Setja stefnuna á seinni hluta árs Forsvarsmenn Niceair 2.0 reikna með að fyrsta áætlunarflug félagsins verði flogið á seinni hluta ársins. Þeir sem þegar áttu bókað flug með félaginu fá það endurgreitt auk inneignarnótu. 20.1.2026 23:43
Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. 20.1.2026 22:21
Vance á von á barni JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. 20.1.2026 20:57
Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu. 20.1.2026 20:40
Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tíu milljónir króna í vangoldin laun vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings eftir að starfsmennirnir luku störfum hjá Verði, dótturfélagi bankans, og hófu eigin rekstur. 20.1.2026 19:46
Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti franskra feðgina á Edition-hótelinu í júní er lokið. Konan sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana játaði á vettvangi að hafa drepið þau, og sagðist hafa ætlað að svipta sig lífi í leiðinni, en neitar sök í dag. 20.1.2026 18:31
Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Stéttarfélag lestarstjóra á Spáni varaði í ágúst við bágu ástandi lestarteinanna á kafla þar sem eitt mannskæðasta lestarslys Evrópu í áttatíu ár varð í gær þegar minnst fjörutíu létust. 19.1.2026 23:57
Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sænski herinn verður með viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Jas 39 Gripen-orrustuþotur verða ræstar út í verkefnið. 19.1.2026 22:35
Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar. 19.1.2026 21:56
Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, vonast til þess að ásælni Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi leiði af sér samning milli Grænlands og Bandaríkjanna sem eigi eftir að þoka Grænlendingum nær sjálfstæði. Allt sem Trump vilji fá frá Grænlandi hafi staðið Bandaríkjamönnum til boða áratugum saman. 19.1.2026 20:34
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti