Börn sækist í bækur á ensku Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við. 16.11.2025 21:22
Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu. 16.11.2025 20:48
„Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. 16.11.2025 14:11
Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Lögreglumaður sem telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag. 16.11.2025 12:00
Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. 15.11.2025 19:40
Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. 15.11.2025 13:25
Minni tekjur góðar fréttir Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á rafrettuvökva og nikótinpúða eru helmingi minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Fjármálaráðherra segir góðar fréttir að tekjurnar séu minni en gert var ráð fyrir. 15.11.2025 11:27
Auka sýnileika milli rýma í leikskólum Borgarráð hefur samþykkt tillögur um úrbætur í leikskólum Reykjavíkur, sem óskað var eftir í kjölfar þess að Múlaborgarmálið kom fyrst upp. Reynt verður að komast hjá því að starfsfólk geti verið eitt með barni og leikskólastjórar fá aðstoð í ráðningarferlinu. 14.11.2025 23:36
Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Ríkisútvarpinu hafa borist á annað hundrað lög til þátttöku í Söngvakeppninni í ár þótt enn liggi ekki fyrir hvort Ísland verði á meðal þátttökuþjóða í Eurovision í Vín. Fleiri lög hafa borist en í fyrra. 14.11.2025 16:38
Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Lögmaður segir skjóta skökku við að erlendar veðmálasíður fái ekki að starfa hér á landi. Þær gætu eflt íþróttafélög landsins til muna. 13.11.2025 07:48
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent