„Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Birta Georgsdóttir, hrósar þjálfara sínum Nik Chamberlain í hástert eftir að hafa verið valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar og vonar að Breiðablik ráði almennilegan þjálfara aftur þegar hann hættir í næsta mánuði. Hún tók því ekki jafn illa og hann að vera ekki valin í landsliðið. Íslenski boltinn 26. október 2025 10:00
Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KR heldur sæti sínu í Bestu deild karla en Vestri fellur eftir 5-1 stórsigur Vesturbæinga á Ísafirði í dag. Afturelding fylgir Vestra niður í Lengjudeildina. Íslenski boltinn 25. október 2025 17:04
FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Fram lyfti sér upp í 5. sæti Bestu deildarinnar með góðum útisigri í FH í lokaumferð deildarinnar. Leikurinn var kveðjuleikur Björns Daníels Sverrissonar sem fékk heiðursskiptingu í síðari hálfleik. Fótbolti 25. október 2025 16:06
Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Afturelding er fallið úr Bestu-deild karla í fótbolta en liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í lokaumferð deildarinnar í leik liðanna í Akraneshöllinni í dag. Afturelding þurfti sigur í þessum leik og treysta á að Vestri og KR myndu gera jafntefli. Það gekk ekki upp og Aturelding sem lék í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins mun leik í næstefstu deild á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 25. október 2025 15:54
Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val í lokaumferð tímabilsins í dag. Íslenski boltinn 25. október 2025 15:32
Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð KA vann 4-3 sigur á ÍBV í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum tryggði KA sér Forsetabikarinn og er þetta þriðja árið í röð sem Akureyringar lyfta þeim bikar. Íslenski boltinn 25. október 2025 13:58
Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Leikur ÍA og Aftureldingar verður spilaður í Akraneshöllinni nú á eftir. Næturfrost á Akranesi fór illa með aðalvöllinn og því munu örlög Mosfellinga í efstu deild ráðast innanhúss. Fótbolti 25. október 2025 12:49
Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Vel gæti farið svo að leikur ÍA og Aftureldingar, í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag, verði færður inn í Akraneshöllina. Íslenski boltinn 25. október 2025 11:51
„Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ KR og Vestri berjast fyrir lífi sínu í Bestu deild karla í fótbolta. Þau leika hreinan úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar á Ísafirði í dag. KR hefur aðeins fallið einu sinni í 126 ára sögu félagsins og mikið undir hjá Vesturbæjarstórveldinu. Íslenski boltinn 25. október 2025 08:02
Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Vestri tekur á móti KR á morgun, á fyrsta degi vetrar, í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta ári. Vestramenn þurftu að draga fram snjósköfurnar í morgun og vona að það snjói ekki í nótt, en völlurinn verður klár í slaginn sama hvað. Íslenski boltinn 24. október 2025 15:40
Lárus Orri framlengir á Skaganum Lárus Orri Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við ÍA út keppnistímabilið 2027. Íslenski boltinn 24. október 2025 14:21
„Ákveðið sjokk“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík. Fótbolti 23. október 2025 11:30
„Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ „Það er búið að vera nóg að gera en þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Ólafur Ingi Skúlason sem hefur þurft að hafa hraðar hendur sem nýr þjálfari Breiðabliks. Liðið tekur nefnilega á móti finnsku meisturunum í KuPS á Laugardalsvelli í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Íslenski boltinn 23. október 2025 08:31
Tekur við af læriföður sínum Eftir að hafa gert frábæra hluti með Völsung í 1. deild karla í fótbolta í sumar er Aðalsteinn Jóhann Friðriksson orðinn þjálfari kvennaliðs Þórs/KA í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 23. október 2025 07:33
Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og nýr þjálfari liðsins, Ólafur Ingi Skúlason, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir viðburðarríka viku í Kópavogi. Breiðablik mætir KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeild Evrópu á Laugardalsvelli á morgun. Fótbolti 22. október 2025 18:23
Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Leikur KA og PAOK í Evrópukeppni unglingaliða hefur verið færður í Bogann á Akureyri vegna snjóþunga. Aðstæðurnar þóttu ekki boðlegar og UEFA færði leikinn inn. Íslenski boltinn 22. október 2025 14:54
„Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, verður í leikbanni í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á leiknum við KR á sunnudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar heyrðu þó ekkert sem þeir töldu réttlæta brottrekstur Þorláks. Íslenski boltinn 22. október 2025 11:01
„Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ólafur Ingi Skúlason hefur ekki áhyggjur af sínu reynsluleysi sem félagsliðaþjálfari og ætlar að láta verkin tala í nýju starfi hjá Breiðabliki. Íslenski boltinn 22. október 2025 10:32
Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Stjórn Knattspyrnudeildar Vals og leikhæsti leikmaður Vals í sögu efstu deildar kalra í fótbolta sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld. Íslenski boltinn 21. október 2025 17:23
Hemmi Hreiðars orðaður við Val Valsmenn eru sagðir hafa rætt við Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK, um að verða næsti þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Íslenski boltinn 21. október 2025 12:50
Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Katrín Ásbjörnsdóttir var lofuð í hástert í lokaþætti tímabilsins af Bestu mörkunum. Þessi frábæra knattspyrnukona fékk að spila fyrstu sekúndurnar í lokaleik tvöfaldra meistara Breiðabliks og var svo kvödd með virktum. Íslenski boltinn 21. október 2025 11:32
Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Fram og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í næstsíðustu umferð efri hluta Bestu deildar karla í gærkvöldi. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 21. október 2025 11:01
Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Breiðablik varð í haust þriðja íslenska liðið til að vinna sér þátttökurétt í aðalhluta Sambandsdeildar Evrópu en líkt og hjá hinum tveimur liðunum á undan þá var gerð þjálfarabreyting í miðjum klíðum. Íslenski boltinn 21. október 2025 10:01
Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Þetta er bara ótrúlega ömurlegt mál sem að er búið að fara upp í háaloft og er ekki Val til sóma,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt um aðra eins framkomu, eins og þá sem forráðamenn Vals hefðu nú sýnt í viðskilnaði sínum við Sigurð Egil Lárusson. Íslenski boltinn 21. október 2025 08:58
Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Stjörnumönnum mistókst að tryggja sér Evrópusæti í Úlfarsárdalnum í kvöld en eftir 1-1 jafntefli við Fram er ljóst að það verður úrslitaleikur um Evrópusæti milli Stjörnunnar og Breiðabliks í lokaumferðinni. Íslenski boltinn 20. október 2025 21:05
Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sigurður Egill Lárusson taldi sig þurfa að svara yfirlýsingu Vals frá því í dag en það gerði hann á stuðningsmannasíðu Valsmanna í kvöld. Íslenski boltinn 20. október 2025 19:37
„Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Ólafur Ingi Skúlason segir aðdragandann að ráðningu sinni sem aðalþjálfari Breiðabliks hafa verið mjög stuttan. Blikarnir hafi fyrst haft samband í gær og hann hafi stokkið spenntur á tækifærið. Fótbolti 20. október 2025 16:06
Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Þórður Þorsteinsson Þórðarson var valinn dómari ársins í Bestu deild kvenna af leikmönnum hennar. Íslenski boltinn 20. október 2025 16:01
Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Birta Georgsdóttir gaf verulega í fyrir framan markið á nýafstöðnu tímabili. Hún var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar af leikmönnum hennar. Íslenski boltinn 20. október 2025 14:31
Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Breiðablik hefur sagt Halldóri Árnasyni upp störfum sem þjálfara karlaliðs félagsins. Ólafur Ingi Skúlason tekur við af honum. Íslenski boltinn 20. október 2025 14:07