Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvíta húsið hlutaðist til um rann­sókn á Tate-bræðrum

Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á.

„Varnar­sigur“ að fá inn texta um sam­ráð um á­hrif tollanna

Forstjóri Elkem á Íslandi lýsir því sem varnarsigri að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að eiga í samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um áhrif verndartolla á kísilmálm. Áhrif aðgerðanna á fyrirtækið ráðist af viðbrögðum markaða.

Sam­þykktu verndar­tolla sem bitna á Ís­landi og Noregi

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar.

Segir engan ó­hultan ef gervigreindarbólan springur

Forstjóri móðurfélags tæknirisans Google segir ekkert fyrirtæki sleppi óskaðað ef gervigreindarbólan sem hefur þanist út springur. Hann telur ýmislegt skrýtið í kýrhausnum í gervigreindarfárinu sem geisar.

Grind­vískum börnum líður verr en jafn­öldrum þeirra

Börn frá Grindavík sem flúðu eldgosin þar fyrir tveimur árum eru ekki eins ánægð með líf sitt og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og eiga erfiðara uppdráttar í skóla. Þetta er á meðal niðurstaðna fyrstu vísindarannsóknarinnar sem hefur verið gerð á líðan barna frá Grindavík eftir að bærinn var rýmdur.

Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Ep­stein

Fyrrverandi forseti Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega.

Þekktir vísinda­menn lögðu lag sitt við Ep­stein

Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot.

Gjá milli kvenna og karla en Mið­flokkurinn í sér­flokki

Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. 

Sjá meira