að banninu verði áfrýjað. 30.9.2024 12:03
Íslenskt hugvit á að umbylta golfheiminum Fyrirtækið Elva Golf hefur hannað golfgreiningartæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Því hefur verið komið upp í golfhermi í skála GKG í Kópavogi. Vonast er til að það umbylti golfþjálfun. 26.9.2024 08:03
Favre opinberar baráttu við Parkinsons: „Fékk þúsundir heilahristinga“ NFL-goðsögnin Brett Favre greindi frá því í gærkvöld að hann hefði greinst með Parkinson's sjúkdóminn er hann ávarpaði velferðarnefnd á vegum Bandaríkjaþings. Favre hefur áður sagst hafa hlotið þúsundi heilahristinga á ferli sínum í NFL-deildinni. 25.9.2024 07:02
Dagskráin í dag: Bikarliðin í Bestu og United í Evrópudeildinni Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport þennan miðvikudaginn. Fótboltinn fær sviðið. 25.9.2024 06:02
„Pep Guardiola eyðilagði fótboltann“ Fyrrum markvörðurinn Tim Howard kennir Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, um að hafa eyðilagt fótboltann. Of mikil áhersla sé lögð á knattspyrnu eftir höfði hans um allan heim. 24.9.2024 23:16
Til í að taka skóna af hillunni fyrir Barcelona Neyðarfundir hafa verið haldnir í Katalóníu í dag vegna alvarlegra meiðsla markvarðar Barcelona, Marc-André ter Stegen. Pólverjinn Wojciech Szczesny er sagður tilbúinn að taka skóna af hillunni til að leika fyrir félagið. 24.9.2024 22:32
Dagfarsprúði maðurinn aldrei verið eins reiður Allt er í báli og brandi hjá ameríska fótboltaliðinu Jacksonville Jaguars og er eigandi liðsins, Shahid Khan, sagður ævareiður yfir stöðunni. Félagið þurfti að þola eitt stærsta tap í sögu þess í gærkvöld. 24.9.2024 21:46
Varalið Villa kreisti út sigur á C-deildarliðinu Aston Villa er komið áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins eftir 2-1 sigur á C-deildarliði Wycombe Wanderers í Buckingham-skíri í kvöld. 24.9.2024 21:01
Madrídingar á tæpasta vaði Real Madrid vann 3-2 heimasigur á Deportivo Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn hefði getað verið liðinu þægilegri. 24.9.2024 20:59
Nóg að gera á skrifstofu Stjörnunnar Stjarnan hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Liðsstyrkurinn kemur frá Búlgaríu. 24.9.2024 20:17