Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, er nýkominn úr áfengismeðferð og segir hann að hann hafi „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ en eftir þá reynslu. 19.12.2025 08:59
Hiti að sjö stigum og mildast syðst Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Gert er ráð fyrir skúrum eða éljum en að það verði að mestu þurrt norðan jökla. 19.12.2025 07:15
Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Stjórn Framsóknarfélags Múlaþings hefur farið þess á leit við Jónínu Brynjólfsdóttur að hún muni áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 16. maí næstkomandi. 18.12.2025 14:39
Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Ragnar Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs. Ragnar hefur starfað á málefnasviði Viðskiptaráðs frá 2023 og tekur hann við stöðunni af Gunnari Úlfarssyni. 18.12.2025 13:59
Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sérstök valnefnd á vegum Kópavogsbæjar hefur samþykkt tillögu fasteignafélagsins Klasa um þróun lóðar að Dalvegi 1 þar sem endurvinnslustöð Sorpu hefur verið staðsett síðustu ár. 18.12.2025 12:57
Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Ásgeir Hallgrímsson hefur verið ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu. 18.12.2025 11:46
Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð. 18.12.2025 11:11
Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð hyggst ekki taka upp rannsóknina á morðinu á Olof Palme að nýju. Á sama tíma segir ríkissaksóknari að rannsókninni hafi verið ábótavant og að ekki hafi verið rétt árið 2020 að benda á Stig Engström, hinn svokallaða Skandia-mann, sem morðingja forsætisráðherrans fyrrverandi. 18.12.2025 08:51
Fer að lægja norðvestantil um hádegi Um og eftir hádegi í dag má gera ráð fyrir því að það fari smám saman að lægja á Norðvesturlandi og Vestfjörðum og samhliða því styttir þar upp. Gular viðvaranir hafa verið þar í gildi vegna hríðar. 18.12.2025 07:13
Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Alcoa Fjarðaál sf. hefur stefnt Eimskipafélagi Íslands að nýju vegna meints tjóns félagsins af völdum samráðs Eimskipa og Samskipa á árunum 2008 til 2013. 17.12.2025 14:06