Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Glæsileg glitský hafa sést á himni yfir Akureyri undanfarna daga. Ský af þessu tagi myndast að vetrarlagi þegar óvenjukalt verður í heiðhvolfinu hátt fyrir ofan hefðbundin ský. 16.1.2025 11:48
Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða. 16.1.2025 11:13
Varað við ísingu með umskiptum í veðri Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna. 16.1.2025 09:44
Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. 16.1.2025 09:10
Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti nýtt deiluskipulag fyrir 180 íbúða byggð á reit á Ártúnshöfða til auglýsingar í dag. Reiturinn er fyrsti deiliskipulagsáfengi á lóð BM Vallár. 15.1.2025 16:01
Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ráðið Jónu Þóreyju Pétursdóttur sem annan aðstoðarmann sinn. Jóna Þórey er lögmaður sem hefur sinnt málum á sviði umhverfis- og eignarréttar. Á háskólaárum sínum sat hún í skipulagsteymi loftslagsverkfalla ungs fólks. 15.1.2025 11:43
Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Lögreglan í Helsinki lagði blátt bann við fyrirhuguðum MMA-bardaga hóps nýnasista og götugengis um helgina. Skipuleggjandi bardagans sagði hann „frábært tækifæri“ til að leiða hópana tvo saman. 15.1.2025 10:10
Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Réttarhöld hófust í Kaupmannahöfn í morgun þar sem saksóknarar fara fram á að dómari leysi upp mótorhjólagengið Bandidos. Lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi þess í fyrra. 15.1.2025 09:15
Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. 15.1.2025 07:00
Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. 14.1.2025 11:25