Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Tvö félög sem tengjast fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins fékk yfir tuttugu milljónir króna frá flokknum árið 2024, bróðurskerfinn af tekjum hans það ár. Flokkurinn eyddi tæpum tíu milljónum króna í baráttuna fyrir alþingiskosningar. 22.1.2026 15:32
Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum. 22.1.2026 11:20
Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu. 22.1.2026 11:00
Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar af vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. 21.1.2026 15:45
Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Héraðssaksóknari gerði húsleit í höfuðstöðvum Vélfags á Akureyri í morgun og var Alfreð Tulinius, stjórnarformaður félagsins, handtekinn í tengslum við þær. Vélfag sætir viðskiptaþvingunum vegna tengsla eiganda fyrirtækisins við rússneska skuggaflotann. 21.1.2026 12:31
Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Bandarískir embættismenn báðu franskan dómara um að hlutast til í máli Marine Le Pen, leiðtoga jaðarhægrimanna, í fyrra. Dómaranum varð svo bilt við að hann lét utanríkisráðuneytið vita af tilraunum Bandaríkjamannanna. 21.1.2026 11:15
Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember og voru þá um 9.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára án atvinnu. Þegar leiðrétt hafði verið verið árstíðarbundnum sveiflum dróst atvinnuleysi saman um 2,7 prósentustig á milli mánaða. 21.1.2026 10:12
Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Vegagerðin segist hafa skoðað að færa þjóðveg 1 fjær Steinafjalli en telur það framtíðarlausn sem sé töluvert dýrari en hrunvarnir sem bjóða á út á næstunni. Koma þurfi upp hrunvörnum víðar en við Steinafjall þar sem erlend ferðakona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar í fyrra. 20.1.2026 14:10
Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Tæplega tuttugu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi frá því í síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni og er enn talið líklegt að aftur gjósi á næstu vikum. Hættumat er óbreytt fram í næsta mánuð. 20.1.2026 13:43
Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Fyrirséð er að mikið verði að gera á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og bið gæti myndast, að sögn upplýsingafulltrúa spítalans. Á þriðja tug manna höfðu leitað á móttökuna vegna slíkra slysa í morgun. 20.1.2026 10:35