Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17.10.2025 12:59
Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Yfir þúsund börn bíða í þrjú til fjögur ár eftir því að komast til talmeinafræðings. Eigandi Okkar talþjálfun segir nýjan veruleika blasa við þeim með aukinni kunnáttu barna í ensku á kostnað íslenskunnar. 17.10.2025 10:58
Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. 17.10.2025 10:14
Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. 16.10.2025 22:01
Sýn gefur út afkomuviðvörun Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. 16.10.2025 21:55
Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Sex sóttu um embætti löreglustjórans á Suðurnesjum. Embættið var auglýst laust til umsóknar eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði upp störfum. 16.10.2025 21:01
Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. 16.10.2025 17:08
Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Strengslit urðu á stofnstreng Mílu á milli Breiðholts og Hveragerðis á fimmta tímanum. Það hafði áhrif á nettengingar í Norðlingaholti en viðgerðum er nú lokið. 16.10.2025 16:36
Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Enn er ekki komin niðurstaða í kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Áfram verður fundað á morgun. 16.10.2025 15:55
Laufey gerist rithöfundur Tónlistarkonan Laufey hyggst gefa út barnabók á næsta ári titluð Mei Mei The Bunny. Aðalpersónan er byggð á lukkudýri söngkonunnar. 14.10.2025 16:13