Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Án leyfis en titlar sig enn sem lækni

Fyrrverandi læknir sem var sviptur starfsleyfi sínu fyrir hálfu ári titlar sig enn sem slíkur á ýmsum vettvangi þrátt fyrir að það sé ólöglegt. Embætti landlæknis segist vita af málinu en það tjái sig ekki um það.

Sænskur ráð­herra hlutgerður á miðli Musk

Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins.

Fyrr­verandi fjár­málaráðherra Kanada verður ráð­gjafi Selenskí

Chrystia Freeland, fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra Kanada, hefur ráðið sig sem ólaunaðan efnahagsráðgjafa Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu. Hún tilkynnti í gær að hún ætlaði að segja af sér þingmennsku til þess að sinna ráðgjafastarfinu.

Í­trekaðar í­hlutanir í „bak­garði“ Banda­ríkjanna

Árás Bandaríkjastjórnar á Venesúela um helgina var fyrsta hernaðaraðgerð hennar í Rómönsku Ameríku á þessari öld. Bandaríkin eiga sér hins vegar aldalanga sögu íhlutana í heimshluta sem þarlendir ráðamenn hafa oft skilgreint sem „bakgarð“ þeirra.

Rann­saka klám­myndir spjall­mennis Musk af táningum

Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim.

„Sannur Finni“ fær hæli í Rúss­landi

Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu.

Hvetur ESB til að svara refsiað­gerðunum Banda­ríkjanna fullum hálsi

Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla.

Jordan lagði NASCAR

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila.

Sjá meira