Fangakúlur samfélagsins Hjónabönd hanga eins og fangakúla um ökkla samfélagsins. Ég varpa þessu fram, sísona, þó að það sé vissulega erfitt því kúlan er úr járni. Þetta er nefnilega ekki fullmótuð hugmynd hjá mér. Hjónabandið er það hins vegar. Bakþankar 21. ágúst 2013 00:00
Órætt og órætt Æ snúnara verður að henda reiður á stefnu ríkisstjórnarinnar í samskiptum við Evrópusambandið, sem virðist býsna óræð. Það fer að verða mikilvægt, bæði fyrir almenning og ekki síður fyrir andann í stjórnarsamstarfinu, að forystumenn stjórnarinnar útskýri Evrópustefnuna á mannamáli (eða því sem næst) og einni röddu. Fastir pennar 20. ágúst 2013 07:15
Börnin okkar og skólinn Nú eru börnin að hefja skólagöngu sína aftur þetta haustið og sum þeirra að ganga inn fyrir dyr skólans í fyrsta sinn. Þá er ágætt að velta vöngum stuttlega yfir heilsu og líðan þeirra. Fastir pennar 20. ágúst 2013 07:00
Helvítið hann Hannes Það sést ekki á mér en stundum gleymi ég að borða. Í síðustu viku fattaði ég það um tíuleytið að ég hafði gleymt kvöldmatnum. Aðframkominn af næringarskorti gekk ég þungum skrefum að nálægum pitsustað og pantaði konung flatbakanna: pepperóní og ananas. Bakþankar 19. ágúst 2013 07:00
Ísland í tossabekk Nú munu um fimm þúsund krakkar fæddir árið 2007 hefja skólagöngu í þessari og næstu viku. Þessir krakkar munu allir ljúka námi til stúdentsprófs nítján ára en ekki tvítug, ef Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær nokkru ráðið um framtíð þessara barna. Reyndar er það svo að nú þegar geta þau ungmenni sem það vilja klárað stúdentspróf á þremur árum í stað fjögurra í mörgum framhaldsskólum. Fastir pennar 19. ágúst 2013 07:00
Svona virkar einræðið Þegar ég var strákur fór ekki hjá því stundum að maður yrði var við það þegar leiðindaskarfarnir úr Flokkunum voru að hringja í móður mína sem þá var fréttastjóri á Fréttastofu útvarpsins. Þeir sátu með skeiðklukkur og mældu tímann sem þeir fengu og svo "hinir“ og ef skeikaði fimm sekúndum kröfðust þeir leiðréttinga, upp á sekúndu. Fastir pennar 19. ágúst 2013 07:00
IPA-styrkir og óstyrk utanríkispólitík Umræður um þá ákvörðun Evrópusambandsins að hætta svokölluðum IPA-styrkjum hafa varpað ljósi á óstyrka utanríkispólitík Íslands. Viðbrögðin sýna hvernig lögmál hreppapólitíkurinnar verða alls ráðandi jafnvel þegar utanríkisstefnan á í hlut. Fastir pennar 17. ágúst 2013 07:00
Hvernig verður hjólunum snúið? Greint var frá því í fréttum okkar á Stöð 2 í fyrrakvöld að hagvöxtur á Íslandi í ár stefndi í að verða í samræmi við svartsýnustu spár sem settar hafa verið fram, aðeins rúmt prósent. Hagvöxturinn í fyrra var líka undir væntingum, um 1,6 prósent. Íslenzkt efnahagslíf framleiðir ekki nóg og útflutningur hefur dregizt saman. Fastir pennar 17. ágúst 2013 07:00
Barbarískir skokkarar Margir láta hlaupabylgjuna sem tryllir lýðinn víða um heim fara í taugarnar á sér. Hlauparar hlaupa líka í fötum sem leyna alltof litlu, hafa brenglaðan tónlistarsmekk, auk þess sem þeir virðast allir byrja að snýta sér á ferð án þess að nokkuð tissjú komi þar við sögu. Bakþankar 17. ágúst 2013 07:00
Sáttinni snúið á haus Ríkisstjórnin vill skoða þann kost að bæta við virkjanir í Þjórsá með því að ráðast í Norðlingaölduveitu. Fastir pennar 16. ágúst 2013 07:00
Þriðja árstíðin Stundum er sagt í hálfkæringi að á Íslandi séu bara tvær árstíðir; vor og haust. Það er ekki rétt. Þær eru þrjár: Sumar, haust og jól. Bakþankar 16. ágúst 2013 07:00
Vigdís á að víkja Vitað var að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ætti hvorki Íslandsmet í snjöllum pólitískum tímasetningum né dómgreind. Ummæli hennar um Ríkisútvarpið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun eru hins vegar meira en bara broslegur klaufaskapur. Fastir pennar 15. ágúst 2013 07:00
Hötum fortíðina Það er ekkert verra en að hlusta á einhvern mæra eitthvað gamalt. Allt sem er nýtt er betra en það sem er gamalt. Denzel Washington er miklu betri leikari en Sir Laurence Olivier, Mike Tyson hefði getað lamið Muhammed Ali með annarri og Pelé kæmist varla í liðið hjá Ungmennafélaginu Magna á Grenivík. Bakþankar 15. ágúst 2013 00:01
Í orðastað háttprúðrar konu Mikið sem mér líst vel á fyrrverandi formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þennan Halldór Jónsson. Fastir pennar 14. ágúst 2013 07:00
Við steypum í kvöld Tilbúið til samsetningar, leiðbeiningar fylgja. Þetta hljómaði hreint ekki svo illa, við færum létt með þetta. Svona handlagin bæði! Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég sá hýsið síðan auglýst á afslætti í ofanálag, nú skyldi byggður garðskúr. Bakþankar 14. ágúst 2013 07:00
Skemmandi ofbeldi venjulega fólksins Skrif tveggja þekktra manna um gleðigönguna í Reykjavík síðastliðinn laugardag hafa vakið athygli. Fastir pennar 14. ágúst 2013 07:00
Brattari á útlensku Á mínum stutta blaðamannsferli hef ég tekið viðtöl við nokkra bráðskemmtilega útlendinga sem hingað komu vegna áhuga á hruninu og meintum hetjuviðbrögðum Íslendinga við því. Bakþankar 13. ágúst 2013 07:00
Eru netþjófar betri þjófar? Forsvarsmenn deildu.net, skráadeilisíðu sem hefur misserum saman dreift höfundarréttarvörðu efni ólöglega á internetinu, ákváðu fyrir skemmstu að leyfa notendum síðunnar að deila sín á milli íslenzku efni, en ekki einvörðungu erlendu. Fastir pennar 13. ágúst 2013 07:00
Fótaóeirð eða fótapirringur Hver kannast ekki við það að þurfa að rétta úr sér, ganga aðeins um og teygja, jafnvel skvetta fótunum aðeins til vegna óþæginda frá þeim, finna til náladofa eða verkja. Slíkt er í sjálfu sér afar algengt og alls ekki sjúklegt nema í sumum tilvikum, en þá getur það haft veruleg áhrif á einstaklinginn, rænt hann svefni, ýtt undir vanlíðan og valdið einbeitingarskorti. Fastir pennar 13. ágúst 2013 07:00
Pottadólgurinn Frjálslyndið faðmar mig fastar með hverju árinu sem líður. Bakþankar 12. ágúst 2013 09:33
Ipaleg umræða Ekki þurfti að koma nokkrum manni á óvart að Evrópusambandið skrúfaði fyrir IPA-styrkina svokölluðu, sem eiga að búa umsóknarríki undir aðild að sambandinu. Fastir pennar 12. ágúst 2013 07:00
Steldu.net Það er alltaf verið að brjótast inn. Og þrátt fyrir það að alltaf sé verið að reyna að búa til nýjar þjófavarnir og hvernig sem lögreglan reynir þá er eins og sumir þjófar séu alltaf skrefinu á undan og sjái við varnarkerfunum. Fastir pennar 12. ágúst 2013 07:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. Bakþankar 10. ágúst 2013 11:00
Tómt stundaglas Miklar ákvarðanir bíða ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lífeyrismálum. Það er til marks um styrkleika lífeyriskerfisins að einungis Hollendingar eiga meiri hlutfallslegan lífeyrissparnað en við. En á hinn bóginn verður augunum ekki lokað fyrir margs konar brotalömum sem við blasa. Fastir pennar 10. ágúst 2013 07:00
Fokk – og þó Margir sem vilja þjóðkirkjunni vel hafa sjálfsagt brugðizt eins við og Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju, þegar hún sá að kirkjan legði nafn sitt við svokallaða Hátíð vonar, sem verður haldin í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. "Fokk“ skrifaði presturinn á Facebook-síðuna sína. Fastir pennar 10. ágúst 2013 07:00
Fávitar og hommar Ég sagði vinum mínum frá þeirri upplifun að hafa farið á afskekkta eyju í Viktoríuvatni þar sem börnin örmögnuðust af hlátri yfir að ég væri svo hvít að það væri enginn litarmunur á handarbakinu og lófanum. Bakþankar 9. ágúst 2013 10:15
Stóru tölurnar Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa barmað sér yfir því að erfitt verði að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Í nýrri skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi tekur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) undir það og bendir á ýmis hættumerki í ríkisrekstrinum á þessu ári. Fastir pennar 9. ágúst 2013 07:00
Víst má hagræða Hópur þingmanna stjórnarmeirihlutans hefur fengið það hlutverk að leita leiða til að skera niður í ríkisrekstri. Það er auðvitað fyrirsjáanlegt að stjórnarandstaðan gagnrýni þau áform. En gagnrýni á þeim forsendum að áformin séu einhver sérstök svik við fyrirheit úr kosningabaráttunni missa marks. Ekki veit ég til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað að hagræða ekki í ríkisrekstri. Fastir pennar 9. ágúst 2013 07:00