Að sjá það jákvæða við að leiðast í vinnunni Það hljóta allir að geta viðurkennt að hafa einhvern tíma leiðst í vinnunni. Þó ekki nema stutta stund. Vandinn er hins vegar meiri ef þér finnst almennt leiðinlegt í vinnunni. 1.9.2023 07:00
Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30.8.2023 07:01
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28.8.2023 07:00
Góðir stjórnarhættir: Úttektarferlið tækifæri til að fá rýni og ábendingar „Það er ekkert sjálfgefið að fyrirtæki fái þessar viðurkenningar. Til að teljast fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum þarf fyrst að standast ákveðna skoðun úttektaraðila,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um fyrirmyndarfyrirtækin átján sem í vikunni hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. 25.8.2023 10:00
Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23.8.2023 07:00
Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21.8.2023 07:00
Óréttlátt ef aðrir vinna miklu meira en þú Það getur verið óréttlátt gagnvart samstarfsfólkinu okkar ef við erum gjörn á að sóa mikið tímanum í vinnunni. Sem rannsóknir sýna þó að flestir gera í einhverjum mæli daglega. 18.8.2023 07:01
Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17.8.2023 07:00
„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16.8.2023 07:00
Ótrúlega algengt að fólk sé ekki að vinna í vinnunni Samkvæmt rannsóknum viðurkenna flestir að þeir noti hluta af vinnutímanum daglega í að gera eitthvað sem kemur vinnunni þeirra ekkert við. 14.8.2023 07:01