Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Ólafur Jóhannesson talar um tíma sinn sem landsliðsþjálfari í nýrri ævisögu sinni sem kemur nú út fyrir jólin. Þar á meðal ræðir hann samskipti sín við Eið Smára Guðjohnsen, sem var fyrirliði landsliðsins og langstærsta fótboltastjarna Íslands, þegar Ólafur tók við liðinu. 10.11.2025 09:31
Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson urðu Íslandsmeistarar í CrossFit um helgina eftir flotta keppni. CrossFit Reykjavík hélt keppnina að vanda og fóru allar greinar fram í stöðinni fyrir utan eina í sundlauginni í Hveragerði. 10.11.2025 09:02
Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Markið var hins vegar dæmt af og Manchester City endaði á því að gjörsigra Liverpool 3–0. 10.11.2025 08:31
NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin NBA-deildin í körfubolta hefur misst eina af goðsögnum sínum. Lenny Wilkens lést í gær 88 ára að aldri en hann var tekinn inn í heiðurshöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari. 10.11.2025 08:25
Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir stendur frammi fyrir nýrri áskorun og krefjandi kringumstæðum sem munu án efa gera Evrópumeistaranum erfitt fyrir að halda sér í hópi þeirra bestu í sinni grein. 10.11.2025 08:03
Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Atlético Ottawa tryggði sér kanadíska úrvalsdeildartitilinn í fótbolta eftir sigur í skrautlegum og framlengdum leik í nótt. 10.11.2025 07:17
Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Nýtt veðmálahneyksli skekur Bandaríkin og það er ekki aðeins í körfuboltanum sem menn hafa verið að svindla til að græða pening fyrir sig eða fólk tengt sér. 10.11.2025 06:31
Varð sá hávaxnasti í sögunni Kanadíski táningurinn Olivier Rioux varð í nótt hávaxnasti háskólakörfuboltamaður allra tíma þegar hann kom inn á völlinn í leik með Florida-skólanum. 7.11.2025 17:15
Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Körfuboltakonan JuJu Watkins hefur gengið til liðs við fjárfestahóp nýliða Boston Legacy FC í NWSL-deildinni og er þar með fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum. 7.11.2025 15:45
Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er á sínu síðasta tímabili sem formaður deildarinnar en þetta tilkynnti hann í leikskrá körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sem er nýkomin út. 7.11.2025 15:10