Fréttamaður

Elma Rut Valtýsdóttir

Elma er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dæmdur fyrir morðið á þrettán ára syni sínum

Mark Redwine var í dag dæmdur fyrir morðið Dylan Redwine, þrettán ára gömlum syni sínum. Dylan hvarf sporlaust árið 2012, skömmu eftir að hann hafði fundið myndir af föður sínum í kvenmannsnærfötum að borða saur upp úr bleyju.

Fyrr­verandi eigin­maður Brit­n­ey Spears opnar sig

Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja.

Eif­fel-turninn opnaður á ný

Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands, Eiffel turninn í París, var opnaður að nýju í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Turninn var opnaður þrátt fyrir að sóttvarnaraðgerðir hafi verið hertar nokkuð í vikunni vegna Delta-afbrigðisins.

Telur þörf á úr­ræði fyrir þol­endur utan réttar­vörslu­kerfisins

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið.

Dýrið hlaut verð­laun í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að sóttvarnalæknir ætlar að leggja það til að sóttvarnaaðgerðir verði hertar á landamærum á ný í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga.

Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum

Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum í dag. Átta munu hafa verið í bílunum en við fyrstu fregnir virðist slysið ekki hafa verið eins alvarlegt og talið var í fyrstu.

Hafnar­fjarðar­bær hyggst gefa ný­burum krútt­­körfur

Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til.

Sjá meira