Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Loðin kanínulaga tuskudýr með illkvittinn svip ráða um þessar mundir ríkjum í netheimum og leikfangaframleiðandi úti í heimi malar á því gull. Dýrin heita einkennilegu nafni, Labubu, en til hvers eru þau og hvers vegna virðist alla og ömmu þeirra langa í þau? 12.7.2025 07:02
Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. 11.7.2025 17:09
Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Jóna Elísabet Ottesen lamaðist fyrir neðan bringu eftir bílslys árið 2019. Hún er ákveðin í að fá aftur styrk í hendur og fingur. Þar sem nýjasta tækni við endurhæfingu er ekki aðgengileg hér á landi setur Jóna stefnuna á taugaendurhæfingu á Spáni til að öðlast kraftinn á ný. 11.7.2025 14:37
Borgin býður í tívolíveislu Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 11.7.2025 12:47
Ragga Holm og Elma trúlofaðar Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Ragga Holm og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eru trúlofaðar. Frá þessu greinir Ragga í afmæliskveðju til Elmu á samfélagsmiðlum. 11.7.2025 10:59
Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum. 11.7.2025 10:42
Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Hin upprunalega Birkin taska, framleidd af tískuhúsinu Hermés, var seld á 8,6 milljónir evra á uppboði í París á dögunum, sem samsvarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Taskan er dýrasti fylgihluturinn sem seldur hefur verið á uppboði í Evrópu. 11.7.2025 10:04
Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kona segir farir sínar ekki sléttar af bílastæðafyrirtækinu Parka, sem rukkaði hana 48 þúsund krónur á dögunum fyrir bílastæði. Sonur hennar hafði þá skroppið inn í búð í miðborginni, gleymt að skrá sig úr bílastæðinu að búðarferð lokinni og uppgötvað mistökin tveimur dögum síðar. 10.7.2025 22:13
Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10.7.2025 19:23
Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. 10.7.2025 18:19