Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

De la Rosa skipaður formaður GPDA

Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa var í dag kjörinn formaður GPDA sem eru hagsmunasamtök ökumanna í Formúlu 1. Samtökin taka á helsta hagsmunamáli ökuþóra sem er öryggi þeirra.

Formúla 1
Fréttamynd

Barrichello: Börnin sannfærðu konuna

Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð.

Formúla 1
Fréttamynd

Ross Brawn: Draumurinn að Schumacher sigri aftur

Ross Brawn liðstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir það vera draum sinn að Michael Schumacher standi aftur á efsta þrepi verðlaunapallsins í mótum ársins. Brawn stýrði líka Ferrari í sigurtíð Schumachers þar.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton eyðir tíma með fyrrverandi

Þó að þau hafi hætt saman í nóvember eru Lewis Hamilton (27) og söngkonan Nicole Scherzinger (33) enn góðir vinir. Hamilton tilkynnti á Twitter fyrir helgi að hann væri á tónleikum Nicole í Dublin að hún hefði verið frábær.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði

Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes.

Formúla 1
Fréttamynd

Petrov ekur fyrir Caterham í stað Trulli

Rússneski ökuþórinn Vitaly Petrov sem var á mála hjá Renault liðinu á síðasta tímabili hefur nú gengið til liðs við Caterham og mun aka þar í ár í stað Jarno Trulli sem ekið hefur fyrir liðið frá því það kom fyrst til sögunnar árið 2010.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher hræðir Rosberg ekki

Liðsfélagi Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu, þjóðverjinn Nico Rosberg, segir sjöfalda heimsmeistarann ekki hræða sig. Schumacher hefur þriðja ár endurkomu sinnar í Formúlu 1 í ár.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso fremstur á síðasta degi æfinga

Fernando Alonso, Spánverjinn knái hjá Ferrari, átti besta tíma dagsins á síðasta æfingadegi Formúlu 1 liða á Jerez-brautinni á Spáni. Tími Alonso er næst besti hringtími settur á Jerez brautinni á 2012-bíl. Það var kalt á Spáni í dag og hafði það veruleg áhrif á æfingar liðanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari ósátt með nýja bílinn á æfingum

Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður."

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg fljótastur en heimsmeistarinn þriðji

Nico Rosberg á Mercedes bíl síðasta árs var fljótastur á þriðja degi æfinga á Jerez-brautinni á Spáni í dag. Rosberg er liðsfélagi Michaels Schumachers sem ekkert fékk að aka í dag eftir að hafa verið fljótastur í gær á sama bíl.

Formúla 1
Fréttamynd

Paul di Resta: Furðulegu bílarnir betri í ár

Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta.

Formúla 1