Lizzo segir ásakanir um fitusmánun vera ósannar Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi. 3.8.2023 13:21
María ráðin nýr fjármálastjóri HR María Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík (HR). Hún tekur við starfinu af Ninju Ýr Gísladóttur. 3.8.2023 12:40
Kína boðar klukkutíma hámark á skjátíma barna Öll snjalltæki og snjallforrit í Kína þurfa að bjóða upp á sérstaka barnastillingu sem stórlega takmarkar skjánotkun barna og ólögráða ungmenna ef ný tillaga kínverskra yfirvalda nær fram að ganga. 3.8.2023 10:41
Gönguleiðir að gosstöðvunum opnar í dag Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gönguleiða gekk vel í gær og var nóttin tíðindalaus, að sögn lögreglu. Líkt og fyrri daga þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð viðbragðsaðila að halda. 3.8.2023 08:23
Öfgahægrimenn helsta hryðjuverkaógnin og engin merki um íslamska öfgamenn Öfgahægrimenn eru helsta hryðjuverkaógnin á Íslandi, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns og tilkynningum um einstaklinga sem aðhyllast öfgahægrihyggju farið fjölgandi. Ekki séu merki um íslamska öfgamenn hérlendis. 3.8.2023 07:48
Skipta með sér skýjunum Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil. 3.8.2023 07:09
Gengst við hvellinum sem hvekkti íbúa í Hafnarfirði Margir íbúar í Vallarhverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegis á þriðjudag vegna sprengingar sem heyrðist vel í suðurhluta bæjarins. Í fyrstu var óljóst hver uppruni hljóðsins var en nú liggur fyrir að það hafi að öllum líkindum borist frá Vatnsgarðsnámum við Krýsuvíkurveg. 3.8.2023 06:40
Facebook fer í hart og fjarlægir allar fréttir í Kanada Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum. 2.8.2023 12:44
Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. 2.8.2023 09:54
Hætt kominn þegar hann lét sig „húrra fram af“ Litla-Hrúti með svifvæng Tvær þyrlur lentu á fjallinu Litla-Hrúti í gærkvöldi og mátti litlu muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður lét sig „húrra fram af fjallinu“ með svifvæng, að sögn lögreglu. Litli-Hrútur er á skilgreindu hættusvæði og almenningi því óheimilt að fara á fjallið. Gönguleiðir að eldgosinu verða opnar til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. 2.8.2023 08:44