Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13.10.2023 10:19
Segir sveitarfélög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupahjóla Hjólreiðaaðgerðarsinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjólreiðastígum höfuðborgarsvæðisins vera orðin eitt helsta vandamálið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitarfélög beri ábyrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá möguleika til betrumbóta. 13.10.2023 06:45
Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12.10.2023 12:57
Þorgrímur Þráins brotnaði saman: „Við erum að missa börnin okkar“ Þorgrímur Þráinsson segir að það sé neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann segir foreldra vera að bregðast og segir kennara og skóla ekki geta meir. 12.10.2023 10:06
Fá ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Stelara að svo stöddu Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech segir að Lyfja-og matvælaeftirlit Bandaríkjanna muni ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT04 (ustekinumab), fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara að svo stöddu. 12.10.2023 08:28
Björgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla Fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku á Suðurlandsvegi og í Þrengslum vegna færðar. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru á leið á vettvang. 12.10.2023 08:10
Vetrarfærð víða og snjór í efri byggðum Vetrarfærð er nú víðsvegar um landið og nokkuð hefur snjóað í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í nótt og einnig á Hellisheiði. 12.10.2023 07:19
Blæs á gagnrýni á efnistök heimildarmyndar um hrunið Efnistök heimildarmyndar um bankahrunið, Baráttan um Ísland, hafa verið harðlega gagnrýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum framleiðslu. Leikstjóri myndarinnar og upprunalegur framleiðandi segir að markmiðið hafi alltaf verið að beina sjónum að bankafólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftirmálum þess. 12.10.2023 06:46
Eldur í bíl og Hvalfjarðargöng lokuð Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti beinir lögregla umferð í Hvalfjörðinn. 11.10.2023 16:26
Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11.10.2023 12:54