Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sveitarstjórnarfólk í Norðurþingi sem kvaddi sér hljóðs um nýja viljayfirlýsingu með Carbfix sem var samþykkt í gær lýstu jákvæðni í garð verkefnisins. Carbfix hætti við kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði þar sem bæjarfulltrúar og hluti íbúa var mótfallinn henni. 9.5.2025 12:17
Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. 9.5.2025 09:37
Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig. 8.5.2025 15:42
Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Þriðju tilboðsbókinni í sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka var bætt við með lagabreytingum sem samþykktar voru á Alþingi í dag. Sú leið á að auka líkur á að stórir fjárfestar taki þátt í útboðinu án þses að gengi verði á forgang einstaklinga. 8.5.2025 14:22
Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sérfræðingar í vinnuvernd telja vantraust starfsfólks Félagsbústaða til framkvæmdastjóra stofnunarinnar alvarlegt í áhættumati sem þeir unnu á vinnustaðnum. Flestir starfsmenn sögðust hafa orðið vitni að einelti eða ofbeldi. 8.5.2025 13:19
Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Engin möguleg samsteypustjórn nýtur meirihlutastuðnings á meðal breskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun. Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage fari með himinskautum í könnunum eru fáir sem vilja sjá flokkinn í ríkisstjórn. 8.5.2025 11:54
Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7.5.2025 15:59
Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. 7.5.2025 15:19
Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Umtalsvert hærri útsvarstekjur eru sagðar ástæða þess að rekstrarniðurstaða Reykjanesbæjar í fyrra var töluvert betri en reiknað var með. Rúmlega 1,1 milljarðs króna afgangur varð af rekstri bæjarsjóðs í fyrra. 7.5.2025 10:13
Merz náði kjöri í annarri tilraun Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun. 6.5.2025 14:18