Hungraðir fuglar Mikill uppgangur máva hefur verið í höfuðborginni og víðar um landið þetta sumar og árið í fyrra. Sést hefur til þeirra á ótrúlegustu stöðum, jafnvel uppi við Heklu þar sem mikið er af ormi í mosanum. Má rekja ferðir þeirra til þess að lítið er af sandsíli í sjónum sem er helsta fæða mávanna sem að öllu jöfnu halda sig niðri við sjóinn, enda er mávurinn strandfugl. Fastir pennar 12. júlí 2007 06:00
Fjölmenning og fjölmenni Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Bakþankar 12. júlí 2007 06:00
Róttæk hugsun Eftirspil sölu ríkisins á hlut í Hitaveitu Suðurnesja hefur opnað áhugaverða umræðu. Annars vegar hefur verið á það bent að brýnast sé að verja almannahagsmuni að því er varðar öflun og dreifingu á rafmagni og hita. Staðhæft er að opinber rekstur tryggi bæði þjónustuöryggi og lægsta mögulega verð. Fastir pennar 11. júlí 2007 08:00
Eru ekki allir í stuði? Í síðustu viku fór ég með tveggja ára gamlan son minn til Kaupmannahafnar til að sýna honum Tívolíið og dýragarðinn. Þegar ég velti framtíðinni fyrir mér sé ég alltaf fyrir mér hvað við eigum eftir að ferðast mikið saman. Ég myndi til að mynda bjóða honum á Hróarskelduhátíðina þegar hann fermdist. Þangað fór ég fyrir sjö árum og sá meðal annars Travis, Kent, Willy Nelson og Moloko. Bakþankar 11. júlí 2007 07:00
Réttar skoðanir Það er haugalygi að allar skoðanir séu jafn réttháar. Það hljómar vel og réttlátt en eftir smá umhugsun sér hver maður að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Skoðanir eru nefnilega sjaldnast einkamál þess sem hefur þær heldur hafa þær áhrif á umhverfi manns. Bakþankar 10. júlí 2007 08:00
Blönduóslögreglan vísar veginn Lögreglan á Blönduósi hefur um árabil mátt þola illt umtal vegna rösklegrar framgöngu við vegaeftirlit. Þó vill svo til að þeir sem hafa horn í síðu þessara samviskusömu laganna varða eru fyrst og fremst bílstjórar sem aka yfir löglegum hámarkshraða. Fastir pennar 10. júlí 2007 00:01
Tökum okkur tak Sú áherzla á efld tengsl Íslands við Afríku, sem kom fram í nýafstaðinni Afríkuferð utanríkisráðherra, er rétt og æskileg. Í Afríku eru mörg af fátækustu og vanþróuðustu löndum heims, sem þurfa mest á því að halda að hinar aflögufærari þjóðir heims leggi þeim lið í að komast á framfarabraut. Fastir pennar 9. júlí 2007 06:00
Stúlka í Prag Fyrir nokkrum árum sýndi tékknesk stúlka mér alveg sérstakan áhuga. Það gerðist í Borgarvirki eða Hradcany í Prag. Því miður beindist áhugi hennar ekki að mér persónulega heldur var það þjóðerni mitt sem gerði mig spennandi. Það var hinn íslenski lögreglumaður Erlendur í bókum Arnaldar Indriðasonar átti hug hennar og hjarta. Bakþankar 9. júlí 2007 06:00
Er þögn sama og samþykki? Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir naugðun á stúlku á Hótel Sögu olli talsverðum titringi þar sem mörgum þótti sannað að naugðun hefði átt sér stað. Atli Gíslason lögmaður var meðal þeirra sem sýndi viðbrögð við dómnum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöldið að dómurinn væri skelfilegt afturhvarf til fortíðar. Fastir pennar 8. júlí 2007 06:00
Taugarnar í mér Stundum tekur maður þannig til orða að maður sé illa upplagður. En ef rýnt er í orðasambandið sést að hin undirliggjandi merking þess er afar varhugaverð. Þannig líkir maður sjálfum sér í raun við kapal sem ekki gengur upp, að eitthvað vald, manni sjálfum óviðkomandi, leggi mann ýmist upp eða niður eftir eigin geðþótta, ef ekki beinlínis af handahófi. Bakþankar 8. júlí 2007 06:00
Ef maður getur haldið sér vakandi Það þarf þrekmenni til að sitja ráðstefnur. Sérstaklega ef þær eru stórar og langvarandi. Ég var nærri búinn að gleyma þessari lífsreynslu minni, þangað til að ég var sendur sem fulltrúi Alþingis á þing Evrópuráðsins í Strassbourg ásamt með alþingismönnunum Guðfinnu Bjarnadóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Fastir pennar 7. júlí 2007 06:00
Rétt Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið heildarafla næsta fiskveiðiárs. Athugasemdir um þá ákvörðun geta í sjálfu sér falist í því eina orði sem gjarnan er ritað á villulausar prófúrlausnir: Rétt. Fastir pennar 7. júlí 2007 06:00
070707 Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7. júlí 2007, sem er einstaklega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um það að einstaklega margir hugðust um tíma ganga í heilagt hjónaband á þessum degi, en svo bárust reyndar tíðindi af því nú í vikunni að margir höfðu hætt við af einhverjum orsökum. Bakþankar 7. júlí 2007 06:00
Hefur áhrif á væntingarnar Staðreyndin er sú og það hefur komið fram í gagnrýni Seðlabankans og alþjóðastofnana að það er fordæmi ríkisins og inngrip á húsnæðismarkaði sem hvetur hann áfram og kyndir undir hækkun fasteignaverðs með tilheyrandi hækkunum. Fastir pennar 6. júlí 2007 06:00
La det svinge Á dauða mínum átti ég von en ekki því að gerast fréttaritari þessarar baksíðu á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem nú fer fram í Cascais í Portúgal. Sú er þó raunin. Ég get lýst því yfir með stolti að ég þekki hinar ýmsu bátategundir og einkenni þeirra, til dæmis veit ég að sætustu siglingamennirnir sigla bátum sem kenndir eru við töluna 49. Siglingafólk almennt minnir helst á stúlkuna frá Ípanema; hávaxið, sólbrúnt, ungt og yndislegt. Bakþankar 6. júlí 2007 00:01
Ráðherra kominn úr fríi Þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum kunna sínum nánustu hollráð: ekki veikjast að sumri til, og alls ekki á föstudögum eða um helgar. Sjúkrastofnanir um allt land eru þá fáliðaðar af vönu fólki, margir í fríi, bekkurinn þunnskipaður af vönum höndum og þjálfuðum huga. Fastir pennar 5. júlí 2007 08:00
Börn engin fyrirstaða Einn munurinn á ríkum þjóðum og fátækum er sá, að ríku þjóðirnar hafa meiri fjárráð. Fleira hangir þó á spýtunni en fjárráðin ein. Annar munur á ríkidæmi og fátækt er sá, að fólk í ríkum löndum lifir jafnan lengi í litlum fjölskyldum og fólk í fátækum löndum lifir stutt í stórum fjölskyldum. Fastir pennar 5. júlí 2007 00:01
Geirvörtur Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skraufþurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. Bakþankar 5. júlí 2007 00:01
Þróun eða stöðnun Sú var tíð að það var talið ýmsum stjórnmálamönnum til vegsauka og virðingar að gefa sérfræðingum fyrir sunnan langt nef. Sérstaklega gaf þetta góða raun þegar fiskifræðingar áttu í hlut. Af yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra verður ekki ráðið að hann ætli að láta ímyndarvanda af þessu tagi rugla sig í ríminu við ákvörðun heildarafla enda þunnur þrettándi í nútímapólitík. Fastir pennar 4. júlí 2007 06:15
Grill Þótt ég rembist alla daga ársins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólarvörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi útfjólublárra geisla. Bakþankar 4. júlí 2007 06:00
Risaveldi í kreppu Bandaríkjamenn, voldugasta þjóð heims, halda upp á þjóðhátíð sína á morgun, 4. júlí, er rétt 231 ár verða liðin frá því Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði. Fastir pennar 3. júlí 2007 06:15
Töffið í felulitum Fátt þykir karlmannlegra en að drepa fugla. Ég hef lengi haft megnasta ímugust á svokölluðum veiðimönnum. Með auknum þroska hefur hugsjónum mínum fækkað og fyrirlitning mín á hinum ýmsu þáttum mannlegrar tilveru útvatnast. Bakþankar 3. júlí 2007 06:00
Íslendingar í útlöndum Marmaris heitir lítið sjávarpláss í Tyrklandi. Þetta er útgerðarbær og lifir á ferðamönnum en ekki fiskveiðum. Tiltölulega stutt er síðan Íslendingar fóru að venja komur sínar til Marmaris að njóta góðrar aðhlynningar í sumarleyfinu. Öldum saman hafði þá verið lítill samgangur milli Tyrklands og Íslands. Bakþankar 2. júlí 2007 07:00
Lastaskattar í þágu góðra mála Það eru iðjuleysingjar sem spila póker upp á pening. Hinir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir góðan árangur í bridds eða skák eru taldir afreksmenn og njóta velþóknunar. Fastir pennar 2. júlí 2007 06:45
Byggðir Ég er höfuðborgarbúi í húð og hár og hef alið manninn á mölinni allt mitt líf hingað til. Reyndar, þegar ég þarf að segja deili á mér úti á landi kemst ég stundum upp með að segja einfaldlega að ég hafi alist upp við hafið. Það hljómar svo ansi hreint vel. Ef ég er spurður nánar neyðist ég þó til að bæta við að þar eigi ég reyndar við Arnarnes. Bakþankar 30. júní 2007 09:00
Flugvöllur á floti í Vatnsmýri Nýting lands í Vatnsmýrinni í Reykjavík er lykilatriði þegar horft er til framtíðar í skipulagi og uppbyggingu í höfuðborginni. Þess vegna sætir nokkurri furðu hversu illa gengur að fá ráðamenn, bæði ríkis og borgar, til að taka af skarið og móta stefnu sem fylgja skal um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Fastir pennar 30. júní 2007 06:30
Hver á hvað? engin algild uppskrift er til um hvernig skipta á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga. Um tvær viðmiðanir í þeim efnum hefur eigi að síður ríkt ríkur samskilningur. Önnur er sú að sveitarfélögin annist sem mest af þeirri þjónustu sem stendur borgurunum næst. Hin segir að ekki megi slíta í sundur ákvörðunarvald og fjármálaábyrgð. Fastir pennar 29. júní 2007 06:15
Olía á eldinn Þýðandi sem ég þekki sagði mér á dögunum frá bandarískum reyfara sem hann las og gerðist í olíuhreinsunarstöð. Hann taldi ólíklegt að hægt væri að snara henni yfir á íslensku; alltof mörg orð sem lutu að þessum iðnaði væri ekki að finna í okkar tungumáli. Bakþankar 29. júní 2007 06:00
Takmörk félagshyggju Íslenskir félagshyggjumenn ættu að staðnæmast við hugmyndir tveggja snjallra hugsuða. Annar er John Rawls, sem lést fyrir nokkrum árum, en var lengi heimspekiprófessor í Harvard-háskóla. Hinn er Arthur Laffer, sem er í fullu fjöri og raunar væntanlegur næsta haust til Íslands, en hann var um skeið hagfræðiprófessor í Chicago-háskóla og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Báðir þessir menn setja ríkisafskiptum takmörk, sem skynsamir félagshyggjumenn hljóta að viðurkenna. Fastir pennar 29. júní 2007 06:00
Skattur? Nei, gjald Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, lagði fyrir nokkrum árum umferðargjald á ökumenn í London til að draga úr umferðarþunganum í miðborginni, enda var hann orðinn nær óbærilegur. Fastir pennar 28. júní 2007 06:00
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun