Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mót­mæla við veitinga­staðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar

Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti.

Hlupu í burtu þegar ung­menni dró upp hníf

Lögreglu barst tilkynning um þrjú ungmenni að slást í Laugardalnum og var eitt þeirra vopnað hníf. Samkvæmt tilkynningunni tók viðkomandi upp hníf sem varð til þess að hinir tveir hlupu á brott. Sá vopnaði hafi þá kastað hnífnum án árangurs í átt að þeim sem flúðu.

Laug til um hakkara en bar sjálfur á­byrgð á unaðs­stunum

Shannon Sharpe, fjölmiðlamaður og fyrrverandi NFL-leikmaður, hefur viðurkennt að bein útsending hans á Instagram Live, þar sem heyra mátti karl og konu stynja ítrekað, hafi ekki verið á ábyrgð hakkara. Hann hafi sjálfur óvart kveikt á útsendingunni.

„Góði líttu þér nær!“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða.

Sprengdu yfir­gefinn skýja­kljúf í Lousiana

Yfirgefinn tuttugu og tveggja hæða skýjakljúfur í Lake Charles í Lousiana var sprengdur í loft upp eftir að hafa staðið auður í næstum fjögur ár. Hertz-turninn hefur orðið að táknmynd eyðileggingarinnar sem fellibylirnir Laura og Delta ullu.

„Það var mikil geðs­hræring á heimilinu“

Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan.

Á­rásar­maður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta

Nemandi sem stakk íslenskan dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla ítrekað í fyrra hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm sem er skilyrtur því að hann svari meðferð og sé ekki metinn hættulegur samborgurum sínum. Refsingin er í takti við kröfu saksóknara.

Kom út og sá al­elda Rebeccu hlaupa í áttina að sér

„Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni.

Sjá meira