Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. 8.11.2024 15:09
Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Gamaldags fjarlægðarvitar hafa verið teknir aftur í notkun á flugvöllum í austanverðu Finnlandi vegna viðvarandi truflana á gervihnattastaðsetningarkerfum. Dæmi eru um að flugvélar hafi ekki getað lent vegna truflananna. 8.11.2024 11:39
Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Eigandi nikótínpúðaverslunar fullyrðir að nýtt gjald sem á að leggja á púðana muni leiða til aukinnar notkunar rafrettna og tóbaks. Gjaldið þýði að sígarettupakkar og nikótínpúðadósir verði á svipuðu verði. 8.11.2024 09:24
Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Óvissa leiðsögumanna um hversu margir lentu undir ís þegar banaslys varð í Breiðamerkurjökli í sumar varð til þess að leit var haldið áfram þrátt fyrir að enginn hefði reynst þar undir. Skráningarlisti ferðaþjónustufyrirtækisins reyndist réttur. 4.11.2024 14:35
Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Svið rússneska utanríkisráðuneytisins sem fer með samskipti við Evrópusambandið og NATO verður ekki lengur kennt við Evrópusamstarf heldur „Evrópuvandamál“. Talskona ráðuneytisins segir nafnbreytinguna endurspegla breytingar í stöðu alþjóðamála. 4.11.2024 11:07
Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið. 4.11.2024 10:23
Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu Í hátt í fimmtíu manna sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnu í Aserbaídsjan verður enginn kjörinn fulltrúi, hvorki ráðherra, þingmaður né sveitarstjórnarmaður. Ráðstefnunni lýkur átta dögum fyrir alþingiskosningar. 4.11.2024 09:17
Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4.11.2024 08:33
Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Átta manns eru látnir eftir að steypuskyggni á járnbrautarstöð í næststærstu borg Serbíu í dag. Tveir til viðbótar eru slasaðir, þar á meðal karlmaður sem þurfti að aflima, og fleiri voru fastir undir brakinu. 1.11.2024 15:56
Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa Íslendingum að koma til Kína án vegabréfsáritunar út næsta ár. Undanþágan tekur gildi í næstu viku. 1.11.2024 14:45