Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Minningarstundin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. Þar var kveikt á um 200 kertum til minningar um unga drengi sem hafa látist í baráttu við fíknisjúkdóm. Skipuleggjandi og aðstandandi drengs sem lést á árinu segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum. 16.12.2025 23:00
Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. 16.12.2025 12:47
Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. 12.12.2025 00:06
Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. 11.12.2025 21:00
Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Unnur Ósk Thorarensen, einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verða ekki færðir yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. 11.12.2025 19:46
Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Hundruð kvenna, sem var nauðgað af rússneskum hermönnum, ákváðu frekar að dvelja áfram í stríðshrjáðri Úkraínu en að flýja til Póllands þar sem við lýði er strangasta þungunarrofslöggjöf í álfunni. Þetta segir Antonina Lewandowska pólskur doktorsnemi við Háskólann í Varsjá sem hefur rannsakað áhrif nýlegrar löggjafar. 10.12.2025 19:36
Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Lögreglan á Suðurnesjum fagnar því að fram sé komið frumvarp um brottfararstöð fyrir útlendinga því slíkt úrræði sé mannúðlegra en að vista fólk ýmist í fangelsi eða á flugvelli. Yfirlögfræðingur embættisins vill að málsmeðferð fólks sem ekki hefur rétt á að dvelja á landinu verði minna íþyngjandi og þung og þá setur hún ákveðna fyrirvara við vistun barna í brottfararstöðinni. 1.12.2025 13:00
Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. 28.11.2025 20:45
Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 28.11.2025 14:46
Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu í varnartengd útgjöld fyrir árið 2035 duga í bili að sögn Marks Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem varði deginum á Íslandi í dag. 27.11.2025 19:49
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent