Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð almenningi næstu tvær vikurnar þar sem til stendur að tæma laugina og sinna framkvæmdum og ýmsu viðhaldi. 10.9.2024 11:50
Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Árni Hjörvar Árnason hefur verið ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar. 10.9.2024 10:50
Eyrún og Þorgils til SI Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins. 10.9.2024 10:15
Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. 10.9.2024 10:07
Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjaness hefur samþykkt beiðni landeldisfyrirtækisins Matorku um greiðslustöðvun. Fyrirtækið fór fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum. 10.9.2024 08:34
Handtekinn í Dubaí Þrítugur danskur karlmaður, sem sagður er einn af leiðtogunum í dansk-sænska gengjastríðinu sem blossað hefur upp síðustu mánuði, hefur verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 10.9.2024 07:53
Von á 35 metrum á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi Gera má ráð fyrir að vindur fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi þar til eftir hádegi á morgun. 9.9.2024 14:43
Sætanýtingin aldrei verið betri Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. 9.9.2024 09:03
Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns á Ísafirði var kölluð út á laugardagkvöldið eftir að tilkynning barst frá íbúa sem hafði séð fleiri en eitt neyðarblys á lofti í firðinum. Sveitin var síðar afturkölluð eftir að ljós kom að blysunum hafði verið skotið á loft af hópi fólks sem hafði komið saman vegna hátíðarhalda fyrir utan veitingastað á Skutulsfjarðareyri. 9.9.2024 08:07
Kalt, blautt og hvasst Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings norðanátt með rigningu á Norður- og Austurlandi í dag og slyddu eða snjókomu til fjalla. Sunnan heiða verður hins vegar yfirleitt bjart. 9.9.2024 07:11