Stærðarinnar hval rak á land á Gálmaströnd Stærðarinnar hval rak á land á Gálmaströnd við Stekkjarnes og barst tilkynning þess efnis Lögreglunni á Vestfjörðum í dag. 27.11.2019 22:15
Lyfjaafgreiðsla komin í samt horf eftir langvarandi truflanir Eðlileg virkni er nú komin á lyfjagátt, Heilsuveru og Heklu-heilbrigðisnet en alvarleg röskun varð á þessum kerfum um klukkan 13 í dag og lágu þau niðri fram á kvöld. 27.11.2019 19:29
„Ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað ósannindi“ Samherji svaraði í dag viðbrögðum Helga við ásökunum félagsins og sakar hann um ítrekuð ósannindi í ummælum sínum um starfsemi Samherja í Namibíu. 27.11.2019 18:30
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27.11.2019 17:18
Allt í hnút hjá Svarta sauðnum og Yarmi Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðila án árangurs. Í framhaldinu hafa deilurnar farið stigvaxandi. 22.11.2019 09:30
Staðfesti farbann vegna gruns um aðild að skipulögðu fólkssmygli í umfangsmiklu máli Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli í rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. 21.11.2019 16:45
Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18.11.2019 21:57
Fá aukið fjármagn til rannsóknar á Samherjamálinu ef þörf krefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni veita frekari fjárveitingum til rannsóknar á Samherjamálinu svokallaða ef embætti Héraðssaksóknara, skattrannsóknastjóra eða skattstjóra óski eftir slíku. 18.11.2019 21:15
Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18.11.2019 19:50
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar Þorsteinn Már Baldvinnsson hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá stjórnarstörfum sínum fyrir Síldarvinnsluna. 18.11.2019 18:36