Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Hlynur Pálmason, leikstjóri og myndlistarmaður, sýnir tvær kvikmyndir í keppni kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián og er jafnframt heiðraður með einkasýningu á Tabakalera, alþjóðlegri miðstöð samtímalistar í borginni. 23.8.2025 14:30
Lést við tökur á Emily in Paris Ítalski aðstoðarleikstjórinn Diego Borella hneig niður við tökur á Netflix-þáttunum Emily in Paris í Feneyjum á fimmtudag og var úrskurðaður látinn á vettvangi af viðbragðsaðilum. 23.8.2025 13:53
Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Serena Williams, einn besti tennisspilari allra tíma, hefur opnað sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja á sama tíma og hún er byrjuð að auglýsa slík lyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún segir lyfin hafa verið afarkost þegar ekkert annað gekk. 23.8.2025 12:44
Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslunar áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. 23.8.2025 11:57
„Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamaður og samverkakona Jeffrey Epstein, segist aldrei hafa séð Donald Trump hegða sér ósæmilega og segir Epstein-skjölin ekki til. Þetta kemur fram í afriti sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti af viðtali sem var tekið við Maxwell í júli. 23.8.2025 09:40
Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23.8.2025 08:06
Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Suðvestur af Íslandi er lægð sem beinir hlýju og röku lofti til landsins. Áttin verður suðaustlæg og hvessir eftir því sem líður á daginn. Skýjað og lítilsháttar væta og hiti á bilinu tíu til sautján stig sunnan- og vestanlands fram eftir degi en í kvöld fer að rigna. Á Norður- og Austurlandi verður víðast hvar léttskýjað og hiti að 23 stigum. 23.8.2025 07:47
Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Veitingastaður óskaði aðstoðar lögreglu vegna erlends ferðamanns sem neitaði að greiða reikninginn. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði viðkomandi að framvísa gildum skilríkjum, hótaði að „kýla og drepa“ lögregluþjón og streittist verulega á móti. 23.8.2025 07:37
Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn á laugardag en aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir til leiks. Hlaupið verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. 22.8.2025 15:00
Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Jakkafataklæddi hlaupahópurinn HHHC Boss, sem hleypur sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl, á tvö hlaup eftir. Hópurinn hefur safnað fimm milljónum af tíu milljón króna markmið fyrir Kraft. Hvert hlaup tileinka þeir manneskju sem hefur greinst með krabbamein. 21.8.2025 15:20