ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5.12.2025 12:15
Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. 5.12.2025 11:38
Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Verðmætt Fabergé-hálsmen skilaði sér í gærkvöldi út sér þjófi sem gleypti það í skartgripaverslun á Nýja-Sjálandi. Það tók meltingarkerfi mannsins sex daga að sýna lögreglu samstarfsvilja. 5.12.2025 08:25
Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. 4.12.2025 15:13
Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Aðeins eitt minkabú er sagt verða eftir á landinu nú þegar fimm loðdýrabændur á Suðurlandi eru að hætta störfum. Fjárhagslegur grundvöllur ræktunarinnar er sagður brostinn og verið er að slátra þeim minkum sem voru á búum þeirra. 4.12.2025 09:00
Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunna í Auckland á Nýja-Sjálandi grunaður um að hafa reynt að stela rándýru hálsmeni með því að gleypa það. Lögreglumenn bíða þess enn átekta að þjófurinn skili hálsmeninu af sér. 3.12.2025 08:59
Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Dómsmálaráðuneytið gerði hlé á umsóknarferli vegna embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum á meðan leit að nýjum ríkislögreglustjóra stendur yfir. Þrír mánuðir eru frá því að staðan á Suðurnesjum var auglýst. 2.12.2025 14:28
Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Federica Mogherini, fyrrverandi utanríkismálstjóri Evrópusambandsins, er sögð ein þriggja einstaklinga sem voru handteknir í aðgerðum belgísku lögreglunnar í dag. Húsleit var einnig gerð hjá utanríkisþjónustu sambandsins en aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á meintu misferli í útboði. 2.12.2025 13:13
Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Næstráðandi jaðarhægriflokksins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) segir að félagi sem hélt ræðu í anda Adolfs Hitler á fundi ungliðahreyfingar hans um helgina verði rekinn úr flokknum. Hann segir ræðuna hafa verið lélega háðsádeilu. 2.12.2025 12:06
Prada gengur frá kaupunum á Versace Tískurisinn Prada Group tilkynnti að hann hefði fest kaup á keppinaut sínum Versace fyrir um 1,25 milljarða evra í dag. Samkeppnisyfirvöld eru sögð hafa gefið samrunanum grænt ljós. 2.12.2025 11:04