Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur skilað tillögum til ráðuneytisins um tjónamat vegna jarðhræringanna í Grindavík. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fer yfir stöðu mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Fram­kvæmda­stjóri segir um­bætur tryggðar en Einar vill stjórnina út

Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra segir hið leiðinlegasta mál að verið sé að hvetja til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ár. Hún segir starfsfólk Reykjadals þegar hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að fyrirbyggja að upp komi annað kynferðisbrotamál. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heitir því að þrýsta áfram á öryggisráðið um að kalla eftir vopnahléi á Gasa. Nánast ómögulegt er að koma hjálpargögnum inn á ströndina og talið er að aðeins einn af hverjum tíu íbúum fái að borða daglega. Boðað hefur verið til samstöðufundar við utanríkisráðuneytið í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Erindreki Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir líf milljóna samlanda sinna hanga á bláþræði.

Einn fluttur á sjúkra­hús til að­hlynningar

Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist.

Mikið á­lag á nýju leigutorgi fyrir Grind­víkinga

Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól.

Starfskonur lög­reglunnar leigðu strippara í Auschwitz

Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum.

Rúm­lega átta­tíu til­kynningar vegna aug­lýsinga á út­lensku

Meira en áttatíu tilkynningar hafa borist Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku síðan viljayfirlýsing var undirrituð um íslenskuátak í auglýsingagerð fyrir tæpum þremur vikum. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir tilkynningum hafa fjölgað mjög.

Leigutorg opnað fyrir Grind­víkinga

Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 

Sjá meira