„Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. 20.11.2024 12:02
„Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. 19.11.2024 18:32
Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. 19.11.2024 11:26
Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. 18.11.2024 21:26
Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Þrjú fyrirtæki hafa sótt um halveiðileyfi til viðbótar við Hval hf. Öll þrjú sóttu um leyfi til veiða á hrefnu en ekki liggur fyrir hvenær umsóknirnar verða afgreiddar. Eigandi eins fyrirtækisins segir sjómenn á Vestfjörðum hafa orðið vara við breytingar á lífríkinu vegna ofgnóttar af hrefnu. 18.11.2024 12:02
Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Viðreisn heldur áfram að hækka í könnunum en Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur að lækka. Þetta má sjá í þremur nýjum skoðanakönnunum. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur kemur í myndver og rýnir í nýjustu kannanir. 15.11.2024 18:02
Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15.11.2024 12:00
Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sósíalistar mælast inni á þingi og flokkurinn fengi fjóra þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vinstri græn næðu ekki manni inn á þing. Fulltrúar flokkanna bregðast við könnuninni í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14.11.2024 18:02
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14.11.2024 11:59
Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Ríkislögreglustjóri hyggst kanna mál sem snertir leynilegar upptökur erlends fyrirtækis á syni Jóns Gunnarssonar. Þar kemur fram að Jón hafi samþykkt að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi hafa borist í ráðuneytið. Brot úr upptökunum verður sýnt í kvöldfréttunum. 13.11.2024 18:05