Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1.8.2022 21:04
Umferð farin að þéttast úr bænum og nokkrir teknir fyrir hraðakstur Umferð er nokkuð farin að þyngjast út úr höfuðborginni og búist við að hún þéttist enn inn í kvöldið. Nokkrir ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, en að öðru leyti hefur allt gengið vel fram að þessu. 29.7.2022 16:43
Nafn stúlkunnar sem var stungin til bana í Boston birt Stúlkan sem stungin var til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í gær heitir Lilia Valutyte. Hún var aðeins níu ára gömul og fannst látin á sjöunda tímanum í gærkvöldi. 29.7.2022 16:34
John Travolta með krakkana á Íslandi John Travolta virðist einn þeirra sem ferðaðist um okkar fallegu eyju í sumar ef marka má Instagram-færslu sem hann birti í gær. Svo virðist sem hann hafi komið hingað með alla fjölskylduna og vinafólk fyrr í sumar á einni einkaþotunni sinni. 29.7.2022 16:08
Kalla inn Red Super Spicy núðlur Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Shin Red Super Spicy Noodles frá vörumerkinu NONGSHIM. Varnarefnið Ipprodione greindist yfir leyfilegum mörkum í vörunni. 29.7.2022 15:31
Börn meðal látinna vegna mikilla flóða í Appalachia Umfangsmikil leit stendur yfir eftir fólki sem er saknað eftir að mikil flóð þurrkuðu út heilu samfélögin í Appalachiafjöllum. Björgunarsveitir hafa með hjálp þjóðvarðliðsins leitað fólks í allan dag en að sögn ríkisstjóra Kentucky hafa minnst fimmtán farist í flóðunum. 29.7.2022 14:51
Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum Gul veðurviðvörun tekur gildi um klukkan tíu í kvöld á Austurlandi, Austfjörðum og Miðhálendinu vegna snjókomu og hvassviðris. Viðvörunin er í gildi þar til á hádegi á morgun. 29.7.2022 14:01
Boncyan gefur út ábreiðu af Þorparanum fyrir Versló Hljómsveitin Boncyan hefur gefið út ábreiðu af Þorparanum hans Pálma Gunnarssonar, svona rétt fyrir Verslunarmannahelgi. Sveitina skipa þremenningarnir Tom Hannay, frá Bretlandi, Janus Rasmussen og Sakaris Emil Joensen sem eru frá Færeyjum. 29.7.2022 13:38
Handtekinn á húkkaraballi fyrir að ráðast á lögguna Einn var handtekinn á hinu árlega húkkaraballi í Vestmannaeyjum í gær. Lögregla hafði ætlað að hafa af honum afskipti en hann veittist að lögreglumönnunum og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í kjölfarið. 29.7.2022 13:03
Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29.7.2022 12:02