Kveða orðróminn í kútinn: „Það eru engar deilur“ Aimee Lou Wood og Walton Goggins, sem léku hjónin Chelsea og Rick í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn, neita því bæði að kastast hafi í kekki milli þeirra eftir að tökum lauk. Orðrómur þess efnis fór af stað eftir að Goggins hætti að fylgja Wood á samfélagsmiðlum. 4.6.2025 21:29
Öryggismál að eiga reiðufé heima fyrir „ef í harðbakkann slær“ Seðlabankastjóri segir það öryggisatriði fyrir almenning að eiga reiðufé heima fyrir ef í harðbakkann slær. Hann segir ráðlegt að upphæðin dugi í það minnsta fyrir vikuinnkaupunum. 4.6.2025 21:00
„Auðvitað bregður fólki“ Formaður VR segir yfirvofandi launahækkanir æðstu embættismanna til marks um að topparnir í samfélaginu telji sig undanskylda þeim kröfum sem gerðar eru til venjulegs vinnandi fólks. Eðlilegra væri að launahækkanir embætismanna fylgdu kjarasamningum. 4.6.2025 19:39
Skemmtiferðaskipi snúið vegna vinds Ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Favolosa, sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, var snúið við fyrir utan Sundahöfn um þrjúleytið í dag vegna vinds. 4.6.2025 17:16
Vilborg Arna og Auðbjörg til liðs við FranklinCovey Auðbjörg Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttur hafa bæst í raðir þekkingarfyrirtækisins FranklinCovey á Íslandi sem ráðgjafar og leiðtogar vaxtar og árangurs. 4.6.2025 15:26
Gunnar hættir sem forseti Skáksambands Íslands Gunnar Björnsson, sem hefur verið forseti Skáksambands Íslands frá 2009, hefur tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig aftur fram sem forseti sambandsins. 1.6.2025 17:01
Gengst við eftirlíkingunum: „Ég þekki ekki þessi lög og seldi þessar myndir ekki“ Listakonan Sandra Ýr Schmidt hefur verið sökuð um að líkja eftir verkum þýskrar myndlistarkonu og selja sem sín eigin. Sandra viðurkennir að hafa líkt eftir verkunum en hafi ekki selt neitt þeirra þó eitt hafi verið til sölu á 400 þúsund krónur. Henni þykir miður að verið sé að eyðileggja feril hennar vegna lítilla mistaka. 1.6.2025 16:36
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1.6.2025 15:23
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1.6.2025 12:39
Valerie Mahaffey er látin Bandaríska leikkonan Valerie Mahaffey, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, er látin 71 árs að aldri. Hún lést í Los Angeles föstudaginn 30. maí eftir baráttu við krabbamein. 1.6.2025 10:47