Textasmiður

Ragnheiður Tryggvadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Verða ekki Fram­úr­skarandi nema upp­fylla lög um kynja­hlut­fall

Á næsta ári mun Creditinfo horfa í auknum mæli til stefnu fyrirtækja í jafnréttismálum þegar kemur að vottuninni Framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtæki sem falla undir lög um kynjahlutfall í stjórn þurfa að fylgja þeim lögum til að geta talist Framúrskarandi fyrirtæki.

Myndaveisla: Afreksfólk at­vinnu­lífsins fjöl­mennti í höllina

Creditinfo afhenti Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu með pompi og prakt í Laugardalshöll 30. október. Hátt í tólf hundruð fyrirtæki komust á listann í ár. Uppfylla þaf ströng skilyrði og því ærið tilefni til að fagna. Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina.

Ís­lensk fyrir­tæki setja markið hátt í sjálfbærni

Íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum stigið stór skref í átt að markvissri sjálfbærni og sett sér skýra stefnu í málaflokknum. Forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo segir þróunina afar jákvæða. Fyrirtæki sýni metnað í þessum efnum og skrái sjálfbærniupplýsingar í Veru, gagnagrunn Creditinfo.

Saga Fram­úr­skarandi fyrir­tækja er saga upp­risu ís­lensks at­vinnu­lífs

Verkefnið Framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo stendur að hefur þróast úr einfaldri viðurkenningu fyrir góðan rekstrarárangur yfir í eitt helsta mælitæki á stöðugleika, þrautseigju og sjálfbærni íslenskra fyrirtækja. Að sögn Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi, endurspeglar saga Framúrskarandi fyrirtækja á margan hátt endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrun.

Sýn og Creditinfo í sam­starf um Fram­úr­skarandi fyrir­tæki

Sextánda árið í röð birtir Creditinfo lista yfir þau fyrirtæki í íslensku atvinnulífi sem skara fram úr í rekstri. Til þess að hampa þeim titli þurfa fyrirtækin að standast ströng skilyrði. Creditinfo og Sýn hafa tekið höndum saman um kynningu á verkefninu til þriggja ára.

Iðnaðar­maður ársins 2025 - Þór er kominn í úr­slit

Þór Einarsson pípari er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins hjá X977 og Sindra. Þór lærði hjá píparann í Tækniskólanum og hjá Rörtönginni ehf. Hann „datt inn í bransann“ og gæti ekki verið án The handy folding bucket í vinnunni. Þegar hann er ekki að vinna spilar hann fótbolta, gengur á fjöll meðal annars. 

Allir vinir í eftirpartíinu

"Ég var ekkert í íþróttum og sá mig ekki fyrir mér fara inn á þá braut. Það var samfélagið í kringum þetta sem heillaði mig til að byrja með. Svo uppgötvaði ég hvað sportið er klikkaðslega skemmtilegt,“ segir Gabríella Sif Beck, fyrirliði Roller Derby liðsins Ragnaraka. Fjölbreytileikinn hafi höfðað til hennar.

Sjá meira