Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Til­nefningar til ís­lensku myndlistarverðlaunanna

Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent 20. mars við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin eru í þremur flokkum, Myndlistarmaður ársins, Hvatningarverðlaun og heiðursverðlaun fyrir ævistarf. Sjö myndlistarmenn voru í dag tilnefndir.

Kisurnar fögnuðu af­mælinu með stæl

Kattakaffihúsið, fyrsta og eina kattakaffihús landsins, fagnaði sjö ára afmæli rekstursins síðastliðinn laugardag með pomp og prakt. Margt var um bæði köttinn og manninn.

Dusta rykið af danssokkunum

„Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu.

Ævintýrapar selur fal­lega fyrstu eign

Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir. 

Daniil og Birnir í eina sæng

„Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum,“ segir rapparinn og ungstirnið Daniil en hann og Birnir voru að senda frá sér lagið Hjörtu. Lagið er unnið í samvinnu við pródúsentinn Matthías Eyfjörð, sem er jafnframt litli bróðir íslensku stórstjörnunnar GDRN.

Hendur sem káfa, snerta og breyta

Myndlistarkonan Ragnhildur Jóhanns sérhæfir sig í einstaklega grípandi og líflegum málverkum sem vekja upp ýmsar tilfinningar hjá áhorfendum. Hún á afmæli næstkomandi fimmtudag og fagnar deginum með því að opna sölusýningu.

Stjörnulífið: Kær­leiks­ríkir menn á Bessa­stöðum

Marsmánuður er genginn í garð og veturinn mætti aftur með snjókomu, lægðum og öðru fjöri. Mánuðurinn virðist þó fara vel í stjörnur landsins sem hafa það huggulegt í hversdagsleikanum, baka bollur, fagna kærleikanum, í fríi erlendis og skella sér á skíði. 

Enginn nakinn á Óskarnum

Stærstu stjörnur leiklistarheimsins skinu skært á rauða dreglinum í gær þegar Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 97. skipti í Los Angeles. Þær gáfu ekkert eftir í elegansinum og dregillinn minnti að vanda á hátísku hátíð.

Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo

„Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina.

Sjá meira