Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. 17.10.2025 15:38
Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. 17.10.2025 15:07
Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Fjórir menn voru handteknir í Frakklandi, grunaðir um að leggja á ráðin um að ráðast á rússneskan aðgerðasinna í útlegð. Frönsk yfirvöld hafa ekki greint frá þjóðerni mannanna eða hvort þeir séu taldir útsendrar erlendrar leyniþjónustu. 17.10.2025 11:48
Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sprengja sprakk undir bíl eins fremsta rannsóknarblaðamanns Ítalíu fyrir utan heimili hans sunnan af Róm í nótt. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fordæmdi tilræðið í morgun og ógnanir sem blaðamaðurinn sætti. 17.10.2025 09:10
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. 17.10.2025 06:46
Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Æðsti dómstóll Ítalíu stöðvaði í dag framsal á Úkraínumanni sem er grunaður um að hafa tekið þátt í skemmdarverkum á Nord Stream-gasleiðsunum í Eystrasalti til Þýskalands. Málinu var vísað aftur til lægra dómstigs. 16.10.2025 15:42
Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Eftirlitsstofnun í Sviss hefur hafið frumkvæðisskoðun á því hvort að Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) stundi ólöglega veðmálastarfsemi með sölu á sýndareignum í aðdraganda að heimsmeistaramóti á næsta ári. Eignirnar veita möguleika á að kaupa miða á leiki á mótinu og ganga kaupum og sölum dýrum dómum. 16.10.2025 11:39
Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings hefur aldrei aukist meira á milli ára en í fyrra frá því að beinar mælingar á honum hófust. Athafnir manna og ákafari gróðureldar samhliða minnkandi getu lands og hafs til að taka við koltvísýringi er sögð meginorsökin fyrir aukningunni. 15.10.2025 12:05
Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14.10.2025 15:39
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. 14.10.2025 14:19