„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður. 27.10.2022 07:00
Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26.10.2022 16:02
Styrkur metans aldrei aukist eins mikið frá upphafi mælinga Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar metans í andrúmslofti jarðar hefur aldrei aukist jafna mikið og í fyrra frá því að mælingar hófust. Styrkur þriggja helstu gróðurhúsalofttegundanna í lofthjúpnum náði methæðum árið 2021. 26.10.2022 15:01
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26.10.2022 14:06
Telja keisaramörgæsina nú í útrýmingarhættu Bandarísk stjórnvöld settu keisaramörgæsina á lista yfir dýrategundir sem eru taldar í hættu á útrýmingu í gær. Hnattræn hlýnun og bráðnun hafíss við Suðurskautslandið er talin ógna þessari stærstu mörgæsartegund jarðar. 26.10.2022 09:10
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26.10.2022 08:42
Gæddi framhjáflug Juno hjá Evrópu lífi Ístunglið Evrópa birtist ljóslifandi á hreyfimynd sem íslenskur tölvunarfræðingur vann upp úr myndum bandaríska geimfarsins Juno þegar það þeyttist þar fram hjá á dögunum. Evrópa þykir eitt mest spennandi fyrirbæri sólkerfisins. 25.10.2022 20:31
Aftur ráðherra sex dögum eftir afsögn fyrir siðabrot Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, skipaði Suellu Braverman innanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni, aðeins sex dögum eftir að hún sagði af sér ráðherraembætti fyrir að brjóta siðareglur ráðherra. Jeremy Hunt heldur áfram sem fjármálaráðherra. 25.10.2022 17:01
Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar. 25.10.2022 16:39
Eyddu tundurdufli sem kom í veiðarfæri skips Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eyddi tundurdufli sem kom í veiðarfæri togskips norðan við landið í dag. Tundurduflið reyndist breskt úr síðari heimsstyrjöldinni. 25.10.2022 15:53