Faðir Dilberts allur Scott Adams, umdeildur skapari myndasagnapersónunnar Dilberts, er látinn, 68 ára aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og biðlaði til Bandaríkjaforseta að reyna að bjarga lífi hans. 13.1.2026 15:55
Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka snýr aftur á PGA-mótaröðina strax í lok þessa mánaðar eftir að hann samþykkti að gera yfirbót fyrir brotthvarf sitt til LIV-mótaraðarinnar. Undanþága sem er sérsniðin að stærstu stjörnum LIV stendur þeim tímabundið til boða. 13.1.2026 15:00
Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Þúsundir grunnskólabarna í Helsinki fá áskrift að vikublaði um teiknimyndapersónuna Andrés Önd ókeypis á næstunni. Tilgangurinn er að kanna hvort aðgangur að lesefni hafi áhrif á áhuga barna á lestri sem fer dvínandi í Finnlandi eins og víðar annars staðar. 13.1.2026 11:52
Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. 13.1.2026 08:35
Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Nautgripabóndi sem hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnaði í fyrstu að afhenda fjölmiðlum dóminn yfir bóndanum. 13.1.2026 07:31
Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. 12.1.2026 13:30
Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Karlmaður náði að svíkja út síma og verkfæri fyrir hundruð þúsunda króna úr verslunum með því að villa á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Hann hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og fjársvik. 12.1.2026 11:52
Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um ellefu á landinu á milli mánaða en íslenskum um 165, fimmtán sinnum meira. Síðasta rúma árið hefur erlendum ríkisborgurum þó fjölgað rúmlega helmingi meira en íslenskum. 12.1.2026 10:53
Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna. 12.1.2026 08:40
Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9.1.2026 15:30