Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mann­skæð skot­á­rás í skóla í Banda­ríkjunum

Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af.

Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund sem sýnt var frá í beinni útsendingu. Þar sagðist hann meðal annars hafa rétt, sem forseti, til að gera hvað sem hann vildi en ítrekaði að hann væri ekki einræðisherra.

Tilraunaskotið heppnaðist loksins

Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa.

Á­rásir á olíu­vinnslu í Rúss­landi bíta

Ítrekaðar árásir Úkraínumanna á olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum, hafa dregið verulega úr framleiðslugetu Rússa á eldsneyti. Fregnir berast af löngum biðröðum við bensínstöðvar í Rússlandi en sala á olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lög­reglu­þjóna

Gífurlega umfangsmikil lögregluaðgerð á sér nú stað í Ástralíu, þar sem þungvopnaður maður skaut tvo lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja. Maðurinn flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Hann er sagður vopnaður nokkrum byssum.

Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina

Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur stefnt dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Formaður nefndarinnar, James Comer, vill þannig koma höndum yfir „öll skjöl eða gögn“ sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum.

Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frí­daga inn í haustið

Sólin lækkar sífellt meira á himni og kvöldin verða dimmari og dimmari. Myrkrið er ekki bara úti heldur einnig í hjörtum okkar. Við þessar kringumstæður er mörgum auðvelt að láta þunglyndið taka við stjórn eeen það er alger óþarfi, í rauninni bara bull.

Risinn sem var of stór til að falla er fallinn

Kínverska fjárfestinga- og fasteignafélagið Evergrande Group, sem var um langt skeið einn af hornsteinum kínverska hagkerfisins, var fjarlægt af mörkuðum í Hong Kong í morgun. Þar var fyrirtækið fyrst skráð fyrir sextán árum og varð fljótt eitt stærsta fasteignafélag heims.

Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda

Kilmar Abrego Garcia, sem var ranglega sendur frá Bandaríkjunum í alræmt fangelsi í El Salvador fyrr á árinu, hefur verið handsamaður á nýjan leik og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til Úganda.

Hótar að senda herinn til Baltimore

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði því um helgina að senda hermenn til borgarinnar Baltimore og er einnig unnið að því að senda hermenn mögulega til Chicago. Hann sagði borgina stjórnlaust glæpabæli en það var eftir að Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, bauð honum í heimsókn til Baltimore og sagði þá geta gengið um götur borgarinnar og rætt saman.

Sjá meira