Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Lægð austnorðaustur af landinu beinir stífri norðvestlægri átt ásamt ofankomu til landsins í dag, en úrkomulítið verður sunnanlands. 13.1.2026 07:12
Skipta um forstjóra hjá Origo Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins síðan 2024. Hann tekur við stöðunni af Ara Daníelssyni sem verður stjórnformaður. 12.1.2026 13:02
„Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Helgi Bjartur Þorvarðarson, maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn, segist ekki sekur um þau brot sem hann er sakaður um. Hann segist hafa fallið á bindindi sínu umrætt kvöld, verið í „blackout-ástandi“ en að hann hafi það ekki í sér að vera fær um að gera það sem hann er sakaður um. 12.1.2026 08:41
Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Alldjúp lægð við Færeyjar beinir norðlægri átt til landsins í dag sem víðast verður 10 til 18 metrar á sekúndu. Á Suðausturlandi og Austfjörðum má hins vegar búast við hvassviðri eða stormi og einnig getur slegið í storm í staðbundnum vindstrengjum á Suðurlandi og við Faxaflóa. 12.1.2026 07:15
Sturla Böðvarsson er látinn Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar. 12.1.2026 06:01
Norðaustlæg átt og allvíða él Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, en að það lægi smám saman suðaustantil. 9.1.2026 07:17
Halda í opinbera heimsókn til Eyja Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, munu halda í opinbera heimsókn til Vestmannaeyja dagana í dag og á morgun. 8.1.2026 13:15
Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Veitingastaðnum American Style í Skipholti í Reykjavík hefur verið lokað. Staðurinn opnaði í júní 1985 og fagnaði staðurinn því fjörutíu ára afmæli á síðasta ári. Áfram verða þó reknir þrír staðir á höfuðborgarsvæðinu. 8.1.2026 11:24
Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veðurstofan gerir ráð fyrir éljum á norðan- og austanverðu landinu í dag en að það verði þurrt sunnan- og suðvestantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna norðaustan hríðar fram á kvöld. 8.1.2026 07:10
Áfram kalt á landinu Það verður áfram kalt á landinu í dag og vindáttin austlæg – gola eða kaldi – en sums staðar strekkingur við suður- og vesturströndina. Yfirleitt má reikna að verða þurrt veður vestantil, en á austanverðu landinu má búast við éljum. 7.1.2026 07:09