Íslendingurinn sem var stunginn í Noregi kominn til meðvitundar Íslensk kona sem var stungin af fyrrverandi eiginmanni sínum í Noregi fyrr í mánuðinum er komin til meðvitundar. Maðurinn, sem einnig er Íslendingur, er grunaður um tilraun til manndráps og hefur játað á sig árásina. 31.1.2023 19:07
Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31.1.2023 18:23
Stór flugeldur sprengdur innan veggja Hlíðaskóla Stór flugeldur var sprengdur inni á salerni í Hlíðaskóla í Reykjavík rétt eftir klukkan eitt í dag. Skólastjórn skólans hefur óskað eftir ábendingum frá foreldrum með frekari upplýsingar um málið. 31.1.2023 17:33
Fyrrverandi heimsmeistari annar þeirra látnu Kyle Smaine, fyrrverandi heimsmeistari í skíðum í hálfpípu (e. half-pipe), er annar þeirra sem létust í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Smaine var 31 árs gamall og hafði ekki keppt í skíðaíþróttum í fimm ár. 30.1.2023 16:36
Loka vegköflum undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og á Lyngdalsheiði Veginum undir Eyjafjöllum sem liggur frá Markarfljóti til Víkur í Mýrdal hefur verið lokað. Þá hefur veginum við Reynisfjall verið lokað, sem og Lyngdalsheiði. 30.1.2023 15:27
Tveir létu lífið í snjóflóði í Japan Tveir karlmenn létu lífið í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Mennirnir voru hluti af fimm manna hóp sem var að skíða í Hakuba Norikura-fjallinu en hinir þrír komust undan flóðinu. 30.1.2023 14:48
Hafa skilað inn stjórnsýslukæru vegna ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur skilað stjórnsýslukæru til ráðuneytis vinnumarkaðsmála vegna framferðis ríkissáttasemjara í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir það ekki koma á óvart að hafa ekki fengið fund með ráðherra í morgun. 30.1.2023 14:03
Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman. 30.1.2023 13:23
Kofi Tómasar frænda kveður og Ægir tekur við Ægir brugghús hefur opnað bar við Laugaveg 2. Áður var skemmtistaðurinn Kofinn, sem áður fyrr hét Kofi Tómasar frænda, rekinn í húsnæðinu. Framkvæmdastjórinn segir reksturinn hafa gengið mjög vel eftir opnunina. 30.1.2023 11:14
Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Vinnumarkaðsráðherra segist ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillögu sína til baka. Hann segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara og segist ætla að funda með Eflingu þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn. 30.1.2023 08:59