Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flensan farin á flug

Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir.

Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19

Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs.

Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart

Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið.

Rússneskur almenningur finnur fyrir refsiaðgerðum

Refsiaðgerðir gegn Rússum eru farnar að hafa áhrif á almenna borgara þar í landi. Sendiherra Íslands í Rússlandi segir fólk finna fyrir því að verðlag hafi hækkað á skömmum tíma og að vöruskortur sé byrjaður að myndast.

Kjarn­orku­mengun myndi ekki berast hingað og ó­þarfi að hamstra joð

Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu.

Sjá meira