Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Vara við svikapóstum frá Ríkis­skatt­stjóra

Netþrjótar hafa verið að senda út svikapósta í nafni Ríkisskattstjóra og varar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að opna hlekki í þeim póstum. Þar er verið að reyna að plata fólk til að opna rafræn skilríki.

Innlent
Fréttamynd

Kalla grímuklæddu mennina til yfir­heyrslu

Lögreglunni hafa borist upplýsingar um hverjir sex grímuklæddir menn sem réðust á einn í Breiðholti í gærkvöldi eru. Til stendur að kalla þá til yfirheyrslu vegna líkamsárásarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sleppt lausum eftir yfir­heyrslu

Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn og stal bjórkútum

Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna gruns um innbrot og þjófnað á bjórkútum. Var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Innlent
Fréttamynd

„Skiljan­legt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“

Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri.

Innlent
Fréttamynd

Peninga­kassa stolið af hóteli í mið­bæ Reykja­víkur

Peningakassa var stolið af hóteli í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið hafi náðst á upptökuvél og að annar gerandinn sé þekktur af lögreglu. Þar kemur einnig fram að málið sé í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar manns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til fólks að taka vel á móti sölu­mönnum þó svikahrappar séu á ferð

Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis.

Innlent
Fréttamynd

„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“

Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði öðrum með skærum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað.

Innlent
Fréttamynd

Eins og löglærður for­stjóri spítala væri að skera upp sjúk­linga

Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynntur til lög­reglu

Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. 

Innlent