Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Leikmenn norska karlalandsliðsins í fótbolta eru á leið á sitt fyrsta stórmót, eftir 4-1 sigurinn gegn Eistlandi í Osló í gærkvöld. Þeir fögnuðu sigrinum vel og skærasta stjarnan sótti svo sjötíu hamborgara fyrir sína menn. 14.11.2025 23:01
Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Newcastle-maðurinn Nick Woltemade skoraði bæði mörk Þýskalands í kvöld, í 2-0 útisigri gegn Lúxemborg, en það dugði ekki til að tryggja Þjóðverjum HM-farseðil. Þeirra bíður úrslitaleikur við Slóvaka en Hollendingar geta farið að fagna. 14.11.2025 22:10
Króatar á HM en draumur Færeyja úti Færeyingar náðu að komast yfir gegn Króötum í Rijeka í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, en urðu að lokum að sætta sig við 3-1 tap. Þar með er HM-draumur Færeyja úti en Króatar tryggðu sér sæti á mótinu næsta sumar. 14.11.2025 22:01
Styrmir sterkur í sigri á Spáni Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson stóð vel fyrir sínu á Spáni í kvöld þegar lið hans Zamora vann 86-82 útisigur gegn Gipuzkoa, í næstefstu deild spænska körfuboltans. 14.11.2025 21:45
Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Þór og Afturelding gerðu 23-23 jafntefli í æsispennandi leik á Akureyri í kvöld, þegar tíundu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk. 14.11.2025 20:50
Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Á meðan að ÍBV og Fram mættust í Olís-deildinni í Eyjum í kvöld áttust uppalinn Eyjamaður og uppalinn Framari við í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þar hafði Eyjamaðurinn betur. 14.11.2025 19:50
Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu sannfærandi sex marka sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld, 34-28, í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta. 14.11.2025 19:29
Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Finnar eru að kveðja sinn mesta markaskorara frá upphafi en fengu hins vegar ekki að fagna neinu marki í Helsinki í kvöld, í afar óvæntu 1-0 tapi gegn Möltu í undankeppni HM í fótbolta. 14.11.2025 19:03
Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er þrautreyndur fantasy-spilari og viskubrunnur um ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Strákarnir í Fantasýn hlaðvarpinu rýndu í liðið hans og vilja að hann nýti landsleikjahléið vel til breytinga. 14.11.2025 17:46
Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Ég hef aldrei séð þetta áður, að maður fái tvær tæknivillur og hendi svo ruslatunnu,“ sagði Teitur Örlygsson í Tilþrifunum á Sýn Sport, þegar hegðun Grindvíkingsins DeAndre Kane í Breiðholti í gærkvöld var til umræðu. 14.11.2025 07:02