„Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku“ Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir óráð að fylla upp í Árbæjarlón að svo stöddu en tæming þess var nýlega úrskurðuð ólögmæt. Ekki sé hægt að laga eina slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvörðun. 16.11.2022 19:15
Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15.11.2022 23:20
Annað heimilið sem þau þurfa að yfirgefa á þessu ári Rússnesk hjón sem hafa mótmælt stríðinu í Úkraínu fá ekki pólitískt hæli á Íslandi og verða flutt til Ítalíu á morgun. Í nokkur ár hafa hjónin komið reglulega til Íslands með ferðamenn og hafa þegar fengið atvinnutilboð. Kærunefnd Útlendingamála taldi það ekki næga ástæðu til að veita þeim hæli. 15.11.2022 21:01
Sigurvegarar Skrekks segja fullorðna oft hafa fordóma fyrir unglingamenningu Réttarholtsskóli bar sigur úr bítum í hæfileikakeppninni Skrekk sem fór fram í gærkvöldi. Siguratriðið fjallaði um fordóma fullorðinna fyrir unglingamenningu. Krakkarnir segja unglingamenningu eiga jafn mikinn rétt á sér og aðra menningu. 15.11.2022 20:57
Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15.11.2022 14:12
Nokkrir tugir manna í vélhjólaklúbbum sem stunda glæpi hér á landi Nokkrir tugir manna eru í vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi að mati ríkislögreglustjóra. Nokkrir slíkir klúbbar eru virkir hér á landi. 15.11.2022 09:01
Eðlilegt að menn séu á tánum vegna rigninga á Seyðisfirði Eftirlit með hreyfingu í jarðvegi á Seyðisfirði hefur verið aukið vegna mikillar úrkomu sem er spáð næstu vikuna. Veðurfræðingur segir úrkomuákefð á landinu nokkuð óeðlilega miðað við árstíma. 14.11.2022 11:24
Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11.11.2022 21:00
Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan, þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. 10.11.2022 19:33
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7.11.2022 19:20