
„Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur ljóst að borgarstjóri beri mikla ábyrgð vegna „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Ábyrgðin liggi mjög skýrt hjá borgarstjóra þar sem ákvarðanir um verkefnið hafi verið teknar á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann er framkvæmdastjóri. Málið minni um margt á braggamálið en kunni að reynast borginni mun kostnaðarsamara ef til þess kemur að byggingin verði færð.