Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Noregs og leiðtogi Framfaraflokksins vill vísa Gretu Thunberg, sænska aðgerðasinnanum, úr landi vegna þess að hún tók þátt í mótmælum við norska olíuhreinsistöð. Forsætisráðherrann hafnar því. 19.8.2025 09:00
Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. 18.8.2025 13:09
Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Norskir fjölmiðlar fullyrða að saksóknari hafi ákveðið að ákæra stjúpson Hákons krónprins fyrir fjölda afbrota. Saksóknari ætlar að tilkynna formlega um ákærur á blaðamannafundi í dag. 18.8.2025 11:37
Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Lögreglan í Örebro í Svíþjóð handtók í nótt mann sem er grunaður um að hafa átt aðild að morði fyrir utan mosku í borginni á föstudag. Annað fórnarlamb skotárásarinnar liggur enn sært á sjúkrahúsi. 18.8.2025 10:58
Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Prófessor í lögfræði telur að ástæða geti verið til að meta kostnað heilbrigðiskerfisins vegna fjölgunar efnahagslega óvirkra Evrópubúa hér á landi. Íslensk stjórnvöld veiti erlendum ríkisborgurum greiðari aðgang að sjúkratryggingakerfinu en þeim sé skylt. 16.8.2025 07:02
Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Einn er sagður látinn og annar særður eftir skotárás við mosku í Örebro í Svíþjóð nú síðdegis. Skotárásin hófs eftir föstudagsbænir í moskunni en lögreglan telur hana tengjast átökum glæpagengja. 15.8.2025 15:48
Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum. 15.8.2025 10:35
Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. 15.8.2025 09:09
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14.8.2025 15:09
Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Samband stjarnfræðinga sem heldur utan um örnefni í sólkerfinu hefur gefið hnullungi í smástirnabeltinu á millis Mars og Júpíters nafnið Grindavík. Smástirnið er annað fyrirbærið í sólkerfinu, utan jarðarinnar, sem er kennt við bæinn á Reykjanesi. 14.8.2025 13:40