Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Held að ég geti ekki gert mikið meira“

Birta Georgsdóttir, hrósar þjálfara sínum Nik Chamberlain í hástert eftir að hafa verið valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar og vonar að Breiðablik ráði almennilegan þjálfara aftur þegar hann hættir í næsta mánuði. Hún tók því ekki jafn illa og hann að vera ekki valin í landsliðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: ÍA - Aftur­elding 1-0 | Aftur­elding staldraði stutt við í efstu deild

Afturelding er fallið úr Bestu-deild karla í fótbolta en liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í lokaumferð deildarinnar í leik liðanna í Akraneshöllinni í dag. Afturelding þurfti sigur í þessum leik og treysta á að Vestri og KR myndu gera jafntefli. Það gekk ekki upp og Aturelding sem lék í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins mun leik í næstefstu deild á næstu leiktíð. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta verður bara veisla fyrir vestan“

KR og Vestri berjast fyrir lífi sínu í Bestu deild karla í fótbolta. Þau leika hreinan úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar á Ísafirði í dag. KR hefur aðeins fallið einu sinni í 126 ára sögu félagsins og mikið undir hjá Vesturbæjarstórveldinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Á­kveðið sjokk“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík.

Fótbolti
Fréttamynd

„Kominn tími á sigur í Sam­bands­deildinni“

„Það er búið að vera nóg að gera en þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Ólafur Ingi Skúlason sem hefur þurft að hafa hraðar hendur sem nýr þjálfari Breiðabliks. Liðið tekur nefnilega á móti finnsku meisturunum í KuPS á Laugardalsvelli í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Veistu hvað leik­maðurinn sagði við mig?“

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, verður í leikbanni í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á leiknum við KR á sunnudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar heyrðu þó ekkert sem þeir töldu réttlæta brottrekstur Þorláks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stúkan birti skila­boðin: „Mér finnst þetta ömur­legt“

„Þetta er bara ótrúlega ömurlegt mál sem að er búið að fara upp í háaloft og er ekki Val til sóma,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt um aðra eins framkomu, eins og þá sem forráðamenn Vals hefðu nú sýnt í viðskilnaði sínum við Sigurð Egil Lárusson.

Íslenski boltinn