Endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir síðustu pylsuna Nemendur við Listaháskóla Íslands ráku endahnút á áralanga hefð í dag. Þá fengu þau sér sína hundruðustu, og jafnframt síðustu, pylsu sem nemendur skólans. 6.5.2024 22:13
Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6.5.2024 16:58
Segja varkárni ávallt hafa verið Haraldi efst í huga Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. 6.5.2024 15:54
Baulað á Kim Kardashian þegar Brady var grillaður Áhorfendur bauluðu á áhrifavaldinn og athafnakonuna Kim Kardashian þegar hún tók þátt í að grilla NFL-stjörnuna Tom Brady í gær. Brandari hennar um hæð grínistans Kevin Hart féll í grýttan jarðveg. 6.5.2024 14:25
Hafi mögulega reynt að lenda á ísilögðu vatninu Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu. 6.5.2024 11:26
Verður næsti formaður Skoska þjóðarflokksins John Swinney verður að öllum líkindum næsti formaður Skoska þjóðarflokksins eftir að mótframbjóðandi hans hætti við framboð á síðustu stundu. Þá verður hann einnig líklegast næsti fyrsti ráðherra Skotlands. 6.5.2024 09:53
Matvöruverslun og íbúðir steinsnar frá Keflavíkurflugvelli Stefnt er að því að reisa fjölda íbúða, matvöruverslun og fleira í móa skammt frá Keflavíkurflugvelli á næstu árum. Framkvæmdastjóri verkefnisins segir það bæta þjónustustig flugvallarins til muna. 4.5.2024 23:01
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3.5.2024 19:02
„Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3.5.2024 11:45
„Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. 2.5.2024 19:21