15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“ Idolstjarnan Kalli Bjarni hefur marga fjöruna sopið síðan hann stóð á sviði Vetrargarðsins fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Hann segist vera í góðu jafnvægi í dag, hyggst gefa út nýja tónlist á næstunni og er spenntur að sjá nýja kynslóð spreyta sig í Idolinu á Stöð 2 nú í vetur. 10.11.2022 20:01
Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Í dag opnaði glæsilegt 200 fermetra skautasvell í hjarta Hafnarfjarðar. Svellið nefnist Hjartasvell og er því ætlað að efla jólastemninguna og stuðla að hreyfingu og afþreyingu fyrir fjölskyldur á aðventunni. 10.11.2022 17:44
Sjö ára gamall viðskiptajöfur safnar fyrir PlayStation með kökusölu „Margur er knár þó hann sé smár,“ segir í máltækinu og er hinn sjö ára gamli Víkingur Darri Traustason frábært dæmi um það. Víking dreymir um að eignast PlayStation leikjatölvu. Hann ákvað því að byrja með kökusölu fyrir vini og vandamenn, í von um að geta einn daginn keypt sér leikjatölvuna. 10.11.2022 15:30
Vildi óska þess að einhver hefði sagt henni að láta frysta eggin sín „Þetta var virkilega erfitt,“ segir hin ástsæla leikkona Jennifer Aniston, sem greinir frá því í forsíðuviðtali við tímaritið Allure að hún hafi glímt við ófrjósemi. Er það í fyrsta sinn sem Aniston opnar sig um þessa erfiðleika. 10.11.2022 12:50
Sumarljós og svo kemur nóttin keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Hátíðin fer fram dagana 11. - 27. nóvember. 9.11.2022 15:30
David Beckham náði goðsagnakenndu Spice Girls augnabliki á filmu Myndskeið sem fótboltamaðurinn David Beckham birti á Instagram í gær hefur vakið mikla athygli. Á myndskeiðinu má sjá hinar goðsagnakenndu Kryddpíur samankomnar í góðum gír að taka Spice Girls smellinn vinsæla Say You'll Be There. 9.11.2022 13:30
Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Arnfríður Helgadóttir er öflug ung kona sem lætur drauma sína rætast. Hún átti sér þann draum að opna sinn eigin matarvagn niðri í miðbæ. Til þess að gera þann draum að veruleika vann hún í þremur vinnum, samhliða fullu námi, á meðan hún safnaði fyrir vagninum. 9.11.2022 07:00
Myndaveisla: Lúxus og glamúr á glæsilegu förðunarkvöldi á Edition Reykjavík Edition hótelið fylltist af fögrum fljóðum á föstudagskvöldið, þegar þar fór fram Masterclass á vegum Reykjavík Makeup School og Lancôme. Þar kenndi förðunarfræðingurinn Heiður Ósk gestum glæsilega hátíðarförðun. 8.11.2022 20:01
Stjörnurnar syrgja Aaron: „Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum“ „Ég er svo miður mín yfir því hvað lífið var þér erfitt og að þú hafir þurft að glíma við það fyrir framan allan heiminn,“ skrifar leikkonan Hilary Duff um fyrrverandi kærasta sinn Aaron Carter. Aaron fannst látinn á heimili sínu á laugardaginn. 8.11.2022 16:02
Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8.11.2022 11:30