Býst við Grikkjunum betri í kvöld Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu. 20.2.2025 15:31
Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks. 20.2.2025 14:03
„Þetta er einstakur strákur“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra. 20.2.2025 11:30
Barðist við tárin þegar hann kvaddi Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. 20.2.2025 10:00
„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. 19.2.2025 19:01
Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19.2.2025 16:51
Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta á Ítalíu, var allt annað en sáttur við Ademola Lookman, leikmann liðsins, eftir 3-1 tap fyrir Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 19.2.2025 15:46
Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Rafael Toloi, fyrirliði Atalanta frá Ítalíu, missti gjörsamlega hausinn í 3-1 tapi liðsins fyrir Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Honum gekk erfiðlega að fóta sig er hann hugðist hefna sín á andstæðingi. 19.2.2025 14:01
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19.2.2025 08:03
Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. 18.2.2025 13:37